Bloggfćrslur mánađarins, júní 2008

Hvađ gerđi viđskiptanefnd Alţingis í vetur?

Margt á sér stađ innan nefnda Alţingis sem fćr ekki mikla athygli í samfélaginu. Í ţessari grein langar mig ţví ađ fara yfir verk viđskiptanefndar Alţingis frá ţví í vetur.

Fyrstu innheimtulögin
Nú hafa veriđ sett í fyrsta sinn innheimtulög. Lögin fjalla m.a. um góđa innheimtuhćtti, skyldu innheimtufyrirtćkja til ađ senda innheimtuviđvörun og reglugerđarheimild um ađ hćgt verđi ađ setja hámark á innheimtukostnađ. Rauđi ţráđur laganna er sá ađ skuldarar verđi ekki fyrir óeđlilegum kostnađi í innheimtuađgerđum.

Viđskiptanefndin fjallađi einnig um reglur um takmarkanir á álagningu uppgreiđslugjalda og er nú óheimilt ađ innheimta svonefndan FIT-kostnađ sem er kostnađur vegna óheimils yfirdráttar nema slík gjaldtaka eigi sér stođ í samningi. Slíkur kostnađur skal vera hóflegur og endurspegla raunverulegan kostnađ vegna yfirdráttarins.

Samkeppnislögum breytt
Ţá voru gerđar breytingar á samkeppnislögum ţannig ađ nú geta fyrirtćki í samrunahugleiđingum sent inn svokallađa styttri tilkynningu til samkeppniseftirlitsins. Veltumörkin gagnvart ţeim fyrirtćkjum sem eru ađ sameinast voru einnig hćkkuđ en ţó setti viđskiptanefndin sérstakan varnagla í lögin sem heimilar samkeppniseftirlitinu ađ fjalla um samruna sem eru undir hinum almennum veltumörkum.

Samkeppniseftirlitiđ mun sömuleiđis nú geta ógilt samruna áđur en hann kemst til framkvćmda, en ekki eftir ađ samruni hefur átt sér stađ eins og var í ţágildandi lögum. Viđ afgreiđslu málsins innan viđskiptanefndar um máliđ var bćtt viđ mati á lögmćti samruna um nú skuli vera tekiđ tillit til tćkni- og efnahagsframfara ađ ţví tilskildu ađ ţćr séu neytendum til hagsbóta og hindri ekki samkeppni.

Stađa sparisjóđa styrkt
Eftir umfjöllun viđskiptanefndar var sparisjóđum einnig veitt heimild til ađ kaupa bankaútibú án ţess ađ ţurfa ađ hlutafélagavćđa sig fyrst sem hafđi veriđ skilyrđi samkvćmt ţágildandi lagaákvćđi. Međ ţessu styrktum viđ m.a. sparisjóđi í ţeirri mynd sem ţeir eru.

Sérstök löggjöf um sérvarin skuldabréf fékk sérstaka flýtimeđferđ í  gegnum ţingiđ enda lá á slíkri löggjöf í ljósi ástandsins á mörkuđunum í vetur. Nú ţegar hafa fjármálafyrirtćki nýtt sér ţau lög.
Ţá voru heildarlög um fyrningu skulda og annarra kröfuréttinda voru samţykkt en gömlu fyrningarlögin voru orđin meira en hundrađ ára gömul. Og frumvarp er varđar uppgjör innlends hlutafjár sem er skráđ í erlendri mynt varđ sömuleiđis ađ lögum í vetur.

Aukin persónuvernd
Talsverđ vinna fór í ađ fjalla um breytingar á lögum um vátryggingarstarfsemi hjá viđskiptanefnd ţingsins. Ţar tókust á sjónarmiđ persónuverndar og hagsmunir tryggingarfélaganna. Breytingarnar lutu m.a. ađ ţví ađ nú ţarf vátryggingartaki ađ stađfesta hann hafi hlotiđ samţykki foreldra sinna eđa systkina á ţví ađ hann megi gefa upplýsingar um ađ ţau hafi veriđ haldin tilteknum sjúkdómi sem spurt er um. Slíkt samţykki var ekki áskiliđ í eldri lögum. Vátryggingafélaga er sömuleiđis óheimilt ađ hagnýta sér upplýsingar úr erfđarannsókn burtséđ frá ţví hvort ţćr eru vátryggingartaka í hag eđur ei. 

Ný heildarlög um verđbréfaviđskipti og kauphallir
Ný heildarlög um verđbréfaviđskipti og kauphallir voru afgreidd ţegar hin svokallađa MiFID-tilskipun var innleidd í íslenskan rétt. Tilskipunin er gríđarlega mikilvćg enda tryggir hún íslenskum fjármálafyrirtćkjum sama umhverfi og evrópsk fjármálafyrirtćki búa viđ.

Af öđrum málum sem viđskiptanefnd Alţingis fjallađi um má nefna ađgerđir gegn peningaţvćtti og fjármögnun hryđjuverka, breytingar á lögum um óréttmćta viđskiptahćtti gagnvart neytendum og hćkkun fjárframlaga sem eftirlitsskyldir ađilar greiđa til Fjármálaeftirlitsins sem var 52% á milli ára svo eitthvađ sé nefnt. Ţá var viđskiptanefndin ein af fáum ţingnefndum sem afgreiddi frá sér mál frá ţingmanni en ţađ mál laut ađ samkeppnisstöđu milli opinberra ađila og einkaađila.

Viđskiptanefnd Alţingis kom ţví ađ mörgum málum í vetur en nefndin var sú ţingnefnd sem fékk nćstflest stjórnarfrumvörp inn á sitt borđ. En öll ţessi mál áttu ţađ sameiginlegt ađ styrkja stöđu neytenda, efla fjármálamarkađinn og hlúa ađ heilbrigđu atvinnuumhverfi.


Um breytt útlendingalög

Útlendingamálin hafa stundum veriđ umdeild hér á landi og voru t.d. talsverđar deilur um breytingar á útlendingalögum á síđasta kjörtímabili. Eitt af síđustu verkum ţingsins í vor var hins vegar ađ samţykkja mikilvćgar breytingar á útlendingalögunum.

Í fyrsta lagi heyrir hin svokallađa 24 ára regla sögunni til. Ţannig ađ nú hefur 24 ára aldursmarkiđ veriđ fellt úr skilgreiningu ákvćđisins á nánasta ađstandanda sem á rétt á dvalarleyfi. Verđur ađ telja ţađ til tíđinda enda óvenjuumdeild lagaregla ţegar hún var sett.

Ofbeldi í samböndum
Í öđru lagi eru sett inn ţau nýmćli ađ unnt verđur ađ taka tillit til ţess ţegar ákvörđun er tekin um endurnýjun dvalarleyfis hvort ađ erlendur ađili eđa barn hans hafi mátt búa viđ ofbeldi af hálfu innlends maka.

Miđar ţessi breyting ađ ţví ađ fólk sem skilur vegna ofbeldis lendi ekki í ţví ađ ţurfa ađ yfirgefa landiđ ţrátt fyrir ađ forsendur leyfisins hafi brostiđ vegna slita á hjúskap eđa sambúđ. Ţađ sjónarmiđ sem býr ađ baki ţessari breytingu er ađ ekki skuli ţvinga erlent fólk til ađ vera áfram í ofbeldisfullri sambúđ. Ţađ er ţví sérstakt fagnađarefni ađ allsherjarnefnd Alţingis hafi lagt til ađ slíkt ákvćđi yrđi sett í löggjöfina.

Stađa námsmanna bćtt
Í ţriđja lagi fá námsmenn aukiđ svigrúm ţegar kemur ađ fyrstu endurnýjun dvalarleyfis en viđ mat á viđunandi námsárangri verđur nú miđađ viđ ađ útlendingur hafi a.m.k. lokiđ 50% af fullu námi í stađ 75%. Er ţannig komiđ til móts viđ ţá erlendu nema sem kunna af ýmsum ástćđum ađ eiga erfitt međ ađ fóta sig í náminu á fyrstu mánuđunum viđ nýjar ađstćđur.

Í fjórđa lagi er tekiđ tillit til ungmenna sem koma hingađ til lands á grundvelli fjölskyldusameiningar fyrir 18 ára aldur. Viđ 18 ára aldur standa ţau frammi fyrir ţví ađ ţurfa ađ sýna fram á sjálfstćđa framfćrslu ţar sem ungmenniđ telst ţá ekki lengur barn í skilningi laga. Hins vegar eru sanngirnisrök fyrir ţví ađ heimila erlendu ungmenni sem dvelur hér á landi ađ sýna fram á framfćrslu međ ađstođ foreldris. Ţví mun fólk nú getađ endurnýjađ dvalarleyfi vegna fjölskyldusameiningar, enda ţótt ţau teljist ekki til nánustu ađstandenda eftir ađ 18 ára aldursmarki er náđ.

Stođ í baráttunni gegn heimilisofbeldi og mansali
Í fimmta lagi voru sett ţau nýmćli ađ útlendingur fćr ekki útgefiđ dvalarleyfi á grundvelli ađstandaleyfis ef fyrir liggur ađ vćntanlegur maki hans hefur fengiđ dóm fyrir t.d. kynferđisbrot eđa líkamsmeiđingar.

Ákvćđinu er fyrst og fremst ćtlađ ađ vera stođ í baráttunni gegn mansali og heimilisofbeldi. Reynslan hefur sýnt ađ í sumum tilvikum verđa útlendingar, sem hingađ koma, t.d. sem makar, ađ ţolendum ofbeldis og misnotkunar á heimili.

Ţessu tengt verđur stjórnvaldi einnig heimilt ađ óska eftir umsögn lögreglu til ađ afla upplýsinga um sakaferil gestgjafa ţegar metiđ er hvort viđkomandi fái vegabréfsáritun. Sem dćmi um upplýsingar sem hér hafa ţýđingu eru upplýsingar um dćmda refsingu í ofbeldis- eđa kynferđisbrotamálum, kćrur til lögreglu fyrir heimilisofbeldi, nálgunarbann o.fl. Ljóst er ađ fleiri upplýsingar kunna ađ hafa ţýđingu en einungis upplýsingar um dćmda refsingu sem fram koma á sakavottorđi. Útlendingastofnun getur einnig búiđ yfir upplýsingum úr eigin tölvukerfi sem hafa ţýđingu viđ afgreiđslu umsókna um vegabréfsáritun, t.d. ţar sem gestgjafi hefur átt erlendan maka og hjúskap hefur veriđ slitiđ vegna ofbeldis í garđ makans.

Á hinn bóginn er ljóst ađ slík synjun getur í einstökum tilvikum veriđ mjög íţyngjandi í samanburđi viđ ţá hćttu sem er á ferđum og ţví er heimild til ađ meta hvert tilvik fyrir sig.

Tillit tekiđ til bótagreiđslna
Í sjötta lagi verđur nú hćgt viđ endurnýjun dvalarleyfis ađ taka tillit til ţess ađ hafi framfćrsla veriđ ótrygg um skamma hríđ og útlendingur ţví tímabundiđ ţegiđ fjárhagsađstođ eđa atvinnuleysisbćtur. Hér er um ađ rćđa undantekningu frá ţeirri meginreglu laganna ađ ţađ séu ađeins ţeir útlendingar sem fengiđ hafa búsetuleyfi sem hér geta dvalist án tryggrar framfćrslu.

Leyfiđ á nafn útlendingsins
Í sjöunda lagi er einnig vert ađ minnast á frumvarp frá Jóhönnu Sigurđardóttur, félags- og tryggingamálaráđherra, sem varđ einnig ađ lögum á síđustu dögum ţingsins, en ţađ er um atvinnuréttindi útlendinga. Í ţví frumvarpi er tekiđ skýrt fram ađ atvinnuleyfi útlendings er nú gefiđ út á nafn útlendingsins eftir ađ hann er kominn til landsins og er útlendingurinn handhafi leyfisins.

Lögunum hefur ţví nú veriđ breytt frá ţeirri reglu ađ atvinnurekandi sćki um og fái útgefiđ atvinnuleyfi ţar sem atvinnuleyfi er nú gefiđ út á nafn útlendings. Ţannig er atvinnurekandinn ekki eiginlegur umsćkjandi um leyfiđ eins og veriđ hefur. Ţessa breyting verđur ađ telja mikilvćga réttarbót.

Ţađ er ţví ljóst ađ nýtt ţing hefur gert fjölmargar jákvćđar breytingar á útlendingalögum. Samstađa dómsmálaráđherra og ţingmanna allsherjarnefndar var mikil og hafđi sú samvinna grundvallarţýđingu um ađ ţessar breytingar gćtu orđiđ ađ lögum.


Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 142586

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Okt. 2017
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband