Bandaríkin kjósa

Nú styttist í bandarísku þingkosningarnar og að vanda virðist ýmislegt vera í gangi. Hefðbundnar neikvæðar auglýsingar svokallaðra stuðningshópa tröllríða nú bandarískum fjölmiðlum. Og frambjóðendurnir keppast við að afneita þessum auglýsingum með mistrúverðugum hætti. Mestu smáatriði virðast einnig ná miklu flugi í baráttunni, hvort sem það er slappur brandari hjá John Kerry eða dónalegir tölvupóstar dómgreindarlítils þingmanns. Útlit er fyrir að ótrúlega klaufsk ummæli Kerry muni hafa alvarlegar af afleiðingar í för með sér. Það er margt sem kæmi spánskt fyrir sjónir ef það væri sett í íslenskt samhengi og má þar t.d. nefna heit°kosningamál eins og fóstureyðingar, byssulöggjöf, stofnfrumurannsóknir, framhjáhöld frambjóðenda o.s.frv.
Maður á mann
Hins vegar er einnig sumt líkt með kosningum hvort sem þær eiga sér stað í Bandaríkjunum eða á Íslandi. Í síðustu forsetakosningum var ég staddur í Boston sem er heimabær John Kerry. Þar heimsótti ég kosningaskrifstofu hans þar sem baráttan var á fullum krafti. Það sem kom mér einna mest á óvart við kosningavinnuna þar var að meira að segja bandarísku forsetakosningar snúast um maður-á-mann taktík. Það er að segja að símtöl fólks til vini, ættingja, nágranna og vinnufélaga voru talin lykillinn að góðum sigri að sögn kosningasérfræðinganna á staðnum. Ef slík vinna skilar árangri í Bandaríkjunum þá getur fólk rétt svo ímyndað sér hvað árangri slík vinna skilar hér á landi.
Farsi og sjarmi
Það er alltaf viss sjarmi við bandarísku kosningarnar. Bandarísku spjallþættirnir um kosningarnar eru hrein unun að horfa á og jafnast á við góðan skemmtiþátt. Kappræðurnar er þrúgnar spennu og fjölmiðlaumfjöllunin verður oft farsakennt. Þetta er skemmtilegur tími fyrir kosningafíkla eins og flestir stjórnmálamenn eru. Síðan má hiklaust mæla með þeim kvikmyndum sem fjalla um kosningaumhverfið þar í landi. Má þar nefna Election og Primary Colors þótt þær sé afskaplega ólíkar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband