Lækkum verðlagið

Það ætti ekki að hafa farið framhjá neinum að ný ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks hefur sett neytendamálin á oddinn. Í raun er þetta í fyrsta skipti sem neytendamálin fá þann sess sem þau eiga skilið í íslenskum stjórnmálum. Stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar er afar neytendavænn. Þá hefur viðskiptaráðherra kynnt umfangsmiklar umbætur á sviði neytendamála.

Við munum ryðja í burtu samkeppnishindrunum, s.s. uppgreiðslugjaldi og stimpilgjaldi. Við munum stuðla að lægra verðlagi til samræmis við það sem þekkist í nágrannalöndum, meðal annars með lækkun tolla og afnámi vörugjalda.

Við munum setja lög um greiðsluaðlögun til að skapa leið til að létta oft á tíðum óyfirstíganlega skuldabyrði fólks og setja skýrari reglur um réttarstöðu ábyrgðamanna fjárskuldbindinga til að draga úr vægi sjálfskuldarábyrgða. Sett verða innheimtulög sem takmarka álagðan innheimtukostnað og til stendur að endurskoða lög um óréttmæta viðskiptahætti og gagnsæi markaðar. Við munum einnig efla Samkeppniseftirlitið og Neytendasamtökin og styrkja neytendaréttinn til muna.

Þá ætlar ríkisstjórnin að auka tannvernd barna með gjaldfrjálsu eftirliti og auknum niðurgreiðslum á tannviðgerðum barna og veita nemendum í framhaldsskólum stuðning til kaupa á námsgögnum. Og nú þegar eru hafnar aðgerðir sem eiga að stuðla að lækkuðu lyfjaverði.

Af þessari upptalningu sést glögglega á hvaða leið þessi ríkisstjórn er. Undirliggjandi er skilningur á því að kjarabarátta nútímans snýst ekki eingöngu um hærri laun heldur einnig um að verðlag verði lægra og kjörin betri. Neytendamálin snerta allan almenning og umbætur á því sviði koma öllum til góða.

Það á ekki að vera náttúrulögmál að verðlag sé allt annað og miklu hærra en annars staðar í kringum okkur. Ísland á ekki að þurfa að vera okursamfélag. Stjórnarmeirihlutinn gerir sér grein fyrir því og af þeirri ástæðu verður ráðist í umfangsmiklar breytingar sem munu koma almenningi í landinu til góða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ágúst.

Vonandi að þið gerið eitthvað. Svo sannarlega. Annars hefur SF löngum getað talað og malað rétt eins og aðrir pólitíkusar en lítið framkvæmt þegar kemur að því að standa við stóru orðin.

Björgvin talaði um afnám stimpilgjalda ekki alls fyrir löngu en er ekki búið að taka hann afsíðis og skamma fyrir það? Er það kannski misskilningur hjá mér?

Bíð spenntur eftir að sjá það gerast að stimpilgjöldin verði afnumin því þau eru glæpsamleg og engan vegin forsvaranleg.

Ætlar þú að vinna að því að það gerist?

kv Eggert 

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 12:45

2 identicon

Einmitt Ágúst - ekki nóg að tala fallega - eins og ég einmitt skrifa um í blogginu mínu í gær - öll fögru kosningaloforðin og svo er bara ekkert framkvæmt!!
Fólk er orðið svo vel upplýst nú til dags gegnum alla fjölmiðlana - en þið virðist ekki gera ráð fyrir því og haldið að allt megi segja og enginn fatti neitt??

Ása (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 13:18

3 Smámynd: haraldurhar

Sæll Ágúst.

Jú það er göfugt markmið að lækka verðlagið í þessu okursamfelagi okkar, og get ég tekið undir alla þá punkta sem þú setur hér fram, en svo er það spurning um efndirnar, hef undrast hversu drjúgur viðskiptaráðherra hefur verið að setja mál í nefndir svo maður tali ekki um stýrihópa, teldi beta að ráðherrann framkæmdi sumt af þessu þegar í stað.

Það vakti undrun mína þegar þú tjáðir þig um stýrivexti Seðalabankans í gær, og lýstir þeirri skoðun þinni að okurvextirnir væru nauðsinlegir til að halda aftur af verðbólgu.  Þú sem viðskiptafræðingur veist jafn vel og ég að 14% stýrivextir geta ekki gert neitt annað en að kynnda undir verðbólgu, því enginn almennur launamaður né framleiðslufyrirtæki geta staðið undir þessum vöxtum.  Afleiðing þessa rugls hefur valdið ofskráningu gengis með tilheyrandi viðskiptahalla, en ofsatekjum í ´Ríkissjóð, hrun og greiðsluþrot allra framleiðslufyrirtækja er stunda útflutning eða eru í samkeppni við innfluting, stórfelldan fjarmagnsfl til erl. fjárfesta. Aukið ójöfnuð í þjóðfélaginu, með því að allir sem eitthvað meiga sín hafa nýtt sér vaxtamun, eða fárfest í fasteignum og lóðum, til endursölu.

 Við getum ekki haldið áfram með þessa S-Ameríku vaxastefnu, sem ég álít þú þekkir mæta  vel.  Samfylkingin verður að beita ´sér í því að lækka vexti strax í dag, til samræmis við það sem viðgengst í okkar nágrannalöndum. Það er betra að taka leiðréttingu á genginu í einum bita, og vinna svo ötulega á niðurfellingum á vörugjöldum og sértækum sköttum á innflutingi.

    Spjall ykkar pólítusana í Silfrinu um orkumál, sýndi hversu illa upplýstir þið eruð um þann málaflokk, hvet ég þig til að horfa á þáttinn og sjá og heyra vísdóminn.   Kjarnorka kemur til að verða stærsti orkugjafinn til raforkufrl. í komandi árum og eru nú í dag í byggingu 30 til 4o  ný kjarnorkuver í heiminum. þar af milli 10 til 15 í Kína.

   Sýndu nú rögg, og notaðu kunnáttu þína til góðra verka, en ekki verja það sem þú veist að er rangt eða samrýmist ekki skoðunum þínum, þó einhverjir skirrist við.

haraldurhar, 12.11.2007 kl. 22:40

4 identicon

Ég er mjög sammála Haraldihar - þú Ágúst átt að geta betur og vera meira samkvæmur sjálfum þér.
Vera þú sjálfur - ekki bera andlit allra hinna yfir þínu.

Ása (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 23:24

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég vona svo sannarlega að yfirlýstar áherslur ykkar á neytendamál séu annað og meira en orðin tóm. Ég vænti því skýrrar stefnu um aðgerðir ríkisvaldsins til að stuðla að lægra vöruverði. Þá er ég að tala um beinar aðgerðir sem eru í valdi stjórnarinnar, á borð við lækkun skatta og tolla, afnám innflutningshafta og þess háttar. Að lokum bendi ég áhugasömum á stórgóða grein Guðmundar Marteinssonar í Fréttablaðinu í gær þar sem hann gagnrýnir stjórnmálamenn harðlega fyrir að málflutningur þeirra í neytendamálum snúist oftast um innantómar yfirlýsingar og órökstuddar árásir á kaupmenn.

Þorsteinn Siglaugsson, 13.11.2007 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 144254

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband