Hin raunverulegu skólagjöld

Þrátt fyrir að um 17.000 börn séu nú í leikskólum landsins gleymist þetta fyrsta skólastig oft. Þetta sést vel í þeirri umræðu sem nú er í samfélaginu um skólagjöld. Þá hugsa fáir til leikskólanna þar sem skólagjöld eru þó hæst.
Leikskólagjöld allt að 400.000 kr.

Nú geta skólagjöld í leikskóla oft verið yfir 30.000 kr. á hverjum mánuði fyrir eitt barn. Það er alveg ljóst að slík gjöld, upp á um 400.000 kr. árlega, eru gríðarlega þungur baggi fyrir flestar fjölskyldur. Einn mánuður í leikskóla kostar svipað og eitt ár í háskóla. Fjölskyldur leikskólabarna eru iðulega sá hópur sem hefur hvað þrengstu fjárráðin. Hér er oftast um að ræða unga foreldra sem eru að koma sér þaki yfir höfuðið og hefja þátttöku á vinnumarkaðinum.

Nú er það nær almenn regla að börn fari í leikskóla enda er það eðlilegur hluti af skólagöngu hvers barns. Um 90% allra tveggja ára barna og eldri eru í leikskóla. Þessi háu skólagjöld eru mikil tímaskekkja og ber að afnema.
Afnemum skólagjöld í leikskóla

Lækkun eða afnám skólagjalda í leikskólum er einnig mikið jafnréttismál. Þegar börnin eru orðin tvö, hvað þá þrjú, á leikskólaaldri getur það í mörgum tilfellum verið hagstæðara fyrir annað foreldrið að vera heima. Vegna kynbundins launamunar vill það oft verða móðirin. Þessi staðreynd hefur síðan aftur neikvæð áhrif á stöðu kvenna á vinnumarkaði og því myndast vítahringur. Þennan vítahring verður að rjúfa

Í stefnu Samfylkingarinnar kemur skýrt fram að stefna skuli að því að gera leikskólana gjaldfrjálsa. Sem 9. ríkasta þjóð í heimi er ljóst að við höfum efni á gjaldfrjálsum leikskólum.
Hækkun hjá dagforeldrum?

Fæðingarorlof er nú samanlagt níu mánuðir og eftir þann tíma þurfa foreldrar að fara aftur á vinnumarkaðinn. Flestir leikskólar taka hins vegar við börnum frá tveggja ára aldri og því myndast a.m.k. 15 mánaða tímabil sem foreldrar þurfa að brúa með einhverjum hætti. Á þessu tímabili leita margar fjölskyldur til dagforeldra. Slík þjónusta er hins vegar dýr og getur einn mánuður fyrir eitt barn kostað allt að 50.000 krónur.

Nýlega stefndi í að þessi þjónusta yrði enn dýrari en nýr félagsmálaráðherra ætlaði þá að takmarka tekjumöguleika dagforeldra um 20% með því að fækka leyfilegum börnum hjá hverju dagforeldri úr fimm börn í fjögur börn. Sem betur fer sá félagsmálaráðuneytið að sér og hefur lagt þau áform á hilluna, en þó aðeins tímabundið. Tekjuskerðing dagforeldra er því enn yfirvofandi.

Á meðan leikskólar eru ekki fleiri en raun ber vitni er þjónusta dagforeldra mjög nauðsynleg. Það á að sjálfsögðu að vera markmið hvers sveitarfélag að tryggja hverju barni vist á leikskóla frá 9 mánaða aldri kjósi foreldrar svo. Eftirspurn eftir slíkri þjónustu er svo sannarlega til staðar.

Það á svo að vera hlutverk almannavaldins að greiða kostnað við leikskóla.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband