Hvað er málið með Halifax?

jordinHvað er málið með Halifax? Á hverju einasta vori fer Icelandair mikinn og auglýsir ferðir sínar. Þar efst á blaði blasir ætíð við ferð til Halifax. Lagst er í talsverða auglýsingaherferð um að nú þurfi landinn að skella sér til Halifax. En hvað er málið með Halifax? Og hverjir fara eiginlega til Halifax? En í raun og veru er stóra spurningin í þessu sambandi, af hverju er fólk að fara til Halifax?

"Elskan, ég er búinn að kaupa ferð til útlanda. Það er Halifax."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Jæja Ágúst nú upplýsiru miklu vanþekkingu. Icelandair hefur ekki flogið til Halifax síðan að mig minnir 2001 eða 2002 þannig að ekki geta þeir verið að auglýsa flug til Halaifax á hverju einasta vori er það. snýst ekki auglýsingaherferðin þetta skiptið um að benda fólki á að þessi valkostur er til staðar aftur eftir hlé? Sjálfur hef e´g komið 3 til Halifax og líkað mjög vel. borgin er falleg og nánasta umhverfi líka, mjög góðir veitingastaðir og meira að segja Casino  Og svo er mjög ódýrt og gott að versla í Halifax. Síðan held ég nú að fyrir marga sem eru að fljúga til Norður Ameríku og þá sérstaklega Kanda og hafa hingað til þurft að lenda fyrst í Boston sé þetta mjög góður valkostur á þeirra leið. Allavega er alls ekki gaman að fara í gegnum Logan airport í Boston síðan 9/11 kallinn minn. 

En ég hvet þig til að kikja til Halifax í helgarferð með konuna og njota þess að borða góðan mat, versla ódýrt og lifa lífinu aðeinsí stað þess að tuða yfir því að Icelandair hafi verið að bæta flugleiðinni við aftur

Tek það fram að ég hef engra hagsmuna að gæta varðandi Icelandair. en mun örugglega nýta mér þessa flugleið aftur. 

Guðmundur H. Bragason, 17.2.2007 kl. 03:16

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Já Halifax. :-)
Er það ekki einmitt næst þeim punkti þar sem Íslenskar landnemabyggðir hafa fundist? Varla nema nokkurra tíma ferð með bílaleigubíl. Svo eru allir staðir spes ef maður skoðar sig vel um. Hef þó aldrei komið þangað en datt þetta einmitt í hug um daginn að ekki væri vitlaust að prófa að fljúga og skoða sig um.

Hvað ertu annars að skrifa þarna á myndinni þinni? Ástarbréf?

Ólafur Þórðarson, 17.2.2007 kl. 03:21

3 Smámynd: Júlíus Valsson

Þetta er mjög áhugavert! E.t.v. geta Flugleiðir grúpp boðið okkur lægra eldsneytisgjald á þessari flugleið þar sem samkeppnin er þar engin? (he!he!). Ég kom einu sinni til Eskilstuna í Svíþjóð.  Fór þangað til að hitta Lárus vin minn. Þar sást enginn á ferli og öll kvikmyndahús voru lokuð yfir sumartímann. Það er örugglega hægt að fá ódyrar ferðir þangað, ekki getur samkeppnin verið mikil á þeirri leið. Upplagt fyrir heimspekinga, skáld og fólk sem vill fá að vera í friði.
Að lokum legg ég til að stofnað verði alvöru flugfélag, sem keppir við Flugleiðir grúpp. 

Júlíus Valsson, 17.2.2007 kl. 11:21

4 identicon

Þetta eru bændaferðir, Hali-fax.

Eiríkur Kjögx, Bláregnsslóð 2 (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband