Framboð til varaformanns Samfylkingarinnar

Ég hef nú boðið mig fram til embættis varaformanns Samfylkingarinnar sem kosið verður í á landsfundi flokksins sem haldinn verður 20.-22. maí næstkomandi.
Helstu áherslur
Ég tel rétt að ný kynslóð eignist fulltrúa í forystusveit Samfylkingarinnar, flokks þar sem hagsmunir fjölskyldufólks eru í öndvegi. Rúmur helmingur Íslendinga er undir 35 ára aldri og það er mikilvægt fyrir Samfylkinguna að a.m.k. einn einstaklingur á þeim aldri sé þar í fremstu röð. Einnig er æskilegt að þar sé að finna fulltrúa þeirrar kynslóðar sem hefur starfað allan sinn pólitíska feril innan Samfylkingarinnar.

Hlutverk varaformanns er ekki hvað síst að halda utan um innra starf í flokknum. Ég vil efla innra starf Samfylkingarinnar, meðal annars með því að styrkja starf aðildarfélaga með sérstökum starfsmanni í þeirra þágu og með því að tryggja að flokkurinn verði með öfluga skrifstofu í öllum kjördæmum.

Á undanförnum árum hef ég tekið virkan þátt í innra starfi Samfylkingarinnar og hef þannig kynnst af eigin raun hversu mikilvægt það er fyrir vöxt og viðgang flokksins. Meðal annars hef ég leitt fjölmarga fundi og ráðstefnur á vegum heilbrigðishóps flokksins og stuðlað að stofnun samtakanna Jafnaðarmenn í atvinnurekstri. Þá má nefna að virkum undirfélögum Ungra jafnaðarmanna fjölgaði úr 3 í 11 um allt land meðan ég var formaður samtakanna.

Lykilatriði í því að innra starfið í Samfylkingunni standi í blóma er að þar sé jafnræðis og jafnréttis hvarvetna gætt – hvort sem um er að ræða milli kynja, aldurshópa eða landshluta.

Mikilvægasta verkefni flokksins þessi misserin er að undirbúa næstu sveitarstjórnarkosningar af kostgæfni. Góður kosningasigur um allt land 2006 er mikilvægur áfangi á leið til sigurs í næstu alþingiskosningum sem svo aftur tryggir að Samfylkingin verði í forystu næstu ríkisstjórnar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband