Þetta ætti að vera stærsta kosningamálið

Barn me- hattEf stjórnmál ættu að snúast um eitthvað eitt framar öðru þá ætti það að vera börnin. Mér finnst að málefni barna eigi að vera eitt stærsta kosningamálið. Þar eru stærstu hagsmunirnir á ferð.

Á meðan um 5.000 börn eru undir fátæktarmörkum, á meðan barnafátækt er tvöfalt meiri hér en á hinum Norðurlöndunum, á meðan 8.500 börn hafa ekki farið til tannlæknis á þremur árum, á meðan um 4.000 tilkynningar berast árlega til Barnaverndarstofu og á meðan ríkisstjórnin er búin að skerða barnabætur samanlagt um 11 milljarða kr þá er eitthvað að.

Þess vegna hefur Samfylkingin lagt fram ítarlega aðgerðaáætlun um hið unga Ísland.

Þar kemur m.a. fram að Samfylkingin vill:

1. Stytta vinnuvikuna í samráði við aðila vinnumarkaðarins

2. Fría tannvernd og afsláttarkort vegna tannviðgerða barna

3. Koma á sólarhringsaðstoð og ráðgjöf við unga fíkniefnaneytendur og börn með bráð geðræn vandamál

4. Ókeypis námsbækur í framhaldsskólum

5. Lengja fæðingarorlofið í 12 mánuði í áföngum og breyta reglum þannig viðmiðunartími við útreikninga orlofs verði styttur og að orlofið nýtist einstæðum foreldrum að fullubarbapapa

6. Hækka barnabætur og vaxtabætur

7. Tryggja gjaldfrjálsa menntaleið í gegnum leik- og grunnskóla

8. Tryggja að öll börn geti tekið þátt í íþrótta-, tómstunda- og félagsstarfi

9. Að börn innflytjenda fái sömu tækifæri og þjónustu og íslensk börn, m.a. með stóraukinni áherslu á íslenskukennslu og stuðning í skólum

Annars má lesa um allar tillögurnar hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Egilsson

Eru 6% barna undir fátækramörkum? Skv Hagstofunni eru 84000 börn 18 ára og yngri á Íslandi, eru virkilega 5.000 af þeim undir fátækramörkum? Hvernig færðu þessar tölur út?

Hallgrímur Egilsson, 2.4.2007 kl. 13:04

2 Smámynd: Hallgrímur Egilsson

"Lengja fæðingarorlofið í 12 mánuði í áföngum og breyta reglum þannig viðmiðunartími við útreikninga orlofs verði styttur og að orlofið nýtist einstæðum foreldrum að fullu"

Á að auka misskiptinguna í velferðarmálum núna? Er planið virkilega þannig að refsa manni enn meira fyrir að vera heiðarlegur og skrá í sambúð eða gifta sig?

Hallgrímur Egilsson, 2.4.2007 kl. 13:11

3 Smámynd: Ágúst Ólafur Ágústsson

Sæll Hallgrímur 

Samkvæmt skýrslu forsætisráðherra um fátækt barna sem var gerð samkvæmt beiðni Helga Hjörvars segir m.a.:

"Eins og áður segir teljast 6,6% barna hafa búið í fátækt á Íslandi árið 2004. Þetta eru alls 4.634 börn í 2.977 fjölskyldum."

Alls nutu um 4.600 heimili fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögum árið 1998 og um 6.300 árið 2003. Í skýrslunni stendur ennfremur: "Frá árinu 1998–2003 fjölgaði heimilum fjárhagsaðstoðarþega með börn um 44% en um 35% hjá öllum heimilum sem njóta fjárhagsaðstoðar."

Bestu kveðjur,
Ágúst Ólafur

Ágúst Ólafur Ágústsson, 2.4.2007 kl. 13:50

4 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Er það ekki tímaskekkja að ætla sér að stytta vinnuvikuna, þegar skortur á vinnuafli er vaxandi vandamál? Sumar þjóðir reyna nú eftir fremsta megni að halda eldra fólki lengur á vinnumarkaði, svo er innflutt vinnuafl lausn sem allstaðar er notuð í vaxandi mæli, en spurning hvort við viljum ýta enn frekar undir þennan vanda með styttingu vinnuvikunnar? Það getur ýtt undir margþættan hagfræðilegan vanda ef framboð og eftirspurn á vinnumarkaði eru í ójafnvægi.

Jón Þór Bjarnason, 2.4.2007 kl. 14:19

5 identicon

Þetta er það sem strendur orðrétt í skýrslunni

1.      Ísland er í hópi þeirra OECD-ríkja þar sem fátækt barna mælist hvað minnst. Þannig teljast 6,6% íslenskra barna hafa búið við fátækt á árinu 2004. Ef tekið er tillit til námslána frá LÍN lækkar hlutfallið í 6,3%. Meðlagsgreiðslur til einstæðra foreldra lækka þetta hlutfall enn frekar en ekki liggja fyrir fullnægjandi tölulegar upplýsingar um þessar fjárhæðir.

Sufjan (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 14:43

6 identicon

Mjög sammála þér hér Ágúst. Voðalega er annars fólk með mikinn móral sem er að kommeta á síðuna þína. Þarf sterk bein að standa í þessu! Good luck :-)

Þóra (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 15:12

7 Smámynd: Helga Sigrún Harðardóttir

Heill og sæll Ágúst Ólafur. Mikið óskaplega þakka ég ykkur Samfylkingarfólki vel fyrir að taka upp stefnu Framsóknar í hverju málinu á fætur öðru. Unga Ísland er þar ekki undanskilið nema að litlu leyti. Reyndar hefur nú þegar verið brugðist við mörgum þessarra mála og unnið er að þeim, en það er gott að vita hvað þið fylgist vel með á miðjunni. Bestu kveðjur til þín og þinna.

Helga Sigrún Harðardóttir, 2.4.2007 kl. 16:45

8 Smámynd: Eva Kamilla Einarsdóttir

Ég er sammála þér, og hélt að málefni barna væri eitthvað sem allir gætu verið sammála um að skipti meira máli en allt annað þegar kemur að því að tryggja bestu framtíð samfélagsins, en ég er ánægð með að alla vega einn flokkur vilji gera þetta að kosningamáli.

Eva Kamilla Einarsdóttir, 2.4.2007 kl. 17:40

9 identicon

Í raun er svosem alveg sama hvaðan gott kemur en því miður getur Framsóknarflokkurinn eignað sér málefnið Unga Ísland. Einfaldlega að það eina sem tengist á einhvern hátt þessu  málefni eru 36 orð um forvarnir í stefnu Framsóknarflokksins. Orðin um innrásina í Írak eru fleiri. gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 18:22

10 Smámynd: Eiríkur Briem

Var að kynna mér tillögur ykkar um málefni fjölskyldunnar. Verð að segja að mér líst mjög vel á stefnu ykkar í þessum málum og vona að markmið ykkar verði að veruleika á komandi kjörtímabili. 

Eiríkur Briem, 2.4.2007 kl. 20:08

11 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Hvað skal nú segja um þjóð,
sem forgangsraðar steypu börnum ofar.
Auðvelt væri að laga slíkan ljóð,
ráðherra úrbótum fyrir kosningar lofar.

En það stóð aldrei til hjá honum,
að standa nokkurntímann við það.
Á meðan við bíðum og vonum,
að börn og veikir fái sinn stað.

Í velferðarþjóðfélagi eins og okkar,
ætti þetta ekki að þurfa að vera svona.
Meðan glóandi gullið ráðamenn lokkar
gráta okkar minnstu bræður og vona.

  ( Georg Pétur Sveinbjörnnson 2006 )

Georg P Sveinbjörnsson, 2.4.2007 kl. 20:54

12 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Þakka þér fyrir að koma með þessi málefni, ég get sagt þér Ágúst að ég hef lesið rannsóknir á fátækt barna hér á landi og það var sorglegt að lesa mart af því. Ritgerðin heitir Fátækt barna í velferðarríkjum og er eftir þær Guðný Björk Eydal og Cynthia Lisa Jeans. Mér finnst ekki í lagi að stéttaskipting sé svo mikil hér, að meðan sumir lifa við allsnægtir, að þá þurfi börn fyrir fermingaraldur að vinna fyrir heimili sínu.... Finnst þér þetta hægt ? Lastu um draumalandið mitt á blogginu mínu ?

Bestu kveðjur Inga 

Inga Lára Helgadóttir, 3.4.2007 kl. 00:22

13 Smámynd: Ibba Sig.

Er það ekki týpískt að hér mætir fulltrúi Framsóknarflokksins og eignar sér stefnuna Unga Ísland. Hefur flokkur hennar ekki verið í stjórn síðan sautjánhundruð og súrkál án þess að taka til hendinni í þessum  málum?

Ibba Sig., 3.4.2007 kl. 14:54

14 identicon

Bíðum nú við.  Var ekki upprunalegur texti þessa bloggs einhvernveginn öðruvísi? Hélt að flestir bloggarar létu lesendur sína vita ef upprunalegum texta er breytt. Af hverju sá hinn ágæti höfundur þessa texta ástæðu til að breyta honum?

Sufjan (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 15:24

15 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Virkilega flottar tillögur.

Tómas Þóroddsson, 4.4.2007 kl. 00:37

16 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Hver er hér fulltrúi Framsóknarflokksins ?

Inga Lára Helgadóttir, 4.4.2007 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 144274

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband