Evrópa víða á dagskrá

ThjodminjaÉg vek athygli á þessum fyrirlestrum sem ungir fræðimenn flytja á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og hefjast núna klukkan 13:00 í dag í Þjóðminjasafninu.

Ég hefði sjálfur gjarnan viljað komast en þarna munu meðal annars vera flutt erindi með yfirskriftirnar: "Þjóðarstolt eða samrunaþrá? Almenningsálit á Íslandi og Evrópusambandsaðild" og "Undirliggjandi hugmyndir í íslenskum hafréttarmálum og neikvæðri afstöðu ráðamanna til sjávarútvegsstefnu Evrópubandalagsins"  

Dagskráin nefnist "Dagur ungra fræðimanna" og munu alls 6 ungir fræðimenn kynna niðustöður rannsókna sinna á Evrópummálum.

Ástæða þess að ég missi af þessari áhugaverðu dagskrá er sú að ég er að fara annan mikilvægan fund sem tengist þessum málaflokki, nánar tiltekið í Evrópunefndinni sem forsætisráðherra skipaði árið 2004.

Þar er ég annar fulltrúi Samfylkingarinnar en hinn er Össur Skarphéðinsson. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra er formaður nefndarinnar.

Skipunarbréf nefndarinnar skilgreinir hlutverk hennar svona:

Helstu hlutverk nefndarinnar eru m.a. að kanna framkvæmd EES-samningsins, hvort og þá hvers konar undanþágur séu veittar í aðildarsamningum að Evrópusambandinu, hvað aðild myndi kosta ríkissjóð til lengri og skemmri tíma litið og hverjir væru kostir og gallar evrunnar fyrir Ísland. Auk þess sem skilgreind verði staða Íslands miðað við hina nýsamþykktu stjórnarskrá ESB. Þá verði á vettvangi nefndarinnar rædd þau álitaefni önnur að því er tengsl Íslands og Evrópusambandsins varða og nefndin telur til þess fallin að skýra stöðu Íslands sérstaklega í þessu samhengi.

Eins og sést þá hittir viðfangsefnið vel á umræðurnar eins og þær hafa verið á Íslandi  undanfarin misseri um Evruna o.fl. og ég á von á því að nefndin skili af sér fljótlega. Það verður spennandi að sjá hvort að niðurstöðurnar endurspegli þá breytingu sem er að verða í samfélaginu og atvinnulífinu á afstöðunni til Evrópusamstarfsins og sem ég hef skynjað svo sterkt undanfarið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dagbjört Hákonardóttir

Ég skellti mér í dag og sá fyrri hluta fyrirlestraraðarinnar. Útkoman var vægast sagt áhugaverð í alla staði!

Verð því miður að hryggja þig með því að þarna misstirðu af miklu. 

Dagbjört Hákonardóttir, 1.3.2007 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 144237

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband