12.11.2003 | 20:39
Nýjar leiðir í heilbrigðismálum
Samfylkingin hefur ákveðið að heilbrigðismál verði næsta pólitíska stórverkefni flokksins þar sem ný og framsækin hugsun verður innleidd með faglegri vinnu. Núverandi ríkisstjórn hefur forðast allar nauðsynlegar breytingar á heilbrigðiskerfinu eins og heitan eldinn og skortir allt frumkvæði og hugrekki á því sviði.
Ísland eyðir mest allra þjóða af opinberu fé í heilbrigðismál
Ísland ver næstmest allra OECD þjóða af opinberu fé til heilbrigðismála á eftir Þýskalandi. Ísland er hins vegar ein yngsta þjóð Evrópu og sé tekið tilliti til aldursdreifingar ver Ísland mest allra OECD þjóða af opinberu fé til heilbrigðismála. Ísland er því á toppnum í útgjöldum.
Heildarútgjöld einstaklinga og hins opinbera til heilbrigðismála sem hlutfall af landsframleiðslu eru hæst á Íslandi af öllum Evrópuþjóðunum að teknu tilliti til aldursdreifingar þjóðanna. Opinber heilbrigðisútgjöld á hvern einstakling hækkuðu að raungildi um 61% frá árinu 1980 til 1998.
Kerfið er á rangri braut
Í ljósi þessara staðreynda hefur Samfylkingin tekið þá tímamótaákvörðun að viðurkenna að fjárskortur sé ekki endilega aðalvandamálið í heilbrigðiskerfinu. Það vantar ekki aukið fé í heilbrigðismálin heldur breytta stefnu. Íslendingar þurfa framtíðarlausn í heilbrigðismálum þjóðarinnar. Það blasir við að núgildandi kerfi með tímabundnum plástrum gengur engan veginn upp.
Staðan í heilbrigðismálunum er því mjög sérstök og ólík menntamálunum þar sem vantar beinlínis meira fé. Það má líkja heilbrigðiskerfinu við landbúnaðarkerfið þar sem fátækt ríkir hjá bændum þrátt fyrir að við búum við eitt mesta styrkjakerfi í heimi. Kerfið er einfaldlega á rangri braut.
Þrátt fyrir mikið fé í heilbrigðiskerfinu eru þar þó alvarlegar brotalamir. Málefni geðsjúkra, meira segja geðsjúkra barna og afbrotamanna, eru í uppnámi ár eftir ár vegna fjárskorts, allt að 10 mánaða biðtími er eftir heyrnartækjum í kerfinu og allt að eins árs biðtími er eftir hjúkrunarrými. Þrátt fyrir mikið fjármagn er ljóst að fjárskortur er sums staðar vandamál. Meginvandi heilbrigðiskerfisins er þó að kerfið virkar ekki og dreifingu fjármagnsins er ábótavant.
Fjölbreyttari rekstrarform
Það eru fjölmargir hlutir sem þarf að skoða þegar kemur að endurbótum. Það þarf að skilgreina ítarlega hvert hlutverk og þjónustustig einstakra heilbrigðisstofnana eigi á að vera. Samfylkingin vill beita sér fyrir nýjum leiðum og fjölbreyttari rekstrarformum, eins og einkaframkvæmd og þjónustusamningum. Það er ekki einkavæðing. Samfylkingin er ekki að tala fyrir einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu þar sem forgangur hinna efnuðu er tryggður. Það er hins vegar stefna margra sjálfstæðismanna, m.a. ungra sjálfstæðismanna. Þessari stefnu hafnar Samfylkingin hafnar alfarið.
Ríkið á að vera kaupandi heilbrigðisþjónustunnar en þarf ekki í öllum tilvikum að vera seljandi eða framleiðandi hennar. Í Svíþjóð hefur verið farin leið einkareksturs í mun meiri mæli en hérlendis. Þar er hins vegar tryggt að á bæði ríkisreknum og einkareknum sjúkrastofnunum geta sjúklingar ekki keypt sér betri aðgang að þjónustu en aðrir hafa. Þar er markmiðið um jafnan aðgang enn tryggt.
Kerfi fastra fjárlaga fyrir heilbrigðisstofnanir þarf endurskoðunar við þar sem það tekur m.a. ekki nægjanlega tillit til breyttra kostnaðarhlutfalla og breyttrar eftirspurnar. Fjármagnið þarf að fylgja sjúklingum í meiri mæli í samræmi við kostnaðargreiningu þarfa og þjónustu. DRG-kostnaðargreining (Diagnosis Related Groups), sem er notuð í heilbrigðisþjónustu í mörgum löndum, styttir biðlista og hvetur til sparnaðar, hagkvæmni og skilvirkni án þess að bitna á aðgangi sjúklinga að þjónustunni. Landsspítalinn stefnir að ljúka DRG-kostnaðargreiningu á næsta ári en þá er eftir að breyta skipulagi fjármagnsins en það er hlutverk stjórnmálamanna.
Einnig þarf að skoða síhækkandi lyfjaverð til heilbrigðisstofnanna m.a. með hliðsjón af reglum um merkingar og skráningu. Það að hafa ,,útskrifaða" sjúklinga eins og eldri borgara á hátæknisjúkrahúsum er fráleitt. Það mætti hugsa sér að viðkomandi bæjarfélag þyrfti að standa straum af kostnaði við legu sjúklinga á sjúkrahúsum eftir að meðferð þeirra lýkur þar. Við það myndast hvati hjá bæjarfélögum til að byggja hjúkrunarheimili þar sem hvert rúm er margfalt ódýrara en rúm á sjúkrahúsum.
Forsendurnar fjórar
Samfylkingin hefur lýst sig reiðubúna að taka þátt í því að endurbæta heilbrigðiskerfið með opnum huga. En það er mikilvægt, og má alls ekki taka úr samhengi við þessa nýju hugsun Samfylkingarinnar, að markmið jafnaðarstefnunnar standa óhögguð. Samfylkingin hefur sett sér eftirfarandi fjórar forsendur fyrir breytingum í heilbrigðiskerfinu:
Aðgengi allra landsmanna að heilbrigðisþjónustunni verður að vera algerlega óháð efnahag. Þjónusta við sjúklinga verður að batna. Kostnaður sjúklinga má ekki aukast og kostnaður hins opinbera ekki heldur. Til að hægt sé að reyna nýjar leiðir í rekstri heilbrigðiskerfisins þurfa þessar fjórar forsendur að vera uppfylltar að mati Samfylkingarinnar.
Það hefur átakanlega skort pólitíska forystu í heilbrigðismálum hérlendis, sérstaklega hjá núverandi ríkisstjórn. Samfylkingin er reiðubúin að taka þá forystu.
Ísland eyðir mest allra þjóða af opinberu fé í heilbrigðismál
Ísland ver næstmest allra OECD þjóða af opinberu fé til heilbrigðismála á eftir Þýskalandi. Ísland er hins vegar ein yngsta þjóð Evrópu og sé tekið tilliti til aldursdreifingar ver Ísland mest allra OECD þjóða af opinberu fé til heilbrigðismála. Ísland er því á toppnum í útgjöldum.
Heildarútgjöld einstaklinga og hins opinbera til heilbrigðismála sem hlutfall af landsframleiðslu eru hæst á Íslandi af öllum Evrópuþjóðunum að teknu tilliti til aldursdreifingar þjóðanna. Opinber heilbrigðisútgjöld á hvern einstakling hækkuðu að raungildi um 61% frá árinu 1980 til 1998.
Kerfið er á rangri braut
Í ljósi þessara staðreynda hefur Samfylkingin tekið þá tímamótaákvörðun að viðurkenna að fjárskortur sé ekki endilega aðalvandamálið í heilbrigðiskerfinu. Það vantar ekki aukið fé í heilbrigðismálin heldur breytta stefnu. Íslendingar þurfa framtíðarlausn í heilbrigðismálum þjóðarinnar. Það blasir við að núgildandi kerfi með tímabundnum plástrum gengur engan veginn upp.
Staðan í heilbrigðismálunum er því mjög sérstök og ólík menntamálunum þar sem vantar beinlínis meira fé. Það má líkja heilbrigðiskerfinu við landbúnaðarkerfið þar sem fátækt ríkir hjá bændum þrátt fyrir að við búum við eitt mesta styrkjakerfi í heimi. Kerfið er einfaldlega á rangri braut.
Þrátt fyrir mikið fé í heilbrigðiskerfinu eru þar þó alvarlegar brotalamir. Málefni geðsjúkra, meira segja geðsjúkra barna og afbrotamanna, eru í uppnámi ár eftir ár vegna fjárskorts, allt að 10 mánaða biðtími er eftir heyrnartækjum í kerfinu og allt að eins árs biðtími er eftir hjúkrunarrými. Þrátt fyrir mikið fjármagn er ljóst að fjárskortur er sums staðar vandamál. Meginvandi heilbrigðiskerfisins er þó að kerfið virkar ekki og dreifingu fjármagnsins er ábótavant.
Fjölbreyttari rekstrarform
Það eru fjölmargir hlutir sem þarf að skoða þegar kemur að endurbótum. Það þarf að skilgreina ítarlega hvert hlutverk og þjónustustig einstakra heilbrigðisstofnana eigi á að vera. Samfylkingin vill beita sér fyrir nýjum leiðum og fjölbreyttari rekstrarformum, eins og einkaframkvæmd og þjónustusamningum. Það er ekki einkavæðing. Samfylkingin er ekki að tala fyrir einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu þar sem forgangur hinna efnuðu er tryggður. Það er hins vegar stefna margra sjálfstæðismanna, m.a. ungra sjálfstæðismanna. Þessari stefnu hafnar Samfylkingin hafnar alfarið.
Ríkið á að vera kaupandi heilbrigðisþjónustunnar en þarf ekki í öllum tilvikum að vera seljandi eða framleiðandi hennar. Í Svíþjóð hefur verið farin leið einkareksturs í mun meiri mæli en hérlendis. Þar er hins vegar tryggt að á bæði ríkisreknum og einkareknum sjúkrastofnunum geta sjúklingar ekki keypt sér betri aðgang að þjónustu en aðrir hafa. Þar er markmiðið um jafnan aðgang enn tryggt.
Kerfi fastra fjárlaga fyrir heilbrigðisstofnanir þarf endurskoðunar við þar sem það tekur m.a. ekki nægjanlega tillit til breyttra kostnaðarhlutfalla og breyttrar eftirspurnar. Fjármagnið þarf að fylgja sjúklingum í meiri mæli í samræmi við kostnaðargreiningu þarfa og þjónustu. DRG-kostnaðargreining (Diagnosis Related Groups), sem er notuð í heilbrigðisþjónustu í mörgum löndum, styttir biðlista og hvetur til sparnaðar, hagkvæmni og skilvirkni án þess að bitna á aðgangi sjúklinga að þjónustunni. Landsspítalinn stefnir að ljúka DRG-kostnaðargreiningu á næsta ári en þá er eftir að breyta skipulagi fjármagnsins en það er hlutverk stjórnmálamanna.
Einnig þarf að skoða síhækkandi lyfjaverð til heilbrigðisstofnanna m.a. með hliðsjón af reglum um merkingar og skráningu. Það að hafa ,,útskrifaða" sjúklinga eins og eldri borgara á hátæknisjúkrahúsum er fráleitt. Það mætti hugsa sér að viðkomandi bæjarfélag þyrfti að standa straum af kostnaði við legu sjúklinga á sjúkrahúsum eftir að meðferð þeirra lýkur þar. Við það myndast hvati hjá bæjarfélögum til að byggja hjúkrunarheimili þar sem hvert rúm er margfalt ódýrara en rúm á sjúkrahúsum.
Forsendurnar fjórar
Samfylkingin hefur lýst sig reiðubúna að taka þátt í því að endurbæta heilbrigðiskerfið með opnum huga. En það er mikilvægt, og má alls ekki taka úr samhengi við þessa nýju hugsun Samfylkingarinnar, að markmið jafnaðarstefnunnar standa óhögguð. Samfylkingin hefur sett sér eftirfarandi fjórar forsendur fyrir breytingum í heilbrigðiskerfinu:
Aðgengi allra landsmanna að heilbrigðisþjónustunni verður að vera algerlega óháð efnahag. Þjónusta við sjúklinga verður að batna. Kostnaður sjúklinga má ekki aukast og kostnaður hins opinbera ekki heldur. Til að hægt sé að reyna nýjar leiðir í rekstri heilbrigðiskerfisins þurfa þessar fjórar forsendur að vera uppfylltar að mati Samfylkingarinnar.
Það hefur átakanlega skort pólitíska forystu í heilbrigðismálum hérlendis, sérstaklega hjá núverandi ríkisstjórn. Samfylkingin er reiðubúin að taka þá forystu.
Breytt 12.2.2007 kl. 14:53 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Málin mín á Alþingi
- Afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum
- Óháðar rannsóknarnefndir
- Lögfesting Barnasáttmála
- Löggjöf um heimilisofbeldi
- Auglýsingar heilbrigðisstétta
- Sérdeild fyrir unga fanga
- Vernd heimildarmanna fjölmiðla
- Líffæragjafir í ökuskírteinum einstaklinga
- Rannsaka þunglyndi eldri borgara
- Sendiráð ESB á Íslandi
- Mistök í heilbrigðiskerfinu
- Fleiri þingmál
Eldri færslur
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004
- September 2004
- Ágúst 2004
- Júlí 2004
- Júní 2004
- Maí 2004
- Apríl 2004
- Mars 2004
- Febrúar 2004
- Janúar 2004
- Desember 2003
- Nóvember 2003
- Október 2003
- September 2003
- Ágúst 2003
- Júlí 2003
- Júní 2003
- Maí 2003
- Apríl 2003
- Mars 2003
- Febrúar 2003
- Janúar 2003
- Nóvember 2002
- Október 2002
Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan.
Fólk
- - -
-
Litla fjölskyldan
Breiðfylking jafnaðarmanna
Mikilvægar stofnanir
Hagfræðin
-
Joseph Stiglitz
-
John Kay
-
Paul Krugman
-
Þorvaldur Gylfason
-
Ásgeir Jónsson
-
Tímaritið Economist
-
Seðlabanki Íslands
-
Rannsóknarmiðstöð um efnahagsmál
-
Ríkiskassinn
-
Hagstofan
Lögfræðin
Atvinnulífið
-
Alþýðusambandið
-
Viðskiptaráð Íslands
-
Samtök atvinnulífsins
-
Samtök iðnaðarins
-
Félag kvenna í atvinnurekstri
-
Samtök sprotafyrirtækja
-
Félag íslenskra stórkaupmanna
-
Samtök verslunar og þjónustu
-
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
-
Impra nýsköpunarmiðstöð
Evrópusamstarf
Hjartans mál
Bloggvinir
- almapalma
- andri
- husmodirivesturbaenum
- arnalara
- ahi
- gusti-kr-ingur
- alfheidur
- arniarna
- asarich
- astan
- heilbrigd-skynsemi
- baldurkr
- bardurih
- kaffi
- bjarnihardar
- masterbenedict
- bleikaeldingin
- salkaforlag
- bryndisfridgeirs
- calvin
- charliekart
- rustikus
- dagga
- deiglan
- dofri
- egill75
- egillg
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- ernafr
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- vinursolons
- ea
- fanney
- arnaeinars
- gesturgudjonsson
- gislihjalmar
- grumpa
- gudni-is
- gudbjorgim
- gudfinnur
- mosi
- gummiogragga
- orri
- gudridur
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- coke
- gunnlaugurstefan
- gylfigisla
- holi
- hallurg
- handtoskuserian
- smali
- hannesjonsson
- hhbe
- haukurn
- heidistrand
- heidathord
- latur
- hlf
- tofraljos
- hildajana
- hildurhelgas
- hinrik
- kjarninn
- hlekkur
- hrafnhildurolof
- hrannarb
- hreinsi
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hoskuldur
- hoskisaem
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- jara
- iagustsson
- ingo
- id
- jensgud
- jenni-1001
- joik7
- johannst
- skallinn
- joneinar
- joningic
- joninaros
- drhook
- jonthorolafsson
- juliaemm
- julli
- juliusvalsson
- komment
- killerjoe
- hjolaferd
- kjoneden
- kiddirokk
- kristjanmoller
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- presleifur
- korntop
- matti-matt
- mortenl
- olimikka
- omarminn
- pallieinars
- pallkvaran
- pallijoh
- palmig
- robertb
- salvor
- xsnv
- fjola
- sigfus
- siggikaiser
- sigurjonsigurdsson
- stebbifr
- fletcher
- steindorgretar
- ses
- pandora
- kosningar
- svanurmd
- svenni
- saethorhelgi
- sollikalli
- thelmaasdisar
- tidarandinn
- tommi
- unnar96
- sverdkottur
- valdisa
- overmaster
- valgerdurhalldorsdottir
- valsarinn
- vefritid
- vestfirdir
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- steinibriem
- skrifa
- thordistinna
- thorirallajoa
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning