Baráttan gegn nauðgunum

Ég fór í Ísland í bítið í dag til þess að ræða um átak sem væntanlega fer fram nú í lok nóvember. Að því stendur hópur fólks sem er ósáttur við dæmdar refsingar í kynferðisbrotamálum. Með mér í viðtalinu var Kristín Ingvadóttir sem hefur sagt sína sögu í fjölmiðlum af mikilli hreinskilni og hugrekki. Mér finnst skipta miklu máli að þessi mál séu rædd opinskátt. Og mér finnst ekki síður mikilvægt að þau séu rædd frá sem flestum sjónarhornum. Auðvitað þurfa refsingar fyrir þessi brot að þyngjast. Núverandi dómar særa réttlætiskennd þjóðarinnar og eru ekki í samræmi við alvarleika afbrotanna.

Refsingar eru því stór þáttur og geta haft talsverð varnaðaráhrif. En það eru önnur atriði sem skipta ekki síður miklu máli. Það er að mínu mati að fleiri mál sem eru kærð fái efnislega meðferð í kerfinu - en í dag er það því miður þannig að mjög mörg falla niður í kerfinu og fleiri en í öðrum brotaflokkum. Það er einnig mikilvægt að kerfið sé þannig uppbyggt að þolendur þessara brota sjái einhvern tilgang í að kæra brotið.
70 nauðganir tilkynntar á ári
Allar nauðganir eru alvarlegar en rannsóknir hafa sýnt að konur eru líklegri til að kæra ef gerandinn er ókunnugur og ef mikið líkamlegt ofbeldi er samfara nauðguninni. Núna eru um 70 nauðganir tilkynntar til lögreglu á ári sem þýðir meira en ein nauðgun á viku. Hinar tilkynntu nauðganir eru einungis hluti af þeim nauðgunum sem eiga sér stað.

Mestu máli skiptir þó að við reynum einfaldlega að fækka og koma í veg fyrir kynferðisbrot. Það held ég að við gerum fyrst og síðast með því að ná til gerenda og opna augu þeirra fyrir þeim skaða sem valdið er með kynferðisbrotum. Það er auðvitað helsta markmiðið með umræðunni að þessum brotum fækki.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband