Stöndum langt ađ baki öđrum ţjóđum í menntamálum

Opinber framlög til menntamála hérlendis í samanburđi viđ önnur OECD ríki hafa veriđ nokkuđ á reiki. Rangar tölur birtust hjá OECD en nú hefur Hagstofan leiđrétt ţćr. Ef réttu tölurnar um opinber framlög til menntamála eru skođađar, sem eru nýjustu tölur OECD gefnar út áriđ 2002 og eru fyrir áriđ 1999, kemur í ljós ađ opinber framlög Íslands til menntamála námu 5,7% af landsframleiđslu. Ţá var Ísland í 7. sćti af 29 OECD ríkjum.
Ţessi samanburđur er ţó alls ekki einshlítur ţví ţađ ţarf ađ skođa hversu stór hluti ţjóđarinnar er á skólaaldri. Íslendingar eru ung ţjóđ í samanburđi viđ margar ađrar ţjóđir og viđ verđum ţví ađ verja mun meira til menntamála vegna ţess hve hlutfallslega margir eru á skólaaldri.
Mun minna í menntamál en Norđurlönd
Ef opinber útgjöld eru skođuđ međ tilliti til hlutdeildar ţjóđarinnar á aldrinum 5 ára til 29 ára kemur í ljós ađ Ísland er einungis í 14. sćti af 29 OECD ţjóđum í framlögum til menntamála. Viđ erum langt ađ baki öđrum Norđurlandaţjóđum. Danmörk, Svíţjóđ, Noregur og Finnland eru um 30% fyrir ofan okkur í framlögum til menntamála ţegar tekiđ hefur veriđ tillit til aldurssamsetningar ţjóđanna. Austurríki, Belgía, Kanada, Frakkland, Ţýskaland, Ítalía, Nýja Sjáland, Portúgal og Sviss eru einnig fyrir ofan okkur auk hinna fjögurra Norđurlanda.
Í málflutningi Sjálfstćđismanna í kosningabaráttunni hefur mátt skilja ađ framlög Íslendinga til menntamála standist samanburđ viđ nágrannaţjóđir okkar. Ţegar litiđ er á fjárframlög hins opinbera ţá er hins vegar ljóst ađ Ísland gerir ţađ engan veginn. Í tölum Sjálfstćđismanna eru útgjöld einstaklinga til menntamála bćtt viđ en ekki litiđ til framlaga hins opinbera eingöngu eins og ber ađ gera ţegar litiđ er á árangur stjórnvalda í menntamálum. Sömuleiđis taka Sjálfstćđismenn ekki tillit til aldursskiptingar ţjóđarinnar eins og rétt er ađ gera.
Ţađ viđbótarfjármagn sem ríkisstjórnin telur sig hafa sett í menntamál undanfarin ár dugar ekki til ađ setja Ísland á stall međ öđrum samanburđarţjóđum okkar. Fjármagniđ, sem hefur ađ stórum hluta komiđ frá sveitarfélögunum, hefur fyrst og fremst fariđ í launahćkkanir og ađ mćta ađ hluta fjölgun nemenda. Ţetta aukafjármagn er ţví ekki hluti af međvitađri stefnumörkun stjórnvalda til ađ auka vćgi menntunar. Eftir stendur sú stađreynd ađ ţađ vantar talsvert marga milljarđa króna í menntakerfiđ til ađ viđ getum stađiđ jafnfćtis nágrannaţjóđum okkar.
Ógnvekjandi stađreyndir um menntamál
Á Íslandi stunda nú 81% af hverjum árgangi nám í framhaldsskólum en á öđrum Norđurlöndum er ţetta hlutfall 89%. Ţriđjungur nemenda hrökklast hins vegar frá námi í framhaldsskólum hérlendis. Á Íslandi hefir um 40% fólks á aldrinum 25 til 64 ára eingöngu lokiđ grunnskólaprófi og ţar erum viđ í 22. sćti af 29 OECD ríkjum. Íslendingar ljúka framhaldsskólaprófi langelstir allra OECD ţjóđa. Um 40% íslenskra nemenda falla í samrćmdum prófum í 10. bekk grunnskólans.
Mun fćrri stunda háskólanám hér en í nágrannalöndunum og fćrri hafa útskrifast úr háskóla hér hvort sem boriđ er saman viđ önnur Norđurlönd eđa önnur lönd í Vestur-Evrópu. Innan viđ 16% aldurshópsins 25-64 ára hefur lokiđ háskólaprófi sem er of lágt hlutfall ţjóđarinnar og er talsvert lćgra en hjá ţjóđum Evrópu.
Ţetta er ekki glćsilega frammistađa hjá ţjóđ sem telur sig vel menntađa. Viđ rétt náum međaltali í lćsi á alţjóđavettvangi og viđ höfum stađiđ okkur illa í alţjóđlegu TIMSS könnunum.
Forgangsröđun ríkisstjórnarinnar sést vel í ţeirri stađreynd ađ landbúnađarkerfiđ fćr meira fjármagn, beint og óbeint, frá hinu opinbera en ţađ sem allir framhaldsskólar landsins og Háskóli Íslands fá samanlagt. Háskóli Íslands býr viđ mjög ţröngan húsakost og um 600 námsmenn eru á biđlista eftir námsmannaíbúđum. Eftir nám lendir ungt menntađ fólk í afar ósanngjörnu jađarskattakerfi ríkisstjórnarinnar. Atvinnuleysi međal ungs háskólamenntađs fólks hefur sömuleiđis sjaldan veriđ eins mikiđ og nú enda leggur ríkisstjórnin alltof litla áherslu á verkefni sem henta slíku fólki.
Ţađ er mikiđ ađ í íslenskum menntamálum og kominn tími til ađ setja ţau mál í raunverulegan forgang eins og Samfylkingin ćtlar ađ gera. Sjálfstćđisflokkurinn hefur fariđ međ stjórn menntamála stöđugt í nánast tvo áratugi. Árangurinn er ađ viđ stöndum nágrannaţjóđunum langt ađ baki.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Nauđsynlegt er ađ skrá sig inn til ađ setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband