21.4.2006 | 14:58
9.000 börn ekki til tannlæknis undanfarin 3 ár
Í nýlegu svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn minni á Alþingi um ferðir barna til tannlækna kemur margt fróðlegt í ljós.
Þar kemur fram að tæp 2.000 börn, 6 ára og eldri, hafa aldrei farið til tannlæknis. Tæplega 9.000 börn hafa ekki farið til tannlæknis síðastliðin þrjú ár og um 12.000 börn hafa ekki farið til tannlæknis undanfarin tvö ár. Tæp 35.000 börn hafa ekki farið til tannlæknis í eitt ár. Séu yngstu börnin tekin frá þá er fjöldi þessara barna tæp 23.000.
Þetta eru sláandi tölur, sérstaklega í ljósi þess að mælt er með að börn fari a.m.k. tvisvar á ári til tannlæknis.
Tæp 1.000 börn á aldrinum 9-18 ára hafa aldrei farið til tannlæknis
Séu einstakir aldursflokkar skoðaðir þá kemur sömuleiðis margt áhugavert í ljós. Tæplega þúsund 9-18 ára gömul börn hafa aldrei farið til tannlæknis og þar af hafa rúmlega 400 þeirra á aldrinum 15-18 ára aldrei farið til tannlæknis.
1.350 börn á aldursbilinu 9-18 ára hafa ekki farið til tannlæknis undanfarin 5 ár og rúmlega þúsund þeirra voru á aldrinum 12-18 ára. Tæp 3.000 börn á aldrinum 9-18 ára fóru ekki til tannlæknis undanfarin 3 ár. Rúm 5.000 börn á þessu aldursbili fengu ekki tannlæknaþjónustu síðastliðin 2 ár.
Efnahagur foreldra hefur áhrif
Það á ekki að hunsa þessi þúsundir barna sem ekki fá nauðsynlega tannlæknaþjónustu. Án efa hefur efnahagur foreldra áhrif á ferðir barna til tannlækna. Þrátt fyrir að hið opinbera niðurgreiði tannlæknaþjónustu barna þá er ljóst að sú niðurgreiðsla er einungis hluti af þeim kostnaði sem hlýst af vegna heimsókna barna til tannlæknis.
Tryggingastofnun ríkisins miðar við að greiða 75% kostnaðar við tannlækningar barna en þetta hlutfall er eingöngu miðað við gjaldskrá sem heilbrigðisráðherra gefur út. Þessi gjaldskrá ráðherrans er hins vegar einungis það verð sem hið opinbera er tilbúið að niðurgreiða tannlæknaþjónustu barna. Það er ekki endilega í samræmi við þann kostnað sem foreldrar verða fyrir.
Tvöfald kerfi
Verðlagning tannlækna er frjáls sem þýðir að tannlæknum er frjálst að verðleggja þjónustu sína í samræmi við eigin forsendur og mega ekki hafa samráð. Tannlæknar hafa ítrekað bent á að gjaldskrá ráðherra sé ekki samræmi við kostnaðinn sem hlýst af því að veita þjónustuna. Ef gjaldskrá tannlæknis er hærri en gjaldskrá ráðherra, sem hún oft er, þá greiða foreldrar mismuninn. Hlutur foreldra í kostnaði vegna tannlæknaþjónustu barna sinna getur því verið talsvert hærri í raunveruleikanum en sem nemur 25%.
Þetta kerfi getur því komið í veg fyrir að efnaminni foreldrar leiti til tannlækna með börn sín. Þá erum við komin með tvöfald kerfi sem mismunar fólki eftir efnahag og það er ekki hægt að sætta sig við.
Hægt er að sjá svarið í heild sinni hér http://www.althingi.is/altext/132/s/1177.html
Þar kemur fram að tæp 2.000 börn, 6 ára og eldri, hafa aldrei farið til tannlæknis. Tæplega 9.000 börn hafa ekki farið til tannlæknis síðastliðin þrjú ár og um 12.000 börn hafa ekki farið til tannlæknis undanfarin tvö ár. Tæp 35.000 börn hafa ekki farið til tannlæknis í eitt ár. Séu yngstu börnin tekin frá þá er fjöldi þessara barna tæp 23.000.
Þetta eru sláandi tölur, sérstaklega í ljósi þess að mælt er með að börn fari a.m.k. tvisvar á ári til tannlæknis.
Tæp 1.000 börn á aldrinum 9-18 ára hafa aldrei farið til tannlæknis
Séu einstakir aldursflokkar skoðaðir þá kemur sömuleiðis margt áhugavert í ljós. Tæplega þúsund 9-18 ára gömul börn hafa aldrei farið til tannlæknis og þar af hafa rúmlega 400 þeirra á aldrinum 15-18 ára aldrei farið til tannlæknis.
1.350 börn á aldursbilinu 9-18 ára hafa ekki farið til tannlæknis undanfarin 5 ár og rúmlega þúsund þeirra voru á aldrinum 12-18 ára. Tæp 3.000 börn á aldrinum 9-18 ára fóru ekki til tannlæknis undanfarin 3 ár. Rúm 5.000 börn á þessu aldursbili fengu ekki tannlæknaþjónustu síðastliðin 2 ár.
Efnahagur foreldra hefur áhrif
Það á ekki að hunsa þessi þúsundir barna sem ekki fá nauðsynlega tannlæknaþjónustu. Án efa hefur efnahagur foreldra áhrif á ferðir barna til tannlækna. Þrátt fyrir að hið opinbera niðurgreiði tannlæknaþjónustu barna þá er ljóst að sú niðurgreiðsla er einungis hluti af þeim kostnaði sem hlýst af vegna heimsókna barna til tannlæknis.
Tryggingastofnun ríkisins miðar við að greiða 75% kostnaðar við tannlækningar barna en þetta hlutfall er eingöngu miðað við gjaldskrá sem heilbrigðisráðherra gefur út. Þessi gjaldskrá ráðherrans er hins vegar einungis það verð sem hið opinbera er tilbúið að niðurgreiða tannlæknaþjónustu barna. Það er ekki endilega í samræmi við þann kostnað sem foreldrar verða fyrir.
Tvöfald kerfi
Verðlagning tannlækna er frjáls sem þýðir að tannlæknum er frjálst að verðleggja þjónustu sína í samræmi við eigin forsendur og mega ekki hafa samráð. Tannlæknar hafa ítrekað bent á að gjaldskrá ráðherra sé ekki samræmi við kostnaðinn sem hlýst af því að veita þjónustuna. Ef gjaldskrá tannlæknis er hærri en gjaldskrá ráðherra, sem hún oft er, þá greiða foreldrar mismuninn. Hlutur foreldra í kostnaði vegna tannlæknaþjónustu barna sinna getur því verið talsvert hærri í raunveruleikanum en sem nemur 25%.
Þetta kerfi getur því komið í veg fyrir að efnaminni foreldrar leiti til tannlækna með börn sín. Þá erum við komin með tvöfald kerfi sem mismunar fólki eftir efnahag og það er ekki hægt að sætta sig við.
Hægt er að sjá svarið í heild sinni hér http://www.althingi.is/altext/132/s/1177.html
Breytt 12.2.2007 kl. 14:53 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Málin mín á Alþingi
- Afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum
- Óháðar rannsóknarnefndir
- Lögfesting Barnasáttmála
- Löggjöf um heimilisofbeldi
- Auglýsingar heilbrigðisstétta
- Sérdeild fyrir unga fanga
- Vernd heimildarmanna fjölmiðla
- Líffæragjafir í ökuskírteinum einstaklinga
- Rannsaka þunglyndi eldri borgara
- Sendiráð ESB á Íslandi
- Mistök í heilbrigðiskerfinu
- Fleiri þingmál
Eldri færslur
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004
- September 2004
- Ágúst 2004
- Júlí 2004
- Júní 2004
- Maí 2004
- Apríl 2004
- Mars 2004
- Febrúar 2004
- Janúar 2004
- Desember 2003
- Nóvember 2003
- Október 2003
- September 2003
- Ágúst 2003
- Júlí 2003
- Júní 2003
- Maí 2003
- Apríl 2003
- Mars 2003
- Febrúar 2003
- Janúar 2003
- Nóvember 2002
- Október 2002
Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan.
Fólk
- - -
-
Litla fjölskyldan
Breiðfylking jafnaðarmanna
Mikilvægar stofnanir
Hagfræðin
-
Joseph Stiglitz
-
John Kay
-
Paul Krugman
-
Þorvaldur Gylfason
-
Ásgeir Jónsson
-
Tímaritið Economist
-
Seðlabanki Íslands
-
Rannsóknarmiðstöð um efnahagsmál
-
Ríkiskassinn
-
Hagstofan
Lögfræðin
Atvinnulífið
-
Alþýðusambandið
-
Viðskiptaráð Íslands
-
Samtök atvinnulífsins
-
Samtök iðnaðarins
-
Félag kvenna í atvinnurekstri
-
Samtök sprotafyrirtækja
-
Félag íslenskra stórkaupmanna
-
Samtök verslunar og þjónustu
-
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
-
Impra nýsköpunarmiðstöð
Evrópusamstarf
Hjartans mál
Bloggvinir
-
almapalma
-
andri
-
husmodirivesturbaenum
-
arnalara
-
ahi
-
gusti-kr-ingur
-
alfheidur
-
arniarna
-
asarich
-
astan
-
heilbrigd-skynsemi
-
baldurkr
-
bardurih
-
kaffi
-
bjarnihardar
-
masterbenedict
-
bleikaeldingin
-
salkaforlag
-
bryndisfridgeirs
-
calvin
-
charliekart
-
rustikus
-
dagga
-
deiglan
-
dofri
-
egill75
-
egillg
-
eirikurbergmann
-
eirikurbriem
-
ernafr
-
skotta1980
-
kamilla
-
evropa
-
vinursolons
-
ea
-
fanney
-
arnaeinars
-
gesturgudjonsson
-
gislihjalmar
-
grumpa
-
gudni-is
-
gudbjorgim
-
gudfinnur
-
mosi
-
gummiogragga
-
orri
-
gudridur
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
gunnaraxel
-
gbo
-
coke
-
gunnlaugurstefan
-
gylfigisla
-
holi
-
hallurg
-
handtoskuserian
-
smali
-
hannesjonsson
-
hhbe
-
haukurn
-
heidistrand
-
heidathord
-
latur
-
hlf
-
tofraljos
-
hildajana
-
hildurhelgas
-
hinrik
-
kjarninn
-
hlekkur
-
hrafnhildurolof
-
hrannarb
-
hreinsi
-
hvitiriddarinn
-
hordurj
-
hoskuldur
-
hoskisaem
-
ibbasig
-
ingabesta
-
ingibjorgstefans
-
jara
-
iagustsson
-
ingo
-
id
-
jensgud
-
jenni-1001
-
joik7
-
johannst
-
skallinn
-
joneinar
-
joningic
-
joninaros
-
drhook
-
jonthorolafsson
-
juliaemm
-
julli
-
juliusvalsson
-
komment
-
killerjoe
-
hjolaferd
-
kjoneden
-
kiddirokk
-
kristjanmoller
-
kvenfelagidgarpur
-
lauola
-
lara
-
presleifur
-
korntop
-
matti-matt
-
mortenl
-
olimikka
-
omarminn
-
pallieinars
-
pallkvaran
-
pallijoh
-
palmig
-
robertb
-
salvor
-
xsnv
-
fjola
-
sigfus
-
siggikaiser
-
sigurjonsigurdsson
-
stebbifr
-
fletcher
-
steindorgretar
-
ses
-
pandora
-
kosningar
-
svanurmd
-
svenni
-
saethorhelgi
-
sollikalli
-
thelmaasdisar
-
tidarandinn
-
tommi
-
unnar96
-
sverdkottur
-
valdisa
-
overmaster
-
valgerdurhalldorsdottir
-
valsarinn
-
vefritid
-
vestfirdir
-
ver-mordingjar
-
tharfagreinir
-
steinibriem
-
skrifa
-
thordistinna
-
thorirallajoa
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning