Vilji er allt sem þarf

Vilji er allt sem þarf er yfirskrift fundar sem AFA, aðstandafélag aldraða, heldur á laugardaginn í Háskólabíó um málefni eldri borgara. Þetta er hárrétt yfirskrift þar sem eina sem vantar í málefnum eldri borgara er pólitískur vilji. Lausnir blasa við og margar þeirra eru ekki svo dýrar. Sumar þeirra eru meira að segja ódýrari fyrir hið opinbera heldur en það sem núverandi ástand kostar. Eitt dæmi um slíkt eru þeir eldri borgarar sem nú neyðast til að búa á Landspítalanum. Talið er að um 100 manns séu nú á spítalnum án þess að þurfa þess, sumir þeirra eru á spítalanum mánuðum saman og dæmi er um einstaklinga sem hafa verið á Landspítalanum í meira en ár. Þessir einstaklingar hafa einfaldlega ekki önnur búsetuúrræði. Það segir sig sjálft að hvert rúm á sjúkrahúsi er margfalt dýrara en rúm á hjúkrunarheimili, fyrir utan það að þjónustan við viðkomandi væri miklu betri á hjúkrunarheimili heldur en á hátæknisjúkrahúsi.
Annað dæmi eru hinar harkalegu skerðingarreglur sem eldri borgara búa við. Ef sett yrði frítekjumark í anda þess sem við viljum, upp á 75.000 kr. á mánuði, gætu þeir eldri borgara sem það kjósa unnið lengur og á sama tíma fengjust fleiri krónur í ríkiskassann vegna skatta á aukinni vinnu viðkomandi.
Þriðja dæmið er heimahjúkrunin. Hér á landi er heimahjúkrun talsvert lakari en gerist á hinum Norðurlöndunum. Ef heimahjúkrun yrði eflt hér á landi gæti fólk dvalið lengur heima hjá sér og hið opinbera myndi spara stórfé í hinum dýrari úrræðum.
Þetta eru því lausnir við vanda eldri borgara sem borga sig fyrir hið opinbera að ráðst í. En það er fyrir utan hið augljósa að þjónustan og kjör eldri borgara myndu batna til muna og það ætti nú að vera nægilegt markmið í sjálfu sér.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband