Lausn í málefnum Barnahúss blasir við

Um daginn bað ég um að allsherjarnefnd Alþingis myndi hittast til að ræða málefni Barnahúss en að undanfarið hafa Bragi Guðbrandsson, forstöðumaður Barnaverndarstofu og Helgi I. Jónsson, dómsstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur deilt um aðferðir við skýrslutökur á börnum í kynferðisbrotamálum. Formaður nefndarinnar brást skjót við og nefndin fór fyrir stuttu í heimsókn í Héraðsdóm Reykjavíkur og Barnaverndarstofu ásamt Barnahús. Að mínu mati var mjög gott fyrir nefndina að skoða þá aðstöðu sem er fyrir börn sem lenda í kynferðislegri misnotkun. Það er ljóst að forsvarsmenn Héraðsdóms Reykavíkur er ennþá staðráðnir í að notast eingöngu við þá aðstöðu sem er í dómshúsinu enn ekki þá frábæru aðstöðu sem er í Barnahúsi sem allir aðrir dómstólar landsins þó nýta sér.
Þessir aðilar voru hins vegar sammála um að við ættum að breyta lögunum í fyrra horf en árið 1999 var gerð sú lagabreyting að fyrsta skýrslutaka af barni á rannsóknarstigi var gerð að dómsathöfn. Þessi lagabreyting hafði það m.a. í för með sér að verjandi og sakborningar eiga rétt á að fylgjast með vitnisburði barnsins sem síðan getur hagrætt sínum framburði eftir því. Þetta fyrirkomulag vekur einnig spurning hvort reglan um milliliðalausa sönnunarfærslu sé uppfyllt þar sem mismunandi dómarar geta komið að sama máli. Þá er það ekki heppilegt að sama dómari eigi að meta hvort rannsókn sem hann sjálfur hefur tekur þátt í hafi verið fullnægjandi.
Það að þessir aðilar, forsvarsmenn Héraðsdóms Reykjavíkur og Barnaverndastofu, séu sammála um að lagabreytingin árið 1999 hafi ekki verið heppileg eru mikil og jákvæð tíðindi. Okkur í nefndinni var síðan sagt að ríkissaksóknari væri einnig sammála að það ætti að breyta lögunum í þá átt sem þau voru fyrir 1999.
Núna hefur verið kynnt lagafrumvarp dómsmálaráðherra á þessu sviði sem reyndar gerir ráð fyrir óbreyttu ástandi en við höfum nú tækifæri til að breyta þessu tilbaka. Með slíkri breytingu myndi deilan um hvar skýrslutakan ætti að fara fram leysast að sjálfum sér í langflestum tilvikum. Þá myndi skýrslutakan af börnum á rannsóknarstigi vera framkvæmd í Barnahúsi en síðan yrði dómþingið sjálft í dómshúsinu og eftir atvikum yrði þar kallað eftir framburði barnsins á ný eða það yrði stuðst við myndbandsupptökur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband