Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2004

Döpur arfleiđ Davíđs

Ţađ er dapurlegt hvernig komiđ er fyrir forsćtisráđherra landsins. Eftir 13 ára setu á valdastól hefur dómgreind hans algjörlega fokiđ út í veđur og vind. Virđingarleysi hans gagnvart lýđrćđinu, stjórnarskránni og sinni eigin ţjóđ hefur náđ nýjum hćđum. Síđasta brella hans um afnám ţjóđaratkvćđagreiđslunnar er ţó nýr toppur.
Viđ erum um miđja deild í hagvexti
Samkvćmt skođanakönnun vilja um 70% ţjóđarinnar ađ Davíđ Oddsson hćtti í pólitík og er ţađ snautlegur endir á löngum ferli. Reyndar er fróđlegt ađ fara yfir árangur Davíđs Oddssonar sem forsćtisráđherra eftir ţennan langa valdatíma.
Efnahagslegur uppgangur hefur af sumum veriđ tengdur viđ veru Davíđs Oddssonar í stjórnarráđinu. Ţađ er mikil einföldun og misskilningur. Mikill efnahagslegur uppgangur hefur veriđ í flestum öđrum vestrćnum ríkjum á ţessum sama tíma.

Međalhagvöxtur hér á landi frá árunum 1991-2001, eđa á áratugi Davíđs, er nákvćmlega sá sami og međalhagvöxtur OECD ríkjanna. Viđ erum um miđja deild en blöndum okkur hins vegar ekki í toppbaráttuna.

Ísland hefur einnig fćrst niđur á lista yfir ríkustu ţjóđir heims á sama tíma og Davíđ hefur veriđ viđ völd. Samkvćmt nýjustu tölum OECD er Ísland 9.-10. ríkasta ţjóđ í heimi sé litiđ á verga landsframleiđslu á hvern einstakling á jafnvirđismćlikvarđa (PPP). Áđur en Davíđ tók viđ, eđa áriđ 1990, var Ísland ofar á listanum um ríkustu ţjóđir heims eđa í 8. sćti.
Frjálsrćđiđ er ekki komiđ frá Davíđ
Íslenskt samfélag hefur gjörbreyst á undanförnum 15 árum. Frjálsrćđi í viđskiptalífinu hefur sem betur fer stóraukist en ţađ er rangt ađ halda ađ frelsiđ hafi komiđ međ Davíđ Oddssyni.

Ţeir sem vinna međ lagafrumvörp ţekkja vel ástćđur ţeirra breytinga sem ţjóđin hefur gengiđ í gegnum. Nánast undantekningarlaust er ástćđan EES-samningurinn. Allar meginbreytingar á viđskipta-, samkeppnis-, kauphallar-, fjármála-, vinnuréttar-. umhverfis- og fjarskiptalöggjöf okkar eru vegna skuldbindinga okkar viđ Evrópusambandiđ.
Ţau sviđ sem EES-samningurinn tekur ekki til, svo sem sjávarútvegs-, landbúnađar-og fjölmiđlamál, hafa lítiđ ţokast í frelsisátt. Á ţessum sviđum er takiđ hert svo um munar. Ţar birtist hin raunverulega stefna Davíđs Oddssonar.
Skattbyrđi aukist og framúrkeyrsla fjárlaga
Meintar skattalćkkanir á áratugi Davíđs Oddssonar eru einnig athyglisverđar. Heildarskatttekjur ríkisins, sem hlutfall af vergri landsframleiđslu frá 1995 til 2001, hafa hćkkađ. Ţetta ţýđir ađ af hverri krónu sem verđur til í ţjóđfélaginu tekur ríkiđ stćrri hluta en ţađ gerđi áđur. Samkvćmt tölum OECD hefur skattbyrđi einstaklinga frá 1990 sömuleiđis aukist mest á Íslandi af öllum OECD ríkjum ađ Grikklandi undanskildu.

Önnur óţćgileg stađreynd fyrir ríkisstjórnina er ađ samneyslan, ţ.e. neysla hins opinberra sem hlutfall af landsframleiđslu hefur aukist um rúm 16% frá 1995 til 2002. Bákniđ hefur aldrei veriđ stćrra ţrátt fyrir alla einkavćđinguna. Ítrekađ er fariđ langt fram úr fjárlögum eins og síđasta skýrsla Ríkisendurskođunar sýnir.
Regluleg stjórnarskrárbrot og aukin fátćkt
Önnur afrek ríkisstjórnar Davíđs Oddssonar eru stóraukinn lyfjakostnađur einstaklinga, aukin fátćkt, lćgri barnabćtur, stefnuleysi í heilbrigđismálum, viđvarandi kynbundinn launamunur og eitt hćsta matvćlaverđ í heimi.
Fjársvelti er í menntamálum en íslenskt háskólastig fćr hlutfallslega helmingi lćgri fjárhćđ en ţađ sem hin Norđurlöndin verja í sína háskóla.

Ađ lokum má minna á ađ engin ríkisstjórn hefur tapađ jafnmörgum dómsmálum fyrir Hćstarétti vegna stjórnarskrárbrota en ríkisstjórn Davíđ Oddssonar. Slík dómsmál eru nánast árlegur viđburđur.
Ţetta er ágćtt ađ hafa í huga ţegar fariđ er yfir valdatíma Davíđs Oddssonar sem fer senn ađ ljúka í íslenskum stjórnmálum.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband