Öflug samkeppni er kjarabarátta nútímans

SamkeppniÍ morgun var ég kosinn formaður viðskiptanefndar Alþingis. Fyrir mig er þetta draumanefndaformennskan, enda fjallar þessi nefnd m.a. um bankana, fjármálageirann, samkeppnislög og neytendamál. Undir þessu er hinn nýji höfuðatvinnuvegur þjóðarinnar.

Framsókn og útrás íslenskra banka er farin að vekja gríðarlega athygli og kannski umfram það sem við Íslendingar hér heima gerum okkur grein fyrir. Það er auðvitað mjög sérstakt að fyrirtæki frá jafn fámennri þjóð sé að hasla sér völl svo víða um heim. Það er ekki síður sérstakt hvað þessi útrás hefur tekið skamman tíma, þessi árangur hefur náðst á undraðverðum tíma. Einhverjir tala um hin íslenska þjóðarsál hjálpi í þessu umhverfi. Íslendingar séu meira fyrir það að taka ákvarðanir en að ræða um það að taka ákvarðarnir.

Ótrúleg tækifæri
Staðreyndin er sú að það eru ótrúlega mikil tækifæri og spennandi möguleikar í íslensku viðskiptalífi um þessar mundir. Og það skiptir gríðarlega miklu máli að stjórnvöld hlúi vel að viðskiptalífinu þannig að það fái að vaxa og blómstra. Það gerum við með því að búa þeim vinveitt umhverfi og góð vaxtarskilyrði.

Ég er hins vegar einn af þeim sem tel að hagsmunir neytenda og t.d. íslenskra banka eigi að geta farið saman. Og að neytendur eigi líka að njóta ágóðans af því hversu vel hefur gengið. Öflug samkeppni er og á að vera kjarabarátta nútímans
 
Eðlileg verðmyndun á öllum sviðum samfélagsins
Það er ánægjulegt að geta bent á að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að við viljum ,,að heilbrigð samkeppni og eðlileg verðmyndun þrífist á öllum sviðum atvinnulífsins og að neytendur njóti góðs af þeirri samkeppni." Þá munu ríkisstjórnarflokkarnir efla bæði samkeppniseftirlit og fjármálaeftirlit og tryggja að íslensk fyrirtæki búi við bestu samkeppnis- og rekstrarskilyrði sem völ er á.
 
Skortur á hreyfanleika viðskiptavina
Samkeppniseftirlitið hefur gagnrýnt skort á hreyfanleika viðskiptavina bankanna og nefndi sérstaklega stimpilgjaldið í því sambandi. Það er skemmst frá því að segja að ríkisstjórnarflokkarnir hafa ákveðið að afnema stimpilgjaldið sem er risavaxið skref til kjarabóta og eykur hreyfanleika svo sannarlega.sólsetur

Ég hef einnig talið æskilegast að uppgreiðslugjöld bankanna lækki og að lántöku- og innheimtugjöld séu helst ekki hærri en sem nemur kostnaði bankanna.

Það þarf hins vegar að hafa í huga að samkeppnin getur verið mjög mismunandi eftir sviðum og má þar nefna samkeppnina um fyrirtækin, almenning, gjaldeyrisviðskiptin, skuldabréfin og ekki síst um íbúðalánin. Á sumum þessara sviða er mikil samkeppni og á öðrum minni. Síðast í gær fékk ég símtal frá einum bankanna um að ég ætti að bera saman viðskiptakjör mín og þau sem sá banki bauð og helst flytja mín viðskipti til þeirra.
 
Stjórnarskrá atvinnulífsins
Við, neytendurnir, eigum að bera kjör saman. Það er auðvitað eðlilegt að neytendur séu kröfuharðir og það er beinlínis hlutverk þeirra að vera á tánum og krefjast bestu mögulegu kjara.

Svo má ekki gleyma því að samkeppnisyfirvöld hafa sjálf ýmis konar úrræði. Þau geta brugðist við telji þau að markaðsráðandi staða sé misnotuð. Þau geta einnig brugðist við ef samkeppniseftirlitið telur að einhvers konar samningar eða samþykktir séu á milli fyrirtækja sem koma í veg fyrir samkeppni eða takmarka hana.

Ég hreifst mjög af afstöðu Hæstaréttar Bandaríkjanna í þessum efnum sem ég kynnti mér lítillega þegar ég vann að kandidatsritgerð minni í lögfræði sem var á sviði samkeppnisréttar. Samkeppnislög voru þar nefnd stjórnarskrá atvinnulífsins. Það finnst mér rétt nálgun og það á ekki að vera nein ástæða fyrir atvinnulífið að óttast samkeppnisyfirvöld. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Sammála þessu sem þú segir. Það er lykilatriði í hreyfanleika viðskiptavina að fella niður stimpilgjöld, eins og við höfum reynt lengi. Síðan finnast mér þessi uppgreiðslugjöld bankanna mjög óeðlileg og þau hefta einnig hreyfanleika viðskiptavina.

Skýring á háu verðlagi hér á landi er að miklu leiti vegna lítillar samkeppni á mörgum sviðum. Því er það ágætlega sagt að hér er kjarabarátta nútímans.

Eggert Hjelm Herbertsson, 9.6.2007 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband