Tvöfalt kerfi er staðreynd

Í gær voru aðstæður og aðbúnaður eldri borgara á dvalar- og hjúkrunarheimilum til umræðu á Alþingi. Mér fannst ástæða til að biðja um utandagskrárumræðu, þar sem fréttir undanfarinna vikna hafa borið með sér að vandinn er víða mjög alvarlegur. Aldraðir íbúar á Sólvangi í Hafnarfirði hafa t.d. allt að helmingi minna rými til afnota en kröfur heilbrigðisyfirvalda kveða á um. 28 manns eru um eitt baðherbergi og dæmi eru um að fimm séu saman í herbergi og að innan við 20 sentimetrar séu á milli rúma.
Sjálfur hjúkrunarforstjórinn hefur sagt að sjúkradeildir séu blandaðar mjög ólíku fólki og að fólk sé jafnvel sett í lyfjafjötra sé áreitið of mikið. Við þurfum því tafarlausar aðgerðir í málefnum Sólvangs.
Aðkeypt starfsfólk á ríkisreknar stofnanir
Einnig hafa komið fram upplýsingar um að á hjúkrunarheimilinu Skjóli hefur fólk neyðst til að ráða sér sérstaka starfskrafta inn á hjúkrunarheimilið á eigin kostnað. En forsætisráðherra sagði á mánudaginn í þinginu að hann kannaðist ekkert við þessar upplýsingar þrátt fyrir að þær hafi tröllriðið samfélaginu í meira en viku. Þessir aðkeyptu starfskraftar hafa meira að segja séð um grunnþjónustu s.s. matargjafir og klósettferðir og dæmi eru um að þeir hafi unnið ásamt fjölskyldum aldraðra allt að 270 stundir á mánuði inn á viðkomandi stofnunum.

Eldra fólk situr eftir hjá ríkisstjórninni
Fólk hefur einnig ráðið til sín starfsfólk í umönnun heim fyrir eigin kostnað þar sem það hefur álitið sig vera útskrifað of snemma af heilbrigðisstofnun eða það telur sig ekki fá nægilega heimahjúkrun. Hér erum við komin með staðfestingu á tvöföldu kerfi í velferðarkerfinu sem Samfylkingin mun aldrei sætta sig við. Þjónusta við aldraða er látin grotna þannig niður að þeir sem hafa efni á því neyðast til að ráða sér sérstakan starfsmann inn á stofnanir ríkisins. Hinir sem ekki hafa efni á slíku njóta eru látnir sitja eftir.

Samfylkingin og samtök eldri borgara hafa ítrekað bent á bág kjör eldri borgara en þriðjungur þeirra þarf að lifa á 110.000 kr. á mánuði eða minna. Á fjórða hundrað manns eru í brýnni þörf eftir hjúkrunarrýmum, aðallega í Reykjavík, og nú bætast við þessar fréttir af lélegum aðbúnaði eldri borgara og tilvist tvöfalds kerfis sem mismunar fólki eftir efnhag. Og þrátt fyrir að meira en helmingur allra öldrunarheimila í landinu séu rekin með halla er ríkisstjórnin ekki tilbúin að endurskoða daggjaldarkerfið sem virkar sömuleiðis hvetjandi fyrir dvalar- og hjúkrunarheimili að hafa frekar fleiri en færri vistmenn.
Bændasamtökin versus Sólvangur
Stjórnmál snúast fyrst og fremst um forgangsröðun. Til að átta sig á að forgangsröðun þessarar ríkisstjórnar er mikilvægt að hafa í huga að Sólvangur fær minni upphæð á fjárlögum og Bændasamtökin fá á fjárlögum. Þetta kemur allt úr sama pottinum og því er ekki hægt að neita.

Ríkisstjórnin hefur nú verið að stæra sig að lækka skatta um tugi milljarða króna og því langar mig að spyrja Íslendinga hvort þeir telji ekki að við ættum fyrst að tryggja eldri borgurum þessa lands viðunandi búsetuskilyrði, aukna heimahjúkrun, eðlilegt valfrelsi og mannsæmandi kjör áður en við förum í stórfelldar tekjuskattslækkanir sem koma sér best fyrir hina vel stæðu í samfélaginu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband