Heimila auglýsingar lækna

Ég hef lagt fram tillögu á Alþingi um að auglýsingar lækna, tannlækna og annarra heilbrigðisstétta sem og auglýsingar heilbrigðisstofnana verði heimilaðar.
Nú er flestum heilbrigðisstéttum og –stofnunum óheimilt að auglýsa starfsemi sína. Þannig er komið í veg fyrir að almenningur geti fengið nauðsynlegar upplýsingar um heilbrigðisþjónustu. Sjúklingar verða því að treysta á umtal, ímynd og orðróm þegar þeir velja sér heilbrigðisþjónustu. Almenningur á oft fjölbreytilega valkosti milli lækna og heilbrigðisstofnana sem keppa um þjónustu og aðstöðu fyrir almenning þrátt fyrir að í flestum tilvikum sé hið opinbera sem greiðir fyrir þjónustuna. Enn ríkari ástæður eru fyrir því að afnema auglýsingabann hjá tannlæknum þar sem þeir hafa frjálsa gjaldskrá.
Á sínum tíma var auglýsingabann talið nauðsynlegt vegna fámennis í landinu og kunningsskapar og talið halda uppi aga innan stéttarinnar. Ég tel að þessi rök eigi ekki við í dag, hafi þau einhvern tímann átt við. Núverandi auglýsingabann er sömuleiðis erfitt og flókið í framkvæmd. Í nágrannaríkum má finna mun frjálslegri lagasetningu hvað varðar auglýsingar heilbrigðisstétta og -stofnana en það sem gildir hérlendis.
Auglýsingar um heilbrigðisþjónustu munu að sjálfsögðu vera bundnar reglum samkeppnislaga sem koma m.a. í veg fyrir að rangar, ófullnægjandi eða villandi upplýsingar. Siðreglur fagfélaga leggja sömuleiðis ýmsar kröfur á sína félagsmenn.
Ég legg ríka áherslu á að afnám auglýsingabanns lýtur einungis á að auka upplýsingaflæði til almennings en ekki að einhvers konar markaðsvæðingu heilbrigðisþjónustunnar. Til eru mörg dæmi þess að gjaldfrjáls almannaþjónusta auglýsi sína þjónustu og má þar nefna t.d. framhaldsskóla.
Hægt er að nálgast málið í heild sinni með því að smella hér

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Leita í fréttum mbl.is

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband