Auknar álögur ríkisstjórnarinnar á einstaklinga

Frambjóđandi Sjálfstćđisflokksins, Birgir Ármannsson, svarar 3. mars grein minni í Morgunblađinu frá 27. febrúar um stöđu skattamála eftir 12 ára stjórnartíđ forsćtisráđherra. Grein Birgis er um margt einkennileg.
Í tíđ Davíđs Oddssonar hefur tekjuskattbyrđi einstaklinga aukist og ekki eru efasemdir hjá neinum um ţađ. Birgir telur hins vegar ađ ţađ sé fullnćgjandi skýring ađ tekjur hafa aukist og ţví sé aukin skattbyrđi í góđu lagi. Ţví er ég ósammála. Hina auknu skattbyrđi má fyrst og fremst rekja til ţeirrar ađgerđar ríkisstjórnarinnar ađ rjúfa vísitölubindingu persónuafsláttar sem var áđur en Davíđ Oddsson komst til valda.
Ríkiđ fćr stćrri sneiđ af kökunni en áđur
Ţađ sem er ţó mikilvćgast í ţessu sambandi er ađ ríkisvaldiđ tekur nú stćrri sneiđ af kökunni en áđur. Ţetta ţýđir ađ ríkiđ tekur meira af hverjum 100.000 krónum sem verđa til í ţjóđfélaginu áriđ 2001 en ţađ gerđi áriđ 1995. Sú stađreynd stendur óhögguđ.
Skattbyrđi er lykilhugtak en ţađ er sá hluti tekna sem er greiddur í skatt. Skattbyrđi einstaklinga hefur aukist hvernig sem litiđ er á ţađ ţrátt fyrir lćkkun á prósentuhlutfalli tekjuskattsins.
Ţví til sönnunar ađ prósentubreytingar á skatthlutfalli segi alls ekki alla söguna stađfestu kollegar Birgis hjá Samtökum atvinnulífsins í 4. tbl. fréttablađs síns áriđ 2001 ađ ţrátt fyrir talsverđa lćkkun á tekjuskattshlutfalli hjá fyrirtćkjum á síđasta áratugi hafi raunvirđi tekjuskatt lögađila fariđ hćkkandi á ţeim áratug vegna ađgerđa ríksstjórnarinnar.
Önnur sláandi stađreynd stendur óhögguđ. Samneyslan, sem er neysla hins opinberra sem hlutfall af landsframleiđslu, hefur aukist um rúm 13% frá 1995 til 2001. Međ öđrum orđum hefur bákniđ aukist um rúm 13% í tíđ núverandi ríkisstjórnar og ţví mótmćlir Birgir ekki.
Afrekin eru ekki glćsileg gagnvart barnafólki
Birgi Ármannssyni finnst ţađ vera í góđu lagi ađ láglaunafólk og lífeyrisţegar međ laun og bćtur undir 90.000 krónum á mánuđi greiđi um 1 milljarđ króna í tekjuskatt og útsvar sem ţađ gerđi ekki fyrir tíma Davíđs Oddssonar. En ţađ er ekki í góđu lagi og sýnir vel mismunandi hugmyndafrćđi frambjóđenda Sjálfstćđisflokksins og Samfylkingarinnar. Viđ mćlum ekki bót skattlagningu á ţá sem minnst mega sín í samfélaginu eins og Sjálfstćđismenn gera.
Birgir er sannfćrđur um ađ barnabćtur hafi ekki veriđ skertar vegna aukinna útgjalda ríkisins til ţeirra frá árinu 1999. Barnabćtur eru nú um 36.000 kr. á ári en á sambćrilegu verđlagi í janúar 2003 voru ţćr hins vegar um 40.000 krónur ţegar núverandi ríkisstjórn tók viđ áriđ 1995. Áriđ 1988 voru barnabćtur 46.000 kr. á sama verđlagi. Á ţessu sést ađ barnabćtur voru skertar frá ţví sem var og hér tala tölurnar sínu rétta máli.
Barnabćtur hafa veriđ skertar um rúma 10 milljarđa króna í tíđ núverandi ríkisstjórnar međ ţví ađ láta viđmiđunarfjárhćđir ekki fylgja verđlagsţróun og vegna tekjutengingar á barnabótum. Fólk fékk hćrri barnabćtur áriđ 1995 en ţađ fćr áriđ 2002 og fleiri fengu ţćr. Nú fá ađeins 11,3% foreldra óskertar barnabćtur og liđlega 3% hjóna.
Eftir standa afrek ríkisstjórnar forsćtisráđherrans eftir 12 ára setu ađ meiri skattbyrđi er á einstaklingum, engar tekjuskattslćkkanir urđu ađ raunvirđi á fyrirtćki allan 10. áratuginn, bákniđ er stćrra en nokkurn tíma áđur, áđur óţekkt skattheimta er lögđ á láglaunafólk og bótaţega, barnabćtur eru lćgri, tryggingargjöld eru hćrri, stórauknir skattar voru lagđir á áfengi og tóbak, loforđ um 900 milljóna króna lćkkun stimipilgjalda var svikiđ, ţjónustugjöld stórjukust, síaukinn lyfjakostnađur heimilanna liggur fyrir og eitt hćsta matvćlaverđ heims. Ţetta er reynslan af meira en áratugavaldatíđ forsćtisráđherrans.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Nauđsynlegt er ađ skrá sig inn til ađ setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband