21.1.2008 | 22:47
Skuldar borgarbúum skýringar
Hlutirnir hafa heldur betur breyst hratt í pólitíkinni. Fyrst voru það milljón króna fötin og hnífasettin í Framsókn. Og nú er það nýr meirihluti í höfuðborginni.
Eftir að hafa horft á einn versta blaðamannafund sem haldinn hefur verið norðan Alpafjalla þegar nýr meirihluti var kynntur á Kjarvalsstöðum er ljóst að það er ástæða til að hafa talsverðar áhyggjur af stöðu mála hér í borginni.
Það sér hver maður að hinn nýi meirihluti í borginni er afskaplega veikur og málaefnaskráin þunnur þrettándi þó það sé látið heita að hún snúist um aukið öryggi, betri almenningssamgöngur og bætta velferð. Sömuleiðis er ljóst að Ólafur F. skuldar borgarbúum frekari skýringar á liðhlaupi sínu. Ólíkt því þegar meirihluti D og B sprakk í borginni virðist hér ekki hafa verið neinn aðdragandi að sprengjunni nú og ekki neinar pólitískar deilur eða persónuleg missklíð sem geta útskýrt gjörðir Ólafs F. í þessu máli.
Augljóst er að Ólafur F. var einungis að hugsa um sinn eigin rass þegar þessi ákvörðun var tekin og tók hana að auki án alls samráðs við sína samstarfsfélaga í borginni. Borgarbúar súpa seyðið af þessum farsakenndu hræringum. Þeir missa öflugan meirihluta sem var bæði atkvæðamikill og vinsæll meðal borgarbúa.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:53 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Málin mín á Alþingi
- Afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum
- Óháðar rannsóknarnefndir
- Lögfesting Barnasáttmála
- Löggjöf um heimilisofbeldi
- Auglýsingar heilbrigðisstétta
- Sérdeild fyrir unga fanga
- Vernd heimildarmanna fjölmiðla
- Líffæragjafir í ökuskírteinum einstaklinga
- Rannsaka þunglyndi eldri borgara
- Sendiráð ESB á Íslandi
- Mistök í heilbrigðiskerfinu
- Fleiri þingmál
Eldri færslur
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004
- September 2004
- Ágúst 2004
- Júlí 2004
- Júní 2004
- Maí 2004
- Apríl 2004
- Mars 2004
- Febrúar 2004
- Janúar 2004
- Desember 2003
- Nóvember 2003
- Október 2003
- September 2003
- Ágúst 2003
- Júlí 2003
- Júní 2003
- Maí 2003
- Apríl 2003
- Mars 2003
- Febrúar 2003
- Janúar 2003
- Nóvember 2002
- Október 2002
Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan.
Fólk
- - -
-
Litla fjölskyldan
Breiðfylking jafnaðarmanna
Mikilvægar stofnanir
Hagfræðin
-
Joseph Stiglitz
-
John Kay
-
Paul Krugman
-
Þorvaldur Gylfason
-
Ásgeir Jónsson
-
Tímaritið Economist
-
Seðlabanki Íslands
-
Rannsóknarmiðstöð um efnahagsmál
-
Ríkiskassinn
-
Hagstofan
Lögfræðin
Atvinnulífið
-
Alþýðusambandið
-
Viðskiptaráð Íslands
-
Samtök atvinnulífsins
-
Samtök iðnaðarins
-
Félag kvenna í atvinnurekstri
-
Samtök sprotafyrirtækja
-
Félag íslenskra stórkaupmanna
-
Samtök verslunar og þjónustu
-
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
-
Impra nýsköpunarmiðstöð
Evrópusamstarf
Hjartans mál
Bloggvinir
-
almapalma
-
andri
-
husmodirivesturbaenum
-
arnalara
-
ahi
-
gusti-kr-ingur
-
alfheidur
-
arniarna
-
asarich
-
astan
-
heilbrigd-skynsemi
-
baldurkr
-
bardurih
-
kaffi
-
bjarnihardar
-
masterbenedict
-
bleikaeldingin
-
salkaforlag
-
bryndisfridgeirs
-
calvin
-
charliekart
-
rustikus
-
dagga
-
deiglan
-
dofri
-
egill75
-
egillg
-
eirikurbergmann
-
eirikurbriem
-
ernafr
-
skotta1980
-
kamilla
-
evropa
-
vinursolons
-
ea
-
fanney
-
arnaeinars
-
gesturgudjonsson
-
gislihjalmar
-
grumpa
-
gudni-is
-
gudbjorgim
-
gudfinnur
-
mosi
-
gummiogragga
-
orri
-
gudridur
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
gunnaraxel
-
gbo
-
coke
-
gunnlaugurstefan
-
gylfigisla
-
holi
-
hallurg
-
handtoskuserian
-
smali
-
hannesjonsson
-
hhbe
-
haukurn
-
heidistrand
-
heidathord
-
latur
-
hlf
-
tofraljos
-
hildajana
-
hildurhelgas
-
hinrik
-
kjarninn
-
hlekkur
-
hrafnhildurolof
-
hrannarb
-
hreinsi
-
hvitiriddarinn
-
hordurj
-
hoskuldur
-
hoskisaem
-
ibbasig
-
ingabesta
-
ingibjorgstefans
-
jara
-
iagustsson
-
ingo
-
id
-
jensgud
-
jenni-1001
-
joik7
-
johannst
-
skallinn
-
joneinar
-
joningic
-
joninaros
-
drhook
-
jonthorolafsson
-
juliaemm
-
julli
-
juliusvalsson
-
komment
-
killerjoe
-
hjolaferd
-
kjoneden
-
kiddirokk
-
kristjanmoller
-
kvenfelagidgarpur
-
lauola
-
lara
-
presleifur
-
korntop
-
matti-matt
-
mortenl
-
olimikka
-
omarminn
-
pallieinars
-
pallkvaran
-
pallijoh
-
palmig
-
robertb
-
salvor
-
xsnv
-
fjola
-
sigfus
-
siggikaiser
-
sigurjonsigurdsson
-
stebbifr
-
fletcher
-
steindorgretar
-
ses
-
pandora
-
kosningar
-
svanurmd
-
svenni
-
saethorhelgi
-
sollikalli
-
thelmaasdisar
-
tidarandinn
-
tommi
-
unnar96
-
sverdkottur
-
valdisa
-
overmaster
-
valgerdurhalldorsdottir
-
valsarinn
-
vefritid
-
vestfirdir
-
ver-mordingjar
-
tharfagreinir
-
steinibriem
-
skrifa
-
thordistinna
-
thorirallajoa
Athugasemdir
Satt segir þú. Þetta var dapurleg brunaútsala á pólitískum hugsjónum og reisn. Virðing mín fyrir Ólafi sem hugsjónamanni hvarf og í stað hennar kom sorg yfir mannlegum brestum og valdagræðgi.
Jón Ingi Cæsarsson, 21.1.2008 kl. 22:51
Því miður eru allir brenndir af fyrri yfirlýsingum þar sem borgarfulltrúar hafa lent báðum megin við borðið. Þess vegna eru ekki mark á takandi á nokkrum borgarfulltrúa Reykjavíkur í dag. Ótrúlegt sjónarspil allra flokka.
Calvín, 21.1.2008 kl. 22:53
Ég er að vona að ég vakni upp í fyrramálið og Ólafur verði kominn með væga flensu og geti ekki mætt í vinnuna. Þar með er meirihlutinn fallinn! Án gríns Hvernig dettur Vilhjálmi í hug að borgarbúar vilji hann aftur sem borgarstjóra eftir klúðrið í haust??
Bergljót Aðalsteinsdóttir, 21.1.2008 kl. 23:10
Ég tek undir með greinarhöfundi um afar sérkennilegan fund. Mín tilfinning er sú að þarna sé eingöngu verið að nota tvo aðila, þ.e. annars vegar Ólaf F. og Vilhjálm Þ. til valdatöku og mér fannst það alveg ótrúlega dapurlegt. Á bak við stóð 6 manna hópur algerlega blindur í því að ná sínu fram, því að sitja að völdum.
Hef einhverja tilfinningu fyrir því að borgarbúar hafi vart komið upp í huga þessa fólks, við því að ná fram markmiði sínu.
Það að bjóða okkur borgarbúum upp á þennan leik í kvöld er með ólíkindum. Það var algerlega ljóst á sínum tíma, á meðan að umræða um samruna og samninga Reykjavík Energy Invest og Geysir Green Energy að borgarstjóri þá og væntanlegt borgarstjóraefni sem Sjálfstæðisflokkurinn býður okkur upp á, varð til þess að ekki er víst að við höldum fullum ráðstöfunarrétti yfir náttúru-auðlindum okkar vegna þess að þáverandi borgarstjóri var ekki viss um hvað í ofangreindum samningum stóð og bar fyrir sig skorti á ensku-kunnáttu.
Hvar er fagmennskan og viljinn til þess að gera sitt besta gagnvart kjósendum? Er þessi ráðstöfun Sjálfstæðisflokksins það besta okkur borgarbúum til handa, eða skiptir það kannski engu máli og bara verið að nota þessa tvo ofangreinda aðila?
Persónur þessara manna skipta minnstu máli, en hér er sjálftaka um völd til þess að stýra stefnu í það hvernig skattpeningum borgarbúa er varið.
Þá verð ég að segja að borgarbúar standa algerlega berskjaldaðir fyrir borgarstjórnarmálum og ekki heyrist í ráðamönnum þjóðarinnar, sem er skömm við þessar aðstæður.
Pólitísk öfl í þessu máli skipta minna máli gagnvart okkur borgarbúum en gjörningur þessi sem - minnir á valdarán - án þeirra hjálpartækja sem tíðkast í lýðræðislega vanþróuðum ríkjum.
Alma Jenny Guðmundsdóttir, 21.1.2008 kl. 23:17
Laukrétt Ágúst Ólafur. Ég framkvæmdi mína krufningu á þessu máli á blogginu mínu. Fjósin lykta betur en þessi gjörningur blindrar valdagræðgi.
Svanur Sigurbjörnsson, 21.1.2008 kl. 23:56
Sammála Ágúst Ólafur, þessi gjörningur er með öllum ólíkindum. Nýr meirihluti er ekki aðeins veikur, hann er fársjúkur og mér liggur við að segja að hann sé andvana fæddur. Valdagræðgi er grundvöllur hans og ekkert annað. Margar vondar tillögur hafa komið frá Kjartani Magnússyni í gegnum tíðina en engin þó eins slæm og þessi sem varð til á heimili hans í dag.
Ingibjörg Hinriksdóttir, 22.1.2008 kl. 00:29
Dapurlegur gjörningur fyrir borgarbúa. Hver vill Vilhjálm sem borgarstjóra????
Hólmdís Hjartardóttir, 22.1.2008 kl. 01:48
Þessi meirihluti hefur þó einhverja málefnaskrá, annað en sá á undan. Samkvæmt Ólafi var það ein helzta ástæðan fyrir því að fór sem fór.
Hjörtur J. Guðmundsson, 22.1.2008 kl. 03:02
Ég held næstum að Bergljót hafi talað fyrir okkur bæði.
Árni Gunnarsson, 22.1.2008 kl. 09:20
Það er með ólíkindum að fylgjast með þessari vitleysu. Grímulaus uppdráttarsýki og ekkert annað. Setti inn færslu um málið í gær, læt það duga í bili.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 22.1.2008 kl. 11:27
Sæll félagi, Fylgist með þessum hörmungum frá Danmörku.
Hvernig stendur á því að íhaldið skuli hafa dottið það í huga að mynda svona veikan meirihluta. Hann er varla starfhæfur. Trúi ekki að sjálfstæðismenn hafi grafið öll sín hnífasett í jörðu eftir hasarinn um daginn og Ólafur en mennskur eins og við og getur fengið kvef...þó læknir sé.
Trú ekki að þetta lifi lengi. Ég vil nýjar kosningar hið fyrsta enda tel ég þetta ekki vera heillaspor fyrir Reykvíkinga.
kveðja,
Páll Einarsson, 22.1.2008 kl. 11:54
þetta er sorglegasti atburður borgarstjórnmála, mér er svosem alveg sama hver ræður en grímulaus siðblinda Ólafs F og barnaskapur frjálslyndra sem fagna þessu er alveg ótrúlega dapurlegt sjónarspil :(
halkatla, 22.1.2008 kl. 13:01
... þetta er fáránleikinn uppmálaður í alla staði.
Hvernig er það; getur Margrét Sverrisdóttir ekki slitið meirihlutanum ef hún tæki sæti Ólafs F. sem varamaður. Það er að segja ef til þess kæmi að hann þyrfti frá að hverfa vegna veikinda og kalla þyrfti til varamann í hans stað?
Gísli Hjálmar , 22.1.2008 kl. 20:19
Sammála þínum sjónamiðum varðandi pólitíkina í Reykjavík, Gengifelling Stjórnmála.
Það er veldur mér meiri undrun, er aðgerðaleysi Ríkistjórnar Íslands, í atvinnu og peningamálum þjóðarinnar. Er Samfylkingin algjörlega búinn að taka að sér hlutverk Framsóknar, að kokgleypa allt frá íhaldinu. Ykkur ber skylda við mig og aðra kjósendur, að taka strax í taumanna, og ganga í að lækka vexti strax, áður en kemur til fjöldagjaldþrota og gríðalegst atvinnuleysi. Að leyfa sér að tala eins og forsætisráðherra og utanríkiráðherra gerðu á dögunum að nú væri bara halda ró sinni, nánast allt væri í lagi hjá okkur, en valdamálin væru erlendis, er hrein móðgun við okkur kjósendur.
Síðustu dægur hafa vel á þriðja hunduð stafsmanna útflutingf. fengið uppsagnarbréf, kveikir það á eingum bjöllum í höfðinu á ykkur.
haraldurhar, 22.1.2008 kl. 21:04
Þessi nýi meirihluti er ekkert veikar en sá sem er að fara frá. Hann hékk líka á einum manni.
Og sá meirihluti gerði lítið annað en hækka álögur á borgarbúa, og samþykkja það sem var löngu búið að koma sér saman um.
Klúður, ja, er þá ekkert klúður sem Dagur og co gerði???
Ég óska þessum nýju stjórnarmeirihluta til hamingju með frábæran málefnasamning. Og vona að það sem kemur svo uppá, verði leyst í sátt og samlyndi.
Nú er kominn tími á að haga sér eins og fullorðið og vel vitiborið fólk.
Ég fer að halda að það sé meira vit í að óska eftir hæfni manna til að stjórna, heldur að óska eftir vottorði frá lækni um heilbrygði viðkomandi.
Og meina ég þetta til allra borgarfulltrúanna, hverra flokka eða óflokka sem þeir eru.
Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 22:37
Til upprifjunar:
Ólafur F. í Silfrinu 2. des. 07
Hér er slóð á viðtal við Ólaf F. Magnússon í Silfri Egils 2. desember síðastliðinn:
http://http.ruv.straumar.is/static.ruv.is/geyma/olafurf.2007-12-02.wmv
Kristján Þór Júlíusson um nýja meirihlutann í Reykjavík:
http://www.visir.is/article/20080124/FRETTIR01/80124016
Hér er því haldið fram að sjálfstæðismenn hafi lekið upplýsingum um heilbrigðisvottorð
Ólafs F,Magnússonar:
http://eyjan.is/hux/2008/01/22/bjortu-hli%c3%b0arnar/
kv. gb
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 17:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.