Breytinga þörf í Ríkisútvarpinu

Málefni Ríkisútvarpsins hefur löngum verið í orrahríð íslenskra stjórnmála. Það er skiljanlegt í ljósi þess umhverfis sem það starfar í og þess mikla áhrifamátt sem stofnunin hefur. Útsendingar Ríkissjónvarpsins eru þó einungis 7% af heildarútsendingartíma íslenskra sjónvarpsstöðva. Engu að síður er Ríkissjónvarpið í skylduáskrift allra landsmanna með afnotagjöldum.
Afnotagjöld RÚV eru dýr, óskilvirk, ósanngjörn og óvinsæl
Afnotagjöld sem tekjuleið fyrir Ríkisútvarpið hefur marga galla. Innheimta afnotagjalda er kostnaðarsöm en það kostar um 80 milljónir króna árlega að reka innheimtudeild Ríkisútvarpsins. Til samanburðar kostar Skattstofan á Norðurlandi eystra, ein stærsta skattstofa landsins, svipaða upphæð.

Innlendir kvikmyndagerðarmenn kvarta núna sáran yfir því að stofnunin kaupi ekki meira efni af þeim á þessu ári, en samanlögð kaup stofnunarinnar af sjálfstæðum framleiðendum eru minni en sem nemur rekstrarkostnaði innheimtudeildarinnar.

Afnotagjöld eru einnig óskilvirk innheimtuaðferð. Talið er að allt að 5-9% gjaldenda sleppi við að greiða sín afnotagjöld. Afnotagjöld eru líka óvinsæl innheimtuaðferð, m.a. í ljósi þess eftirlits sem er nauðsynlegt. Einnig finnst mörgum ósanngjarnt að geta ekki átt sjónvarp eða útvarp án þess að greiða afnotagjöld til Ríkisútvarpsins.
yndi meðal eldri borgara verði að meiriháttar heilbrigðisvandamáli ef ekki er brugðist hratt og rétt við. Skipun nefndar sem rannsaki þessi mál, eins og þingsályktunartillagan gerir ráð fyrir, er því brýnt verkefni og ætti að mati flutningsmanna að hrinda í framkvæmd sem fyrst.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband