Flokksvali Samfylkingarinnar lokið

Nú er flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík, Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi lokið. Þrír ungir einstaklingar sem eiga rætur sínar að rekja til Ungra jafnaðarmanna tóku þarna þátt og fengu góða kosningu. Björgvin G. Sigurðsson lenti í 3. sæti í suðurkjördæmi, Katrín Júlíusdóttir lenti í 4. sæti í Suðvesturkjördæmi og undirritaður lenti í 8. sæti í flokksvalinu í Reykjavík en það þýðir 4. sæti í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu.

Þetta eru allt örugg fyrsta varaþingmannssæti og á góðum degi þingsæti. Það er afar ánægjulegt að Samfylkingarfólk skuli treysta ungu fólki fyrir slíkum sætum og sýnir það að Samfylkingin er flokkur ungs fólks. Endurnýjun Samfylkingarinnar í flokksvali helgarinnar fólst fyrst og fremst í velgengni unga fólksins.

Málefni ungs fólks hafa lengi legið í skugga stjórnmálanna. Mennta- og lánasjóðsmálin hafa aldrei verið forgangsmál stjórnvalda enda er þar víða sviðin jörð. Húsnæðismálin hafa einnig verið í ólestri undanfarin ár enda virðist ekki vera gert ráð fyrir litlum og ódýrum íbúðum aðgengilegar ungu fólki með takmörkuð fjárráð. Jaðarskattapólitík stjórnvalda hefur lengi komið ungu fólk í vandræði enda vinnur ungt fólk oft myrkvanna milli til að koma sér upp þaki yfir höfuðið og borga námslánin.

Evrópumálin hafa ekki verið á dagskrá hjá núverandi ríkisstjórn og það var fyrst fyrir um mánuði sem fyrsti stjórnmálaflokkurinn setti aðildarviðræður við Evrópusambandið í stefnuskrá sína. Aðild að Evrópusambandinu snertir hagsmuni ungs fólks beint þar sem fólk hefur æ ofan í æ rekið sig á að réttindi samkvæmt EES-samningingnum eru oftar en ekki kunn í Evrópu og kallar oft á talsverð vandræði, flóknar útskýringar og töluverðan fórnarkostnað fyrir viðkomandi. Skólagjöld í bestu háskóla Evrópu munu lækka til muna við inngöngu Íslands í ESB og að ógleymdu matvælaverðinu og vaxtakostnaðinum sem er þungur baggi hjá hverju ungu heimili.

Eins og áður hefur komið fram þá eru um 80% þingmanna Alþingis á aldrinum 45-59 ára og enginn þingmaður er undir 36 ára aldri. Þessu þarf að breyta. Tryggjum að baráttusæti ungs fólks í Samfylkinunni verði örugg þingsæti í vor svo að rödd nýrrar kynslóðar megi heyrast á þingi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband