Nýmæli í íslenskri pólitík

peningar a treÍ morgun var ég fundarstjóri á afar fjölmennum fundi Samfylkingarinnar um efnahagsmál. Tilefnið var að faglegur starfshópur á vegum Samfylkingarinnar var að skila af sér ítarlegri og fróðlegri greinargerð um stöðu efnahagsmála. Þar er einnig greint frá þeim mistökum sem hafa valdið hér ofþenslu og ójafnvægi síðustu ára og lagðar eru til nokkrar skynsamar aðgerðir í hagstjórninni.

Það var mjög gaman að taka þátt í þessari vinnu en ýmsir sérfræðingar komu að gerð þessa rits sem verður að teljast vera nýmæli í íslenskri pólitík.

Ritstjóri og formaður Hagráðsins, eins og við köllum það, er Jón Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Norræna fjárfestingarbankans, ráðherra og seðlabankastjóri.

Það er mikill akkur fyrir stjórnmálaflokk að hafa aðgang að framúrskarandi sérfræðingum á sviði hagstjórnar.

Við í Samfylkingunni vitum að efnahagsmál eru dauðans alvara og það er grundvallaratriði að hér sé stunduð skynsamlega hagstjórn. Á það hefur mjög vantað enda gætu lífskjör allra verið enn betri en þau eru núna ef ekki hefði komið til hagstjórnarmistaka hins opinbera.

Hér fyrir neðan má finna nokkur stikkorð frá Jóni Sigurðssyni sem notuð voru til að kynna ritið góða en þau eru langt frá því tæmandi:

  • Íslenska hagkerfið í miklu ójafnvægi
  • Viðskiptahalli aldrei meiri
  • Afar háir vextir, óstöðugt gengi
  • Verðbólgan 2-3 falt meiri en verðbólgumarkmið
  • Stefnir í halla á ríkissjóði á næsta ári
  • Hættumerki á alþjóðlegum fjármálamarkaði
  • Ennfremur þarf að bæta fyrir vanrækslusyndir á sviði félagsmála og kjarajöfnunar
  • Samstillingu vantar í hagstjórnina
  • Nýtt og betra vinnulag þarf við hagstjórnina
  • Bæta fjárlagagerð og eftirlit með framkvæmd
  • Stefna að þjóðarsátt um efnahags- og félagsmál
  • Peningamálastjórn með verðbólgumarkmiði, fljótandi gengi og stýrivöxtum ekki gefið góða raun
  • Verðbólgumarkmið hafa ekki náðst
  • Stýrivextir Seðlabanka 14,25% - aldrei hærri
  • Vaxtamunur milli Íslands og helstu markaðslanda -aldrei meiri
  • Gengi krónunnar hefur sveiflast afar mikið
  • Evru-aðild sem markmið gæti verið kjölfesta fyrir hagstjórnina
  • Tekjuafgangur og lækkun ríkisskulda vegna tekna af ofþenslu og eignasölu, fremur en vegna árangurs í útgjaldastjórn
  • OECD og IMF gagnrýna skattalækkun og útgjaldaauka ríkisins 2006 og 2007
  • Halli á ríkissjóði framundan
  • Hagstjórn hafi áhrif á tímasetningu og umfang stórframkvæmda með tilliti til þjóðarhags og umhverfis
  • Árin 1995-2006 jókst hlutur ríkisins í vaxandi þjóðartekjum - úr 32% í 41%
  • Hlutfall skatta hjá fólki með lágar og miðlungstekjur hefur hækkað
  • Ójöfnuður í skiptingu ráðstöfunartekna heimilanna hefur aukist
  • Kjör lífeyrisþega og barnafjölskyldna hafa dregist aftur úr
  • Heildarendurskoðun þarf á skattkerfi og lífeyriskerfi
  • Sanngjarnari niðurjöfnun skatta nauðsyn - án þess að skattar í heild hækki
  • Létta skattbyrði fólks með lágar tekjur
  • Samræma skatta af fjármagnstekjum og lífeyri
  • Þarf að borga sig fyrir lífeyrisþega að afla tekna
  • Sérstakt átak til að bæta aðbúnað og umönnun aldraðra og öryrkja
  • Bæta kjör barnafjölskyldna og hækka barnabætur
  • Markmiðið að útrýma fátækt á Íslandi
  • Fákeppni, háir óbeinir skattar á innflutning og hár fjármagnskostnaður halda uppi háu verðlagi
  • Stuðlum að samkeppni með opnun markaða í alþjóðlegu samstarfi
  • Skerpum framkvæmd samkeppnislaga
  • Samkeppnislög nái til allra atvinnugreina
  • Landbúnaðarkerfið með miðstýringu á framleiðslu og verðmyndun veldur miklu um hátt matvælaverð
  • Framleiðslustyrkir landbúnaðar binda allt of mikið fé á fjárlögum
  • OECD mælir með verulegri lækkun framleiðslustyrkja til landbúnaðar
  • Hverfum frá framleiðslutengdum styrkjum, ofurtollum og sköttum á innflutta matvöru - í samstarfi við bændur
  • Aðlögun að nýjum framleiðsluháttum með öflugum stuðningi við starfsmenntun og stofnun nýrra fyrirtækja
  • Framleiðslustyrkir landbúnaðar binda allt of mikið fé á fjárlögum
  • OECD mælir með verulegri lækkun framleiðslustyrkja til landbúnaðar
  • Hverfum frá framleiðslutengdum styrkjum, ofurtollum og sköttum á innflutta matvöru - í samstarfi við bændur
  • Aðlögun að nýjum framleiðsluháttum með öflugum stuðningi við starfsmenntun og stofnun nýrra fyrirtækja
  • Viðskiptafrelsi mikilvæg forsenda framfara
  • Aðild að ESB vænleg leið til þess að brjótast út úr stöðnuðu landbúnaðarkerfi
  • Íslenskir bændur fengju öflugan stuðning úr sjóðum ESB ef til aðildar kæmi
  • ESB aðild fylgdi mikil lækkun matvælaverðs og aukin samkeppni neytendum til hagsbóta

mbl.is Hagstjórnarvandi næstu ríkisstjórnar verður ærinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gerði þessa sömu frétt að umfjöllunarefni í blogginu mínu og finnst sú nálgun Samfylkingar að setja saman rit eins og þetta gefa fullt tilefni til að ætla að flokkurinn ætli að sýna ábyrgð og nálgast málin af skynsemi í stað þess að vera með einhverja flugeldasýningu í formi óraunhæfra kosningaloforða. Gott mál það. 

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 14:12

2 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Ég mætti á þennan fund og finnst þetta stórmerkilegt framtak hjá Samfylkingunni. Svona á að vinna í stjórnmálum. Ágúst þú stóðst vel vaktina sem fundarstjóri.

Eggert Hjelm Herbertsson, 11.4.2007 kl. 14:28

3 identicon

Það hljómar eins og við stöndum frammi fyrir hruni íslensks efnahags. 

Að ástandið hafi aldrei verið verra og íslendingar þurfa brátt að reiða sig á matvælaaðstoð frá Sameinuðu þjóðunum.

Málið er það einfaldlega Ágúst að Samfylkingin virkar ekki sannfærandi ef hún málar ástandið í efnahagsmálum svona svörtum litum.

Manstu hvernig málflutningi þið unnuð borgina á sínum tíma?  Ég held að það sé tími tilkomin að rífja það upp.

Kalli (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 15:06

4 identicon

Ok, ef þetta er ástandið á Íslandi í dag þá er ég í miklum vandræðum.  Ég veit ekki í hvaða landi ég hef búið undanfarið því þar sem ég bý er ástandið langt í frá svona   Þar hefur fyrirtækjum verið skapað frábært umhverfi til að starfa og skila nú miklum hagnaði.  Skatttekjur ríkisins hafa aldrei verið meiri bæði vegna greiðslna frá fyrirtækjum og einstaklingum.  Ég geri ráð fyrir að þeir einstaklingar sem nú komast í þá stöðu að greiða skatta séu ánægðir að leggja til samfélagsins eins og aðrir.  Atvinnuleysi er ekkert, kaupmáttur aukist og almennt líður fólki vel.  Ef þú veist í hvaða landi ég bý láttu mig vita því ekki getur það verið Ísland miðað við ástandið þar samkvæmt þessari skýrslu sem þú ert svona ánægður með. 

Skúli (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 16:29

5 identicon

... eins og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar sagði á fundi á Húsavík, það má alls ekki setja framkvæmdir við tónlistar- og ráðstefnuhús í Reykjavík á ís eða frest vegna álversframkvæmda úti á landi, hér á Húsavík né heldur að fresta samgöngum í Reykjavík vegna þessarra framkvæmda. Hvar er hagstjórnarvitið núna?

Hjálmar Bogi (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 17:43

6 identicon

Ég hef ekki séð Samfylkinguna vísa í skattahækkanir áður en ...

  • Sanngjarnari niðurjöfnun skatta nauðsyn - án þess að skattar í heild hækki

... bendir aftur á móti til þess að skattar verði hækkaðir á hærri tekjur eða fyrirtæki.

Líka alltaf áhugavert að Samfylkingin tönnslast á því að viðskiptahallinn hafi aukist og vextir hækkað en eins og flestir ættu að vita þá veldur aukin velmegun yfirleitt hækkun á þessum lykiltölum.

Kalli (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 17:49

7 Smámynd: Kristján Pétursson

Mjög vel grundvölluð og skilvirk greinargerð.Nú er bara að koma þessum niðurstöðum efnahagsmála ríkisstjórnarinnar til kjósenda.Þetta er ótrúleg og sönn upptalnig á stjórnsýslunni sem ekkert STOP eða bremsukerfi ræður við.

Kristján Pétursson, 11.4.2007 kl. 21:52

8 identicon

Það er stoltur Samfylkingarmaður sem las þennan pistill þinn Ágúst Ólafur. 

Þessi útlistun á ástandi efnahagsmála er löngu tímabær lesning fyrir alla íslendinga!

Kveðja,

GHS

Gísli Hjálmar (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 09:56

9 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Fögnum vönduðu riti og reynum að koma innihaldinu rækilega inn í umræðuna!

Jón Þór Bjarnason, 12.4.2007 kl. 10:37

10 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Varð fyrir vonbrigðum með ritið. Sjá hér

Gestur Guðjónsson, 12.4.2007 kl. 11:17

11 Smámynd: Björn Viðarsson

Hvernig geta menn fullyrt svona vitleysu eins og fram kemur í ritinu? Er það vönduð greining efnahagsmála að taka bara einstakar mælitölur úr samhengi sem lita ástandið svart? Halda menn að kjósendur séu algjörir bjánar?

Með svoleiðis vinnubrögðum fær fólk þá niðurstöðu sem það vill. Ef málin væru nákvæmlega eins en Samfylkingin hefði verið við stjórn í þessi 12 ár í stað sjálfstæðisflokks þá hefði yfirskrift skýrslunnar verið á þessa leið:

"Framfarir og aukin velferð. Höldum áfram á þessari braut." 

Björn Viðarsson, 12.4.2007 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 144278

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband