Hægt að selja börn og konur aftur og aftur

fangelsiÉg og frúin höfum undanfarin tvö kvöld verið föst fyrir framan skjáinn og horft á framhaldsmynd mánaðarins  á Stöð 2. Það eru ár og dagar síðan við höfum horft á slíkar gæðamyndir sem eru víst ætíð sýndar í tveimur hlutum og sitthvorum megin við gjalddaga áskriftar.

Nútímaþrælahald
En hvað um það. Efni framhaldsmyndar þessa mánaðar var um mansal. Dregnar voru upp skelfilegar aðstæður þolenda mansals, hvort sem þeir voru börn á Fillipseyjum eða  austur-evrópskar stúlkur í leit að betra lífi. Bent var á að mansal væri ört vaxandi vandi um allan heim enda væri hægt að selja börn og konur aftur og aftur á sama tíma og grammið af eiturlyfjum væri bara hægt að selja einu sinni.

Mansal er nútímaþrælahald sem við verðum öll að berjast gegn. Það þarf ekki síst að vinna gegn eftirspurninni sem kallar því miður á æ meira framboð. Mikilvægt er að hafa í huga að mansal er hin hliðin á vændi. Þetta tvennt helst í hendur.

5 baráttur að tapast
Það hefur alltaf verið mér minnistætt þegar ég las einhvers staðar að maðurinn væri að tapa 5 baráttum. Baráttan gegn fíkniefnum, baráttan gegn ólöglegri vopnasölu, baráttan gegn peningaþvætti, baráttan gegn broti á höfundarétti og síðast en ekki síst baráttan gegn mansali sem er hvað ógeðfelldast af þessu öllu saman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Baráttan gegn eiturlyfjaógninni er sú barátta sem er hvað mest í deiglunni hér á landi. 

Ég held að stórbætt meðferðarúrræði fyrir ungar fíkniefnaþolendur vanti hér á landi. Svona mál verða ekki leyst með ódýrum lausnum, eins og dæmin sanna.

Árangur tollgæslunnar og löggæslunnar er kannski ekki nægilega góður. Hvernig er unnt að bæta hann?  Sumir segja að ef tolleftirlit sé hert muni syglarar finna enn aðrar smygl leiðir inn í landið.

Ég bý á Seyðisfirði. Hér kemur bílferja vikulega.  Tollgæslan hér hefur vakið mikla athygli fyrir árangur sinn undanfarið.   

Ég efast um að tollur og lögga og hert viðurlög dugi í þessum efnum.

Það þarf fleira að koma til.

Jón Halldór Guðmundsson, 6.6.2007 kl. 17:00

2 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Stattu þig! Við þurfum að berjast gegn "human trafficing" á alþjóðavettvangi.  kv.

Baldur Kristjánsson, 6.6.2007 kl. 23:45

3 identicon

Ágúst minn - Ætli það væri hægt að fara af stað með áróður um hversu karlmenn gera lítið úr sinni sjálfsvirðingu með því að sofa hjá konu sem hefur í raun engan áhuga á þeim - sefur bara hjá þeim af því þeir borga henni fyrir það?

-Hvaða skilaboð eru þeir að gefa um sjálfan sig? Að þeir eigi engan séns nema svona í kynlíf? Standi sig ekki í rúminu með konunni og hún nenni ekki lengur að lifa með þeim kynlífi þess vegna? - Hvers vegna þurfa þessir karlmenn að borga fyrir kynlíf?

Að þeir eigi að vera stoltari í sér en þetta? Því þeir sem framkvæma að kaupa sér kynlíf lítilsvirða ekki aðeins seljandann - heldur ekki minna sjálfan sig - segir svo margt um þá sjálfa - að þeir geti hugsað sér að lifa kynlífi með einstaklingi sem hefur í raun engan áhuga á þeim sjálfum sem persónu - þeir eru bara að fá hluti með því valdi sem peningar gefa.

Ég skil ekki að slíkt kynlíf geti gefið nokkuð af sér milli manneskja eins miklar tilfinningaverur og við í raun erum - þráum að elska og vera elskuð. Ekkert slíkt berst fólks á milli í svona samspili.

- Hmmm.....þetta er umhugsunarefni....

Ása (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband