Velferðin í forgrunni

father&childÁ velheppnuðum landsfundi Samfylkingarinnar var Mona Sahlin nýr formaður sænskra Sósíaldemókrata spurð um ástæðu þess að hún væri sósíaldemókrati. Svar hennar var einfalt og gott. Hún sagðist vera sósíaldemókrati m.a. vegna þess að sú hugmyndafræði byggir á því að öflugt og traust velferðarkerfi sem gefur öllum jöfn tækifæri í lífinu sé forsenda þess að atvinnu – og efnahagslífið blómstri.

Með því að veita öllum börnum jöfn tækifæri og gott veganesti í lífinu hvað varðar menntun, heilbrigðisþjónustu og félagslegan stuðning þá sé lagður grunnurinn að því að atvinnulífið blómstri.
 
Brauðmylsnuhagfræðin
Þetta skilja hægrimenn því miður illa. Og þetta skilningsleysi birtist með áþreifanlegum hætti í auglýsingum Sjálfstæðisflokksins nú þar sem sagt er að þegar öllu sé á botninn hvolft sé traust efnahagslíf helsta velferðarmálið. Þetta er brauðmylsnuhagfræðin sem byggir á því að bjóða þegnunum upp á velferð þegar að vel árar – og væntanlega minni velferð þegar að illa árar.
Menntun, heilbrigði og félagsleg velferð eru aldrei annað en kostnaður í hugum hægri manna. Kostnaður sem menn reyna að ná niður með öllum tiltækum ráðum, jafnvel með þeim afleiðingum að eldri borgarar og börn búa við fátækt.
 
Blár, bleikur, grænn
Velferðarkerfið er hins vegar fjárfesting í fólkinu í landinu rétt eins og menntakerfið okkar samkvæmt hugmyndafræði okkar í Samfylkingunni. 

Þess vegna er velferðin grundvöllur þess að atvinnulífið hér geti blómstrað. Á þessu byggir norræna módelið sem Sjálfstæðisflokkurinn þykist kannast við í kosningum þegar að félagshyggjan verður allsráðandi. Og flokkurinn skiptir um ham og er ýmist bleikur eða grænn eftir því við hvern er talað. Gleymum því hins vegar ekki að þetta er marklaust kosningahjal og það sýna verkin undanfarin 12 ár.
 
Biðlistar og fátækt
Verkin sýna að velferðarmálin eru sannarlega ekki hátt skrifuð, það sýna biðlistar eftir brýnni aðstoð heilbrigðiskerfisins, það birtist í kjörum eldri borgara og það birtist auðvitað í þeirri nöturlegu staðreynd að hér á Íslandi búa mun fleiri fátæk börn hlutfallslega en annars staðar á Norðurlöndum. Þessi börn upplifa ekki jöfn tækifæri og það mun ekki aðeins bitna á þeim heldur íslensku samfélagi í heild sinni þegar fram líða stundar. Það borgar sig nefnilega að fjárfesta í fólkinu í landinu og það hefur afleiðingar að gera það ekki. 

Að þessu leyti er grundvallarmunur á stefnu Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar í velferðarmálum.
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Ég þorði ekki að nefna orðið brauðmylsnuhagfræði í síðustu færslunni minni en hún gengur út á það sem ég er búin að hugsa mikið út í og einn þeirra sem gaf þér komment í gær, æsti mig alveg upp í að skrifa

Kveðja Inga 

Inga Lára Helgadóttir, 4.5.2007 kl. 11:15

2 Smámynd: Björn Viðarsson

Meira og minna allar mælingar, OECD og annað, sýna þveröfugt við það sem í þessum pistli er haldið fram.

Má bara taka mark á þeim ef þær þjóna hagsmunum Samfylkingarinnar?  Eða ef þær styðja þennan pistil hví er þeim ekki fleygt fram?

Björn Viðarsson, 4.5.2007 kl. 12:51

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Mælingar OECD fyrir vexti langtímalána STYÐJA þennan pistil. 

Anna Einarsdóttir, 4.5.2007 kl. 22:51

4 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

ÉG veit allavega að ég treysti Ágústi Ólafi og að hann fari með rétt mál

Inga Lára Helgadóttir, 4.5.2007 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 144271

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband