Fyrning kynferðisafbrota gegn börnum

Nýfallinn dómur í kynferðisafbrotamáli gegn stúlkubarni þar sem sýknað var á grundvelli fyrningar hefur vakið upp eðlilega umræðu. Án þess að ætla að fjalla um efnisatriði málsins eða um ábyrgð rannsóknaraðila í málinu vekur dómurinn upp spurningar um fyrningu slíkra brota.
Hugtakið fyrning í refsirétti felur í sér að réttur ríkisvaldsins til að koma fram refsingu eða öðrum viðurlögum fellur niður að ákveðnum tíma liðnum. Fyrning getur verið af tvennum toga, fyrning sakar annars vegar og hins vegar fyrning refsingar.
Sérstakt eðli þessara brota
Í núverandi refsilöggjöf fer lengd fyrningarfrests eftir lengd hámarksrefsingar sem lögð er við viðkomandi broti. Aðeins þeir glæpir þar sem hámarksrefsing er ævilangt fangelsi fyrnast aldrei. Þetta eru manndráp, mannrán, ítrekuð rán, landráð, uppreisn gegn stjórnskipun ríkisins, árás á Alþingi, æðstu stjórnvöld, Hæstarétt eða landsdóm.
Til eru margs konar röksemdir fyrir reglum um fyrningu, s.s. hagkvæmis- og ásamt sanngirnisrökum auk þess sem að það liggur í hlutarins eðli að erfiðara verður að sanna brot eftir því sem lengri tími frá framningu þess.
Kynferðisafbrot gegn börnum eru í eðli sínu ólík öðrum ofbeldisbrotum. Fórnarlambið er iðulega ekki í neinni aðstöðu til að skynja hið ranga í því atferli sem stundað er gegn því né þekkir það leiðir til að lausna undan oki gerandans. Það áttar sig e.t.v. ekki fyrr en mörgum árum seinna á að brotið hafi verið gegn því eða það bælir minninguna um glæpinn niður í einhver ár og jafnvel telur sig eiga sjálf sök á því hvernig komið er. Þess vegna geta liðið mörg ár og jafnvel áratugir frá því kæra er lögð fram í slíkum málum. Á því gerandinn ekki að hagnast.
Meiri réttur barna í nágrannalöndunum
Þess vegna má með góðum rökum komast að þeirri niðurstöðu að rangt sé kynferðisbrot gegn börnum geti fyrnst. Vegna eðli og sérstöðu þessara brota verður að telja að með fyrningarfresti á slíkum brotum sé börnum ekki tryggð nægjanleg vernd og réttlæti samkvæmt lögum.
Í Danmörku og í Noregi byrjar fyrningarfrestur að líða frá 18 ára aldri en hér á landi hefst hann við 14 ára aldur. Það gengur ekki að börn á Íslandi njóti a.m.k. ekki sömu fyrningarfresta og í nágrannalöndunum. Helst ættum við að afnema fyrningarfrest vegna kynferðisafbrota gegn börnum með öllu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband