180 dauðsföll á LSH í fyrra vegna mistaka?

Ef tíðni mistaka í heilbrigðiskerfinu hér á landi er svipuð og rannsóknir sýna að hún sé víða erlendis má ætla að um 180 dauðsföll hafi verið á Landspítala-háskólasjúkrahúsi vegna mistaka og óhappa árið 2005. Þar af hefði mátt koma í veg fyrir um 90 þessara dauðsfalla. Landlæknir hefur bent á erlendar rannsóknir sem sýna þetta hlutfall mistaka erlendis og samkvæmt þeirri tölfræði má ætla að um 3.000 óhöpp eða misfellur hafi átt sér stað á Landspítalanum í fyrra. Þar af hafi 600 þessara óhappa hafi verið alvarleg.
Rannsóknar er þörf
Þetta eru ótrúlegar tölur. Á móti hefur verið bent á framúrskarandi starfsfólk í heilbrigðiskerfinu og skiptir það án efa miklu máli fyrir öryggi sjúklinga. En ekki er hægt að fullyrða, án rannsókna, að sá veruleiki sem er margstaðfestur erlendis eigi ekki við Ísland. Þótt margs konar eftirlit sé til staðar í heilbrigðiskerfinu bæði af hálfu viðkomandi stofnunar og af hálfu embættis Landlæknis eru heilstæðar upplýsingar um mistök í íslenska heilbrigðiskerfinu ekki til. Landlæknir hefur hvatt til slíkrar rannsóknar.
Ég hef því lagt fram þingmál á Alþingi um að úttekt verði gerð á öryggi og mistökum í heilbrigðiskerfinu og leiðir til úrbóta skoðaðar.

Ástæður mistaka í heilbrigðiskerfinu
Tilgangur slíkrar rannsóknar er ekki að finna sökudólga heldur að afla upplýsinga um hugsanleg mistök í heilbrigðiskerfinu og velta upp leiðum til að koma í veg fyrir þau.

Ástæður fyrir mistökum í heilbrigðiskerfinu geta verið margs konar. Má þar nefna manneklu, slítandi starfsumhverfi, kerfisgalla, aðgengi að þjónustu, flóknar kringumstæður, aukaverkanir viðeigandi meðferðar, röng meðferð, ónóg þekking, samskiptaskortur, skortur á dómgreind og jafnvel óheppni.

Landlæknir hefur bent á að þeir hópar sem helst eru líklegir til lenda í mistökum eða óhöppum í heilbrigðiskerfinu eru sjúklingar með flókin vandamál, sjúklingar á bráðamóttöku, hjarta- og æðaskurðsjúklingar, heilaskurðsjúklingar, aldraðir sjúklingar og sjúklingar í höndum óreyndra lækna.
Hægt er að sjá þingmálið í heild sinni á http://www.althingi.is/altext/132/s/1197.html

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband