Hvernig fer nefndarstarf Alþingis fram?

AlthingishusIðulega heyrist í umræðunni að stór hluti af vinnu þingmannsins fari fram í nefndum þingsins. En hvernig fer nefndarstarf Alþingis eiginleg fram? Hér á eftir má lesa mína upplifun á þessu starfi.

Til að byrja með er rétt að benda á að flestar nefndir funda einu sinni í viku, tvo klukkutíma í senn. Stuttu fyrir þinghlé, fyrir jól eða fyrir vorið, raskast þetta þó og nefndir funda þá eftir þörfum. Fjárlaganefndin er nokkuð sérstök þar sem hún fundar daglega allt haustið en síðan tekur hún það frekar rólega eftir jól þegar fjárlögin hafa verið samþykkt.

Ruslakista þingnefnda
Auðvitað er mismikið að gera í nefndunum. Sumar nefndir funda nánast aldrei en aðrar nýta fundartíma sína til hins ítrasta. Þær nefndir sem ég er í, efnahags- og viðskiptanefnd og allsherjarnefnd, eru frekar duglegar að funda enda spanna þær mjög vítt svið. Reyndar er allsherjarnefndin nokkurs konar ruslakista sem fær öll þau mál sem passa ekki í neinar af hinum nefndunum. Má hér nefna eftirlaunafrumvarpið og fjölmiðlafrumvarpið. Í þessum tveimur málum var mikið um kvöldfundi eins og gefur að skilja.

skjaldamerkiVinnulagið er venjulega þannig að eftir að ráðherra hefur mælt fyrir málinu í þingsal fer það til viðkomandi nefndar. Þar er málið sent til umsagnar til helstu hagsmunaaðila sem senda inn skriflegar athugasemdir við þingmálið. Síðan eru hagsmunaaðilarnir kallaðir á fund nefndarinnar þar sem þeir fara munnlega yfir sínar umsagnir. Oft má sjá að viðkomandi hagsmunaaðili er að farast af stressi við að koma á fund þingnefndar, sem er kannski skiljanlegt til að byrja með. 

Galdurinn á bak við breytingartillögu 
Ég hef séð að það getur skipt sköpum að viðkomandi hagsmunaðili geri sína umsögn vel og á sannfærandi hátt. Sumir hagsmunaaðilar eru þannig að það er alltaf hægt að treysta á mjög vönduð vinnubrögð en aðrir eru alveg út að aka. Auðvitað eykur það líkurnar á að frumvarpið breytist í takt við vilja viðkomandi hagsmunaaðila ef röksemdirnar eru settar fram á sannfærandi máta, talandi ekki um ef umsögnin inniheldur konkret breytingartillögur sem uppfyllz lagatæknilegar kröfur. Þannig að vel gerð umsögn getur verið gullsígildi fyrir viðkomandi lobbyhóp.

Flestir þingmenn eru í fleiri en einni nefnd. Reglan hjá Samfylkingunni er að hver þingmaður er í 2 nefndum en þingmenn Framsóknarflokks og hinna stjórnarandstöðuflokkanna eru fleiri nefndum þar sem þeir eru svo fáir.

Tryggð við frumvarps-babyið 
Andrúmsloftið innan nefndanna getur verið afskaplega afslappað og þar ræða þingmenn af hreinskilni sín á milli. Reyndar verður maður fljótt vart við ákveðið tregðulögmál hjá stjórnarþingmönnum, og kannski sérstaklega hjá embættismönnum sem iðulega hafa samið frumvarpið, þegar kemur að hugsanlegum breytingum. Það er eins og stjórnarþingmenn leggi ekki í miklar breytingar á frumvarpi sem ráðherrann vill sjá að fari í gegn. Þetta er hluti af þessu ráðherraræði sem við búum við.

Annars er nefndarstarfið skemmtilegur hluti af þingstarfinu þótt það sé ekki stærsti hluti þess eins og blasir við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Þakka ákaflega áhugaverðan og fræðandi pistil.  Ég væri til í að lesa pistil um það hvernig mál eru svæfð í nefnd og þína skoðun á þeirri iðju.  Sbr. áfengisfrumvarpið sem er búið að leggja fram af þverpólitískum hópi þingmanna þing eftir þing en aldrei er kosið um það.  Af hverju má ekki kjósa um mál sem skoðannakannanir sýna að meirihluti sé fyrir hjá þjóðinni?

Sigfús Þ. Sigmundsson, 20.2.2007 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 144272

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband