Bloggfærslur mánaðarins, mars 2004

Hin raunverulegu skólagjöld

Þrátt fyrir að um 17.000 börn séu nú í leikskólum landsins gleymist þetta fyrsta skólastig oft. Þetta sést vel í þeirri umræðu sem nú er í samfélaginu um skólagjöld. Þá hugsa fáir til leikskólanna þar sem skólagjöld eru þó hæst.
Leikskólagjöld allt að 400.000 kr.

Nú geta skólagjöld í leikskóla oft verið yfir 30.000 kr. á hverjum mánuði fyrir eitt barn. Það er alveg ljóst að slík gjöld, upp á um 400.000 kr. árlega, eru gríðarlega þungur baggi fyrir flestar fjölskyldur. Einn mánuður í leikskóla kostar svipað og eitt ár í háskóla. Fjölskyldur leikskólabarna eru iðulega sá hópur sem hefur hvað þrengstu fjárráðin. Hér er oftast um að ræða unga foreldra sem eru að koma sér þaki yfir höfuðið og hefja þátttöku á vinnumarkaðinum.

Nú er það nær almenn regla að börn fari í leikskóla enda er það eðlilegur hluti af skólagöngu hvers barns. Um 90% allra tveggja ára barna og eldri eru í leikskóla. Þessi háu skólagjöld eru mikil tímaskekkja og ber að afnema.
Afnemum skólagjöld í leikskóla

Lækkun eða afnám skólagjalda í leikskólum er einnig mikið jafnréttismál. Þegar börnin eru orðin tvö, hvað þá þrjú, á leikskólaaldri getur það í mörgum tilfellum verið hagstæðara fyrir annað foreldrið að vera heima. Vegna kynbundins launamunar vill það oft verða móðirin. Þessi staðreynd hefur síðan aftur neikvæð áhrif á stöðu kvenna á vinnumarkaði og því myndast vítahringur. Þennan vítahring verður að rjúfa

Í stefnu Samfylkingarinnar kemur skýrt fram að stefna skuli að því að gera leikskólana gjaldfrjálsa. Sem 9. ríkasta þjóð í heimi er ljóst að við höfum efni á gjaldfrjálsum leikskólum.
Hækkun hjá dagforeldrum?

Fæðingarorlof er nú samanlagt níu mánuðir og eftir þann tíma þurfa foreldrar að fara aftur á vinnumarkaðinn. Flestir leikskólar taka hins vegar við börnum frá tveggja ára aldri og því myndast a.m.k. 15 mánaða tímabil sem foreldrar þurfa að brúa með einhverjum hætti. Á þessu tímabili leita margar fjölskyldur til dagforeldra. Slík þjónusta er hins vegar dýr og getur einn mánuður fyrir eitt barn kostað allt að 50.000 krónur.

Nýlega stefndi í að þessi þjónusta yrði enn dýrari en nýr félagsmálaráðherra ætlaði þá að takmarka tekjumöguleika dagforeldra um 20% með því að fækka leyfilegum börnum hjá hverju dagforeldri úr fimm börn í fjögur börn. Sem betur fer sá félagsmálaráðuneytið að sér og hefur lagt þau áform á hilluna, en þó aðeins tímabundið. Tekjuskerðing dagforeldra er því enn yfirvofandi.

Á meðan leikskólar eru ekki fleiri en raun ber vitni er þjónusta dagforeldra mjög nauðsynleg. Það á að sjálfsögðu að vera markmið hvers sveitarfélag að tryggja hverju barni vist á leikskóla frá 9 mánaða aldri kjósi foreldrar svo. Eftirspurn eftir slíkri þjónustu er svo sannarlega til staðar.

Það á svo að vera hlutverk almannavaldins að greiða kostnað við leikskóla.

Þingmál um þunglyndi meðal eldri borgara

Ég hef nú lagt fram þingsályktun á Alþingi um rannsóknir á þunglyndi meðal eldri borgara. En það má sjá málið í heild sinni á http://www.althingi.is/altext/130/s/1123.html.

Gott starf hefur verið unnið hér á landi í tengslum við þunglyndi. Þunglyndi meðal eldri borgara hefur þó ekki verið rannsakað sérstaklega hér á landi og á sérskipuð nefnd að bæta úr því auk þess að skoða sértækar lausnir fyrir þennan aldurhóp og hvaða forvarnir henti.

Þunglyndi meðal eldri borgara er að einhverju leyti falið og ógreint hér á landi og engin stofnun innan heilbrigðisgeirans fæst á skipulagðan hátt við þunglyndi eldri borgara. Þunglyndi meðal eldri borgara getur í sumum tilfellum verið frábrugðið þunglyndi annarra aldurshópa þar sem missi maka eftir langt hjónaband, einmannaleiki og lífsleiði geta verið veigameiri orsök en hjá öðrum hópum sem og fjárhagsáhyggjur og kvíði vegna framtíðarinnar.

Tilhneigingin hefur verið að leysa þennan vanda meðal eldri borgara með lyfjagjöf í stað annarrar meðferðar. Það er hins vegar nauðsynlegt að huga einnig að annars konar meðferð samhliða lyfjameðferð eða í staðinn fyrir hana.
Flutningsmenn telja mikilvægt að skoðuð sé tíðni sjálfsvíga og sjálfsvígstilrauna meðal eldri borgara en það hefur lengi verið feimnismál hér á landi eins og annars staðar. Að sjálfsögðu ber að nálgast slíkt af mikilli varúð og nærgætni.

Fjöldi eldri borgara er sífellt að aukast en hætt er við að þunglyndi meðal eldri borgara verði að meiriháttar heilbrigðisvandamáli ef ekki er brugðist hratt og rétt við. Skipun nefndar sem rannsaki þessi mál, eins og þingsályktunartillagan gerir ráð fyrir, er því brýnt verkefni og ætti að mati flutningsmanna að hrinda í framkvæmd sem fyrst.

Breytinga þörf í Ríkisútvarpinu

Málefni Ríkisútvarpsins hefur löngum verið í orrahríð íslenskra stjórnmála. Það er skiljanlegt í ljósi þess umhverfis sem það starfar í og þess mikla áhrifamátt sem stofnunin hefur. Útsendingar Ríkissjónvarpsins eru þó einungis 7% af heildarútsendingartíma íslenskra sjónvarpsstöðva. Engu að síður er Ríkissjónvarpið í skylduáskrift allra landsmanna með afnotagjöldum.
Afnotagjöld RÚV eru dýr, óskilvirk, ósanngjörn og óvinsæl
Afnotagjöld sem tekjuleið fyrir Ríkisútvarpið hefur marga galla. Innheimta afnotagjalda er kostnaðarsöm en það kostar um 80 milljónir króna árlega að reka innheimtudeild Ríkisútvarpsins. Til samanburðar kostar Skattstofan á Norðurlandi eystra, ein stærsta skattstofa landsins, svipaða upphæð.

Innlendir kvikmyndagerðarmenn kvarta núna sáran yfir því að stofnunin kaupi ekki meira efni af þeim á þessu ári, en samanlögð kaup stofnunarinnar af sjálfstæðum framleiðendum eru minni en sem nemur rekstrarkostnaði innheimtudeildarinnar.

Afnotagjöld eru einnig óskilvirk innheimtuaðferð. Talið er að allt að 5-9% gjaldenda sleppi við að greiða sín afnotagjöld. Afnotagjöld eru líka óvinsæl innheimtuaðferð, m.a. í ljósi þess eftirlits sem er nauðsynlegt. Einnig finnst mörgum ósanngjarnt að geta ekki átt sjónvarp eða útvarp án þess að greiða afnotagjöld til Ríkisútvarpsins.
yndi meðal eldri borgara verði að meiriháttar heilbrigðisvandamáli ef ekki er brugðist hratt og rétt við. Skipun nefndar sem rannsaki þessi mál, eins og þingsályktunartillagan gerir ráð fyrir, er því brýnt verkefni og ætti að mati flutningsmanna að hrinda í framkvæmd sem fyrst.

Breytinga þörf í Ríkisútvarpinu

Málefni Ríkisútvarpsins hefur löngum verið í orrahríð íslenskra stjórnmála. Það er skiljanlegt í ljósi þess umhverfis sem það starfar í og þess mikla áhrifamátt sem stofnunin hefur. Útsendingar Ríkissjónvarpsins eru þó einungis 7% af heildarútsendingartíma íslenskra sjónvarpsstöðva. Engu að síður er Ríkissjónvarpið í skylduáskrift allra landsmanna með afnotagjöldum.
Afnotagjöld RÚV eru dýr, óskilvirk, ósanngjörn og óvinsæl
Afnotagjöld sem tekjuleið fyrir Ríkisútvarpið hefur marga galla. Innheimta afnotagjalda er kostnaðarsöm en það kostar um 80 milljónir króna árlega að reka innheimtudeild Ríkisútvarpsins. Til samanburðar kostar Skattstofan á Norðurlandi eystra, ein stærsta skattstofa landsins, svipaða upphæð.
tagjöldum og auk þess stórfé úr ríkissjóði en tap á rekstri RÚV árin 2001 og 2002, var yfir 500 milljónir króna sem skattborgarar greiða.
Þrengjum ekki að einkaframtakinu
Samfylkingin talar ekki fyrir því að ríkisfjölmiðillinn eigi ekki rétt á sér, þvert á móti. Það eru sérstök rök fyrir tilvist ríkisfjölmiðils á fjölmiðlamarkaði, eins og öryggis- og fræðslu- og lýðræðishlutverk ríkisfjölmiðilsins. Þessi rök eiga hins vegar alls ekki við um starfsemi RÚV á auglýsingamarkaðinum. Auglýsingamarkaðurinn er samkeppnismarkaður. Það eru engin öryggis-, menningar- eða lýðræðisleg rök fyrir því að RÚV sé ráðandi aðili á auglýsingamarkaði.

RÚV er einnig að þrengja að frjálsum Netmiðlum en samkeppni við ríkistyrka stofnun, eins og RÚV er, er vitaskuld vonlaus til lengar fyrir aðra. Við megum ekki gera einkaframtaki í fjölmiðlaheiminum svo erfitt fyrir að nánast útilokað sé að reka slík fyrirtæki til lengri tíma á Íslandi. Ég tel að það eigi að takmarka umsvif Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaðinum en geta má þess að á öðrum Norðurlöndum og í Bretlandi eru ríkisfjölmiðar ekki á auglýsingarmarkaði. Vitaskuld yrðu áfram í RÚV tilkynningar frá einstaklingum og opinberum aðilum, kostun þátta og jafnvel skjáauglýsingar.

Það er hagur okkar allra að hafa hér fjölbreytilega flóru fjölmiðla. Því fjölbreytari sem flóran er þeim mun betur eru hagsmunir almennings og auglýsenda tryggðir til lengri tíma. Ríkisvaldið hefur verið að fara út af samkeppnismarkaði í mörgum atvinnugreinum og það er vel. Það er því tímaskekkja og beinlínis hættulegt fjölbreyttu úrvali fjölmiðla að ríkið þrengi að öðrum frjálsum fjölmiðlum.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband