Ár Þýskalands framundan

Nú er ár liðið síðan Angela Merkel varð kanslari. Við það urðu tímamót í sögu Þýsklands. Ekki nóg með að hún hafi orðið fyrsti kvenkyns kanslari Þýskalands heldur varð hún einnig sá fyrsti sem kom frá fyrrverandi Austur-Þýskalandi. Þá er hún sömuleiðis yngsti kanslarinn í sögu landsins og örugglega eini þjóðarleiðtoginn sem flytur vikulegt ávarp í gegnum vídeóblogg. Það hafa hins vegar verið erfiðir tímar í Þýskalandi undanfarin áratug. Efnahagskerfið hefur ekki tekið við sér og almenna mýtan segir að þýska hagkerfið sé ósveigjanlegt og þunglamalegt.

En nú stefnir í bjartari tíma. Efnahagurinn er að taka við sér og atvinnuleysi hefur verið að minnka. Þrátt fyrir það, og þrátt fyrir mjög vel heppnaða heimsmeistarakeppni í fótbolta, hafa vinsældir Merkel farið dvínandi en stuttu eftir valdatökuna mældist hún gríðarlega vinsæl á meðal þýsks almennings. Merkel er sögð vera óspennandi karakter sem kemur embættismannalega út. Og það vill þýskur almenningur ekki sjá þessa dagana. Sömuleiðis hafa tilraunir hennar til að vingast við ríkisstjórn Bush verið umdeildar. Bættar horfur í efnahagslífinu hlýtur þó að skila henni meira fylgi þegar fram líða stundir.

En næsta ár gæti verið árið hennar Merkel og í raun Þýskalands. Því á næsta ári mun Þýskaland bæði vera í forystu hjá Evrópusambandinu og hjá G8 þjóðunum. Þá verður einstakt tækifæri fyrir Merkel að njóta sviðsljóssins og setja Þýskaland í forgrunn alþjóðastjórnmála með jákvæðum hætti.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband