Af hverju er matvælaverð svo hátt?

Undanfarin misseri hefur Samfylkingin verið í fararbroddi í umræðu um lækkun matvælaverðs á Íslandi. Samfylkingin hefur lagt áherslu á að stuðla að því að matvælaverð lækki hérlendis og ítrekað lagt fram þingmál á Alþingi sem lúta að lækkun matvælaverðs.

Stjórnarflokkarnir hafa hins vegar fellt þær tillögur. Nýjustu viðbrögð ríkisstjórnarinnar við háu matvælaverði eru svo þau að skipa nefnd til þess að kanna matvælaverðið!
Mesta hækkunin á Íslandi frá 1995
Fjölmargar skýrslur og úttektir á orsökum hás matvælaverðs á Íslandi liggja hins vegar fyrir. Samkvæmt svari forsætisráðherra við fyrirspurn þingmanna Samfylkingarinnar frá árinu 2001 hækkaði matvælaverð á Íslandi mest af öllum Norðurlöndunum frá árinu 1995 þegar þessi ríkisstjórn tók við völdum.

Það var svo að frumkvæði þingmanna Samfylkingarinnar að Hagstofa Íslands gerði skýrslu um samanburð á matvælaverði milli Íslands og ríkja Evrópu árið 2002. Í skýrslunni kemur fram að matvælaverð á Íslandi er að meðaltali um 50% hærra en í ESB ríkjunum og talsvert hærra en í hinum Norðurlöndunum. Öllum má vera ljóst að almenning munar um þessar upphæðir.
Í skýrslunni er einnig greint frá því að að ríkidæmi þjóða útskýrir ekki að öllu leyti þennan mikla verðmun, enda eru margar af þessum samanburðarþjóðum ríkari þjóðir en Ísland.
Orsakir hás matvælaverðs ljósar
Í svörum þriggja ráðherra við fyrirspurnum þingmanna Samfylkingarinnar síðastliðinn vetur kom fram að ekki hefur verið brugðist við þeim ábendingum sem er að finna í skýrslunni um leiðir til lækkunar á matvælaverði. Í skýrslu frá Samkeppniseftirlitinu frá 2005 kemur fram að matvælaverð er 42% hærra hér á landi en annars staðar í Evrópu. Þar kemur fram að orsakir hins geysiháa matvælaverðs hér á landi sé ekki hægt að rekja til hærri flutningskostnaðar nema að litlu leyti.

Einnig má benda á gagnlega skýrslu frá Rannsóknarsetri verslunarinnar og á skýrslu Rannsóknarmiðstöðvar um samfélags- og efnahagsmál um orsakir á háu matvælaverði ásamt fjölmörgum könnunum Neytendasamtakanna. Það er því ljóst að verðmunurinn og ástæður hans hafa verið rækilega kannaðar af ýmsum fagaðilum.
Enn ein nefndin
Það blasir því við að það er algjörlega óþarft hjá ríkisstjórninni að skipa nefnd til þess að kanna matvælaverð hérlendis. Ítarlegar skýrslur og gögn um hið háa matvælaverð liggja nú þegar fyrir. Enn ein nefndin er ekki lausnin. Það vantar einfaldlega aðgerðir.
Leiðirnar sem unnt er að fara til þess að stuðla að lægra matvælaverði liggja sömuleiðis nú þegar fyrir og virðast öllum ljósar nema ríkisstjórnarflokkunum, sem nú vilja setja vandamálið í nefnd.

Ef ríkisstjórnin hefur áhuga á því að stuðla að lægra matvælaverði ætti hún að endurskoða vörugjöld og tolla, lækka virðisaukaskatt af matvælum, auka samkeppniseftirlit og draga úr innflutningshömlum. Ríkisstjórnin hefur hins vegar valið aðra leið. Hún skipaði nefnd.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband