Hin langveika ríkisstjórn

Stundum getur maður furðað sig á stjórnmálamönnum og ákvörðunum þeirra. Ein af þessum furðulegu ákvörðunum ríkisstjórnarflokkanna snertir langveik börn. Auðvitað eiga málefni langveikra barna að vera í forgangi. Það segir sig bara sjálft. En það er eins og sú hugsun sé ekki til staðar hjá Sjálfstæðis- og Framsóknarflokknum.
Sum börn fá styrk en önnur ekki
Núverið fékk ríkisstjórnin samþykkt frumvarp sem mismunar fjölskyldum langveikra barna gróflega. Foreldrar langveikra barna sem fengu greiningu fyrir síðustu áramót fá engar greiðslur samkvæmt nýju lögunum. Sömuleiðis eru þær greiðslur sem þó fengust samþykktar áfangaskiptar langt fram í tímann í stað þess að láta þær komast til framkvæmda strax. Í þriðja lagi eru greiðslurnar sjálfar skammarlega lágar en þær eru lægri en atvinnuleysibætur.
Tillögur Samfylkingarinnar felldar
Ríkisstjórnarflokkarnir felldu tillögur Samfylkingarinnar um að greiðslurnar yrðu 80% af launum viðkomandi eins og finna má í fæðingarorlofskerfinu. Nær hefði verið að fara þá leið, sem er í anda greiðslna sem greiddar eru í fæðingarorlofi.-Þessar sjálfsögðu breytingar sem Samfylkingin lagði til voru allar felldar af þingmönnum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Þessar breytingar voru í sjálfu sér ekki kostnaðarsamar og ættu að vera fullkomlega eðlilegar í hugum allra. Því miður virðist það þó ekki vera svo.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband