Tækifæri í ellefu ár

Í orði kveðnu taka flestir undir mikilvægi menntunar og að hana beri að setja í forgang. En er í raun einhugur um þetta markmið?
Þegar litið er til þess hvaða sess menntamál skipa þarf fyrst að gera greinarmun á því menntakerfi sem sveitarfélögin reka í gegnum grunnskólana annars vegar og hins vegar því sem ríkið rekur í gegnum framhaldsskólana og háskólana. Framlög sveitarfélaga í grunnskólana eru með því hæsta sem þekkist í heiminum og mikilvægt er að halda þeim góða árangri til haga. Jafnaðarmenn hafa leitt uppbyggingu flestra grunnskóla landsins með auknum fjárfestingum undanfarinn áratug, ekki síst í Reykjavík og í Hafnarfirði.

Sé hins vegar litið til fjárfestinga ríkisins í skólastigin sem hún rekur, þ.e. framhalds- og háskólana, kemur aftur á móti í ljós að Ísland er fyrir neðan meðaltal OECD þjóðanna. Skólagjöld við Háskóla Íslands hafa verið hækkuð jafnt og þétt og Háskólabókasafnið býr við lakan kost.

Sömuleiðis gerist nú í fyrsta sinn að nemendur geta ekki treyst því að komast í þá skóla sem þeir kjósa. Sú fjármagnsaukning sem hefur fengist í Háskóla Íslands undanfarin ár hefur ekki haldið í við fjölgun nemenda.
Stúdentar við Háskóla Íslands standa nú fyrir svokölluðum meðmælum með menntun sem m.a. felast í því að koma háskólamenntun á stefnuskrár flokkanna fyrir komandi kosningar. Þetta er gott og þarft framtak.

En ástæða er til að benda á að ríkisstjórnin hefur haft undanfarin 11 ár til að koma fram með metnaðarfyllri áform í menntamálum. Árangur ríkisstjórnarinnar hefur ekki verið sem skyldi sérstaklega varðandi háskólana og ekki er unnt að halda því fram að menntamál hafi verið í forgangi hjá ríkisstjórninni.

Samhliða blasir árangur jafnaðarmanna við hvað varðar grunnskólastigið. Samfylkingin hefur á þingi lagt fram metnaðarfull þingmál sem gera ráð fyrir stórauknum fjárfestingum í menntamál. Með þeim verður unnt að ná fram markmiðum háskólastúdenta um þekkingarþjóðfélag, nýsköpun og jafnrétti til náms.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband