21.1.2003 | 13:23
Jafnrétti er grundvöllur heilbrigðs samfélags
Jafnréttismál eru eðli máls samkvæmt mjög ofarlega í huga Ungra jafnaðarmanna enda byggir stefna þeirra á jöfnuði manna og jöfnum tækifærum fólks, karla og kvenna, til að lifa lífi sínu á sómasamlegan hátt. Margt hefur áunnist í jafnréttisbaráttu kvenna en þó blasir við að enn er langt í land.
Útrýma þarf launamuni kynjanna
Ungir jafnaðarmenn munu aldrei geta fellt sig við óútskýrðan launamun kynjanna og neita að líta svo að tíminn einn og sér geti og muni jafna stöðu karla og kvenna á atvinnumarkaði. Það hlýtur að teljast eitt mesta baráttumál í jafnréttisbaráttunni að útrýma þeim kynbundna launamun sem ítrekaðar kannanir sýna að er til staðar- þó hægt sé að deila um hve mikill hann er. Þetta misrétti er eitt það alvarlegasta sem blasir við íslensku samfélagi. Veruleiki íslensks samfélags endurspeglar því miður ekki fullt jafnrétti kynjanna. Og því þarf að grípa til aðgerða. Sagan sýnir klárlega að staða kynjanna verður ekki jöfn með því einu að bíða, það þarf aðgerðir. Ungir jafnaðarmenn vilja að sjónarmið jafnréttis verði samþætt inn í alla stefnumótun og ákvarðanatöku ríkis og sveitafélaga.
Fæðingarorlof feðra er skref í rétta átt
Ástæða er til að hrósa fyrir það sem vel er gert og ríkisstjórnin getur verið ánægð með fæðingarorlofslögin sem gengu endanlega í gildi nú um áramótin. Þau lög hafa margt jákvætt í för með sér og sumir hafa litið svo á að þau séu hreinlega jafnréttislög. Undir það má að mörgu leyti taka, þar sem lögin munu vafalítið stuðla að jöfnum launum karla og kvenna fyrir sömu vinnu, enda eru karlmenn ekki ,,verðmætari" starfskraftur þegar jafnmiklar líkur eru til þess að þeir hverfi um stundarsakir úr vinnu vegna fæðingarorlofs. Ungir jafnaðarmenn fagna jafnari stöðu kynjanna á vinnumarkaði með þeirri tryggingu sem felst í jöfnum rétti foreldra til töku fæðingarorlofs.
Lögin eru jafnframt mikið réttlætismál og framfaraskref fyrir unga feður sem fram að þessu hafa þurft að búa við þann veruleika að geta ekki verið í jafnmiklum samvistum við börn sín á fyrstu mánuðum ævinnar og mæður. Um kostnaðinn sem Ungir sjálfstæðismenn hafa gagnrýnt svo mjög er það að segja að kostnaðurinn við fæðingarorlof hefur eflaust ætíð verið til staðar. Konur hafa hins vegar þurft að bera hann einar fram að þessu. Konum er nú loks gert kleift að keppa á jafnréttisgrundvelli við karlmenn á vinnumarkaði og karlmönnum er gert mögulegt að taka fullan þátt í uppeldi barna sinna.
Með jöfnum rétti kynjanna til töku fæðingarorlofs er nú fyrst kominn grunnur að því að konur og karlar standi jafnvíg á bæði atvinnumarkaði og innan heimilisins. Þá er það tvímælalaust í hag barnsins að fá tækifæri til að umgangast báða foreldra sína.
Ungir jafnaðarmenn vilja að sjálfstæður réttur foreldris til fæðingarorlofs sé lengdur í 6 mánuði og að hinn deilanlegi réttur verði einnig lengdur í 6 mánuði. Það er einnig fróðlegt rannsóknarefni hvort úrskurðir og dómar í forsjármálum kunni að taka mið af breyttum raunveruleika, hvort staða feðra geti styrkst í slíkum málum eftir að hafa tekið fæðingarorlof, dvalið heima hjá barni sínu og þar af leiðandi orðið virkari þátttakendur í lífi og uppeldi barna sinna.
Skilningsleysi gagnvart jafnréttismálum
Ljóst er að jafnréttismál eru neðarlega á verkefnalista ríkisstjórnarinnar. Og það stafar frekar af skilningsleysi heldur en af þeirri staðreynd að ríkisstjórnin sinni málaflokknum ekki viljandi vits. Þetta skilningsleysi stafar eflaust af rýrum hlut kvenna í ríkisstjórn, sem þó er betri en áður. Sé litið til stefnu stjórnmálaflokka mætti eflaust komast að þeirri niðurstöðu að jafnréttismál væri nokkuð ofarlega á baugi í flestum flokkum. Sé hins vegar litið til áherslna í starfi og stefnu, kynjahlutfalla í flokkunum og til þess hvernig raðað er á lista fyrir næstu Alþingiskosningar blasir annar raunveruleiki við. Prófkjör Sjálfstæðismanna í Reykjavík sýndi bágborna stöðu kvenna innan flokksins og allt tal um að Sjálfstæðismenn séu komnir á næsta stig jafnréttisbaráttunnar, þar sem talað er um einstaklinga óháð kynferði er hlægilegur. Sá málflutningur er í engu samræmi við þá stöðu sem konur innan Sjálfstæðisflokksins búa við og er í engu samræmi við hlutfall kvenna í stjórnmálum almennt. Það er ástæða til að hvetja konur til frekari þátttöku í stjórnmálum og það verður ekki gert á þennan hátt. Aðrir flokkar búa við betri stöðu og nú blasir við sögulegt tækifæri- tækifæri til að gera Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur að forsætisráðherra, fyrst allra kvenna.
Útrýma þarf launamuni kynjanna
Ungir jafnaðarmenn munu aldrei geta fellt sig við óútskýrðan launamun kynjanna og neita að líta svo að tíminn einn og sér geti og muni jafna stöðu karla og kvenna á atvinnumarkaði. Það hlýtur að teljast eitt mesta baráttumál í jafnréttisbaráttunni að útrýma þeim kynbundna launamun sem ítrekaðar kannanir sýna að er til staðar- þó hægt sé að deila um hve mikill hann er. Þetta misrétti er eitt það alvarlegasta sem blasir við íslensku samfélagi. Veruleiki íslensks samfélags endurspeglar því miður ekki fullt jafnrétti kynjanna. Og því þarf að grípa til aðgerða. Sagan sýnir klárlega að staða kynjanna verður ekki jöfn með því einu að bíða, það þarf aðgerðir. Ungir jafnaðarmenn vilja að sjónarmið jafnréttis verði samþætt inn í alla stefnumótun og ákvarðanatöku ríkis og sveitafélaga.
Fæðingarorlof feðra er skref í rétta átt
Ástæða er til að hrósa fyrir það sem vel er gert og ríkisstjórnin getur verið ánægð með fæðingarorlofslögin sem gengu endanlega í gildi nú um áramótin. Þau lög hafa margt jákvætt í för með sér og sumir hafa litið svo á að þau séu hreinlega jafnréttislög. Undir það má að mörgu leyti taka, þar sem lögin munu vafalítið stuðla að jöfnum launum karla og kvenna fyrir sömu vinnu, enda eru karlmenn ekki ,,verðmætari" starfskraftur þegar jafnmiklar líkur eru til þess að þeir hverfi um stundarsakir úr vinnu vegna fæðingarorlofs. Ungir jafnaðarmenn fagna jafnari stöðu kynjanna á vinnumarkaði með þeirri tryggingu sem felst í jöfnum rétti foreldra til töku fæðingarorlofs.
Lögin eru jafnframt mikið réttlætismál og framfaraskref fyrir unga feður sem fram að þessu hafa þurft að búa við þann veruleika að geta ekki verið í jafnmiklum samvistum við börn sín á fyrstu mánuðum ævinnar og mæður. Um kostnaðinn sem Ungir sjálfstæðismenn hafa gagnrýnt svo mjög er það að segja að kostnaðurinn við fæðingarorlof hefur eflaust ætíð verið til staðar. Konur hafa hins vegar þurft að bera hann einar fram að þessu. Konum er nú loks gert kleift að keppa á jafnréttisgrundvelli við karlmenn á vinnumarkaði og karlmönnum er gert mögulegt að taka fullan þátt í uppeldi barna sinna.
Með jöfnum rétti kynjanna til töku fæðingarorlofs er nú fyrst kominn grunnur að því að konur og karlar standi jafnvíg á bæði atvinnumarkaði og innan heimilisins. Þá er það tvímælalaust í hag barnsins að fá tækifæri til að umgangast báða foreldra sína.
Ungir jafnaðarmenn vilja að sjálfstæður réttur foreldris til fæðingarorlofs sé lengdur í 6 mánuði og að hinn deilanlegi réttur verði einnig lengdur í 6 mánuði. Það er einnig fróðlegt rannsóknarefni hvort úrskurðir og dómar í forsjármálum kunni að taka mið af breyttum raunveruleika, hvort staða feðra geti styrkst í slíkum málum eftir að hafa tekið fæðingarorlof, dvalið heima hjá barni sínu og þar af leiðandi orðið virkari þátttakendur í lífi og uppeldi barna sinna.
Skilningsleysi gagnvart jafnréttismálum
Ljóst er að jafnréttismál eru neðarlega á verkefnalista ríkisstjórnarinnar. Og það stafar frekar af skilningsleysi heldur en af þeirri staðreynd að ríkisstjórnin sinni málaflokknum ekki viljandi vits. Þetta skilningsleysi stafar eflaust af rýrum hlut kvenna í ríkisstjórn, sem þó er betri en áður. Sé litið til stefnu stjórnmálaflokka mætti eflaust komast að þeirri niðurstöðu að jafnréttismál væri nokkuð ofarlega á baugi í flestum flokkum. Sé hins vegar litið til áherslna í starfi og stefnu, kynjahlutfalla í flokkunum og til þess hvernig raðað er á lista fyrir næstu Alþingiskosningar blasir annar raunveruleiki við. Prófkjör Sjálfstæðismanna í Reykjavík sýndi bágborna stöðu kvenna innan flokksins og allt tal um að Sjálfstæðismenn séu komnir á næsta stig jafnréttisbaráttunnar, þar sem talað er um einstaklinga óháð kynferði er hlægilegur. Sá málflutningur er í engu samræmi við þá stöðu sem konur innan Sjálfstæðisflokksins búa við og er í engu samræmi við hlutfall kvenna í stjórnmálum almennt. Það er ástæða til að hvetja konur til frekari þátttöku í stjórnmálum og það verður ekki gert á þennan hátt. Aðrir flokkar búa við betri stöðu og nú blasir við sögulegt tækifæri- tækifæri til að gera Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur að forsætisráðherra, fyrst allra kvenna.
Breytt 12.2.2007 kl. 14:53 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Málin mín á Alþingi
- Afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum
- Óháðar rannsóknarnefndir
- Lögfesting Barnasáttmála
- Löggjöf um heimilisofbeldi
- Auglýsingar heilbrigðisstétta
- Sérdeild fyrir unga fanga
- Vernd heimildarmanna fjölmiðla
- Líffæragjafir í ökuskírteinum einstaklinga
- Rannsaka þunglyndi eldri borgara
- Sendiráð ESB á Íslandi
- Mistök í heilbrigðiskerfinu
- Fleiri þingmál
Eldri færslur
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004
- September 2004
- Ágúst 2004
- Júlí 2004
- Júní 2004
- Maí 2004
- Apríl 2004
- Mars 2004
- Febrúar 2004
- Janúar 2004
- Desember 2003
- Nóvember 2003
- Október 2003
- September 2003
- Ágúst 2003
- Júlí 2003
- Júní 2003
- Maí 2003
- Apríl 2003
- Mars 2003
- Febrúar 2003
- Janúar 2003
- Nóvember 2002
- Október 2002
Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan.
Fólk
- - -
-
Litla fjölskyldan
Breiðfylking jafnaðarmanna
Mikilvægar stofnanir
Hagfræðin
-
Joseph Stiglitz
-
John Kay
-
Paul Krugman
-
Þorvaldur Gylfason
-
Ásgeir Jónsson
-
Tímaritið Economist
-
Seðlabanki Íslands
-
Rannsóknarmiðstöð um efnahagsmál
-
Ríkiskassinn
-
Hagstofan
Lögfræðin
Atvinnulífið
-
Alþýðusambandið
-
Viðskiptaráð Íslands
-
Samtök atvinnulífsins
-
Samtök iðnaðarins
-
Félag kvenna í atvinnurekstri
-
Samtök sprotafyrirtækja
-
Félag íslenskra stórkaupmanna
-
Samtök verslunar og þjónustu
-
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
-
Impra nýsköpunarmiðstöð
Evrópusamstarf
Hjartans mál
Bloggvinir
- almapalma
- andri
- husmodirivesturbaenum
- arnalara
- ahi
- gusti-kr-ingur
- alfheidur
- arniarna
- asarich
- astan
- heilbrigd-skynsemi
- baldurkr
- bardurih
- kaffi
- bjarnihardar
- masterbenedict
- bleikaeldingin
- salkaforlag
- bryndisfridgeirs
- calvin
- charliekart
- rustikus
- dagga
- deiglan
- dofri
- egill75
- egillg
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- ernafr
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- vinursolons
- ea
- fanney
- arnaeinars
- gesturgudjonsson
- gislihjalmar
- grumpa
- gudni-is
- gudbjorgim
- gudfinnur
- mosi
- gummiogragga
- orri
- gudridur
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- coke
- gunnlaugurstefan
- gylfigisla
- holi
- hallurg
- handtoskuserian
- smali
- hannesjonsson
- hhbe
- haukurn
- heidistrand
- heidathord
- latur
- hlf
- tofraljos
- hildajana
- hildurhelgas
- hinrik
- kjarninn
- hlekkur
- hrafnhildurolof
- hrannarb
- hreinsi
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hoskuldur
- hoskisaem
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- jara
- iagustsson
- ingo
- id
- jensgud
- jenni-1001
- joik7
- johannst
- skallinn
- joneinar
- joningic
- joninaros
- drhook
- jonthorolafsson
- juliaemm
- julli
- juliusvalsson
- komment
- killerjoe
- hjolaferd
- kjoneden
- kiddirokk
- kristjanmoller
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- presleifur
- korntop
- matti-matt
- mortenl
- olimikka
- omarminn
- pallieinars
- pallkvaran
- pallijoh
- palmig
- robertb
- salvor
- xsnv
- fjola
- sigfus
- siggikaiser
- sigurjonsigurdsson
- stebbifr
- fletcher
- steindorgretar
- ses
- pandora
- kosningar
- svanurmd
- svenni
- saethorhelgi
- sollikalli
- thelmaasdisar
- tidarandinn
- tommi
- unnar96
- sverdkottur
- valdisa
- overmaster
- valgerdurhalldorsdottir
- valsarinn
- vefritid
- vestfirdir
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- steinibriem
- skrifa
- thordistinna
- thorirallajoa
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning