Heilsubælið í Gervahverfi

FramsóknarkindinÓttalega eru ríkisstjórnarflokkarnir að koma illa út þessari deilu sín á milli um auðlindamálin. Eins og venja er fyrir kosningar hefur stjórnarandstöðuflokkunum fjölgað um einn. Framsóknarflokkurinn, sem hefur verið í ríkisstjórn stöðugt síðan árið 1971 að 4 árum undanskildum, er kominn í stjórnarandstöðugírinn og hluti af þeirri vegferð er að pikka fight við Sjálfstæðisflokkinn.

Stjórnarslit!
Núna er það sjálfur stjórnarsáttmálinn sem er í húfi og hafa stór orð um afsögn ráðherra og stjórnarslit fallið. Auðvitað mun hvorugt gerast enda eru þessir flokkar límdir saman á mjöðmunum.

Framsóknarráðherrar hafa lýst digurbarkalega yfir óánægju sinni með framgöngu Sjálfstæðisflokksins í þessu máli og hótað stjórnarslitum. En þegar á hólminn er komið gerist lítið á Framsóknarbænum eins og venjulega enda eru þeir ekki vanir að standa við stóru orðin.

En Framsókn barðist ekki nóg...
Sjálfstæðismennirnir benda hins vegar á að Framsóknarmenn hafi ekki barist nægjanlega mikið fyrir þessu máli í stjórnarskrárnefndinni og þess vegna eigi nú kannski ekkert að uppfylla þennan hluta stjórnarsáttmálans sem lýtur að því að ,,ákvæði um að auðlindir sjávar séu sameign íslensku þjóðarinnar verði bundið í stjórnarskrá."xd

Lýðskrum í dag en stefna í gær
Og nú hefur þingmaður Sjálfstæðisflokksins komið sér í umræðuna og sagt að svona breytingar á stjórnarskránni væru nú bara lýðskrum. Bíddu nú við, er þetta sami þingmaður og sami flokkur sem lét setja þessi sömu orð í stjórnarsáttmálann og samþykkti? Var það ekki lýðskrum á þeim tíma? Hvað hefur eiginlega breyst?

Þessi vitleysisgangur á ríkisstjórnarheimilinu sýnir vel að þessi ríkisstjórn þarf einfaldlega frí enda ástandið farið að minna allverulega á Heilsubælið í Gervahverfinu. En það sem meira er, þjóðin þarf frí frá ríkisstjórninni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Þeir sem eru fæddir 1953 hafa þá frá því þeir byrjuðu að kjósa aðeins verið lausir við framsókn í 4 ár. Þetta er viðbjóðslegt, ætli fólk geti ekki fengið skaðabætur frá evrópusambandinu.

Tómas Þóroddsson, 6.3.2007 kl. 09:17

2 identicon

Ágúst getur þú aldrei farið með réttar staðreyndir

Frams. fllokkurinn er búinn að vera í stjórn í tæp 12 ár

J Friðrik Kárason (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 10:38

3 Smámynd: Ágúst Ólafur Ágústsson

Sæll J. Friðrik Kárason. Þetta er nú bara hárrétt hjá mér og þú ættir nú bara að fara varlega í yfirlýsingarnar. Ég segi í pistlinum mínum að Framsókn sé búið að vera stöðugt í ríkisstjórn síðan 1971, 4 árum undanskildum! Og það er nú bara tilfellið.Nánar tiltekið hefur Framsóknarflokkurinn verið í ríkisstjórn síðan 13. júní 1971 fyrir utan nokkra mánuði milli okt 1979 og feb 1980 og síðan kjörtímabilið þegar Viðeyjarstjórnin var 1991-1995.Bestu kveðjur,Ágúst Ólafur

Ágúst Ólafur Ágústsson, 6.3.2007 kl. 11:17

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Þetta auðlindamál er gegnheilt deilumál. Forysta Sjálfstæðisflokksins vill festa kvótann með lögum hjá útvegsmönnum. Framsóknarflokkurinn er á móti. Félagar LÍÚ hafa greitt tugi milljóna í flokkssjóðinn þeirra í gegnum árin. LÍÚ hefur þannig tangarhald á Sjálfstæðisflokknum alveg þangað til sá flokkur verður lagður niður vegna spillingarmála.

Haukur Nikulásson, 6.3.2007 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 144273

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband