Við vinnum þó Evrópu í einu

peningar a treHver kannast ekki við hina ofurskemmtilegu deilu í íslenskri pólitík um hvort skattbyrði hafi aukist eða ekki? Nú hefur fyrrverandi ríkisskattstjóri og ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu blandað sér í málið og skrifað mjög fróðlega og upplýsandi grein um málið á heimasíðu sinni.

Þar má m.a. finna eftirfarandi tilvitnanir (leturbreytingar eru mínar):

"Samkvæmt skýrslum OECD hækkaðu meðalskattbyrði í aðildarríkjum þess úr 32,5% í 36% á árunum 1985 til 2005. Á Íslandi hækkaði meðalskattbyrðin úr um 31% í um 41% á sama tíma eða um 10 prósentustig sem var meiri hækkun en í nokkru öðru OECD ríki að Tyrklandi undanskildu. Óumdeilanlegt er því að skattar hafa hækka og skattbyrði aukist."

..."Í OECD ríkjunum lækkuðu tekjuskattar einstaklinga úr 10,5% af VLF í 9,1% frá 1990 til 2004. Á sama tíma hækkaði þetta hlutfall á Íslandi úr 8,3% í 14,3% eða um 6 prósentustig og var hlutfallið á Ísland þá orðið það fjórða hæsta í OECD."

..."Á síðustu árum hefur hvorugri þessari aðferð verið beitt en sú leið valin að hækka ekki skattleysismörkin í samræmi við tekjur og verðlag en lækka í stað þess skatthlutfallið. Óhjákvæmileg afleiðing slíkra aðgerða er að færa skattbyrðina af þeim sem hafa hærri tekjur á hina sem eru tekjulægri eins og tölurnar bera með sér."

..."Sé litið á rauntekjur hefur skattbyrði hækkað að jafnaði um 2 prósentustig. Hækkuð skattbyrði hefur leitt til lækkunar á ráðstöfunartekjum hjá u.þ.b. 20% tekjulægstu hjóna"

..."Í ljósi framangreindra staðreynda er ekki um það að deila að skattar hafa hækkað hér á landi og skattbyrði aukist á síðustu tveimur áratugum"

Við töpuðum kannski Júróvisjón í gær en við vinnum þó Evrópu í einu, það er í þyngingu skattbyrðinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Skattar hafa lækkað, en skattbyrðin hefur aðeins þyngst í þeim skilningi, að sumir, sem ekki greiddu skatta áður vegna lakrar afkomu (fyrirtæki, sem töpuðu, og einstaklingar undir skattleysismörkum eða með lágar tekjur), greiða nú skatta. Einfaldara getur það ekki verið.

Blasir ekki við, ef hálaunastörfum fjölgar og láglaunastörfum fækkar hlutfallslega, að skatttekjur ríkisins aukast bæði að magni og hlutfalli (þar sem tekjuhátt fólk greiðir hærra hlutfall í skatt en tekjulágt)?

Skattleysismörk á Íslandi eru hærri en á Norðurlöndum. Maður með 100 þús. kr. tekjur á mánuði í Svíþjóð greiðir hærra hlutfall af þeim í skatt en á Íslandi, sbr. greinar Axels Halls í Fréttablaðinu. Samt kvarta menn undan lágum skattleysismörkum.

Það, sem Indriði Þorláksson er að segja, er hið sama og Stefán Ólafsson tönnlaðist á, að hlutfall skatttekna af VLF hefur hækkað. Það er viðurkennt og vitað. En það er einmitt vegna framfaranna (minna tapreksturs fyrirtækja og hærri tekna almennings), eins og ég skýrði út hér áðan. Það er villandi að segja um það, að skattbyrðin hafi þyngst.

Samkvæmt tölum Stefáns Ólafssonar hafa kjör tekjulægsta hópsins (10% tekjulægstu) batnað að meðaltali um 2,7% á ári 1995-2004. Þau bötnuðu að meðaltali í OECD ríkjunum um 1,8% á ári á svipuðu tímabili. M. ö. o. hafa ráðstöfunartekjur eftir skatt hjá tekjulægsta hópnum batnað 50% hraðar á Íslandi en í OECD.

HHG

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, 11.5.2007 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 144263

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband