Sykurskattur á sykurlaust tyggjó

útsalaÉg var í Kastljósinu í kvöld með félaga mínum Ögmundi Jónassyni. Ég kann mjög vel við Ögmund og hann er fylginn sér, það vantar ekki. Í þetta sinn tókumst við á um hvort opinber neyslustýring í gegnum verðlag virki. Við Ögmundur getum vel verið sammála um markmiðið um að draga eigi úr neyslu á ,,óhollum” vörum og að það þurfi að bregðast við offitu barna. En okkur deilir svo sannarlega á um leiðina að því markmiði.

Ég hef litla trú á opinberri neyslustýringu. Í dag höfum við eina hæstu sykurskatta í heimi á gos en hins vegar er neyslan með því mesta sem gerist. Heimsmarkaðsverð á sykri hefur tvöfaldast á undanförnum misserum. En það hefur ekki slegið á neysluna. Þannig að þessi aðferðarfræði Ögmundar er ekki að virka.

Af hverju kostar sódavatnið jafnmikið og kókið? 
Þetta kerfi er sömuleiðis mjög tilviljanakennt og jafnvel galið. T.d. er sykurskattur lagður á sykurlaust tyggjó en enginn sykurskattur er á sæta mjólkurdrykkir sem geta verið uppfyllir af sykri. Og ef neyslustýring er markmiðið, af hverju ekki hafa kolvetniskatt eða skatt á feitt kjöt eða skyndibita o.s.frv.?

kalkúnnmaturÞað er viðurkennt að hátt verð á gosi hefur áhrif til hækkunar á aðra drykki sem eru á sama markaði en eru ekki skattlagðir sérstaklega. Þetta sést t.d. að hálfur lítri af sódavatni kostar svipað og hálfur lítri af kóki þótt sykurskatturinn sé einungis á kókinu. Þannig ef við lækkum verðið á gosinu þá mun verðið á vatninu einnig lækka.

Stutt í forsjárhyggjuna
Ég held að það sé betra að styðjast við fræðslu og forvarnir í þessu máli heldur en boð og bönn og skatta og álögur. Við eigum að treysta fólki en það getur verði ansi stutt hjá VG að telja sig vita betur en aðrir og hafa vit fyrir þjóðinni. Þetta er bæði gamalsdagsviðhorf og þetta virkar ekki.

En Vinstri grænir mega þó eiga það að þeir eru samkvæmir sjálfum sér í þessu máli enda aldrei lagt áherslu á lækkun matvælaverðs á Íslandi.

barbapapaÞað er hins vegar annað en Sjálfstæðisþingmennirnir, sem trúa ekki á neyslustýringu, en kusu samt gegn afnámi vörugjalda í haust og síðan Sjálfstæðisþingmennirnir, sem trúa á neyslustýringu, en kusu samt með lækkun á virðisaukaskatti á svokölluðum óhollum vörum í haust.

Bandamenn Samfylkingarinnar 
En Samfylkingin ætlar áfram að berjast fyrir lækkuðu matvælaverðið á Íslandi. Og hér í þessu máli á Samfylkingin bandamenn eins og Neytendasamtökin, Samtök verslunar og þjónustu, Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins og hagstofustjórann sem gerði matvælaskýrsluna miklu.

Ég er einnig sannfærður að við eigum öfluga bandamenn á meðal kjósenda sem eru komnir með nóg af því að þurfa greiða eitt hæsta matvælaverð í heimi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steindór Grétar Jónsson

Það væri gaman að fá að vita hvar sjálfstæðismenn standa í raun í þessu máli. VG vill kannski hækka sykurskattinn, en mér sýnist augljóst að Sjálfstæðisflokkurinn vill a.m.k. ekki lækka hann.

Steindór Grétar Jónsson, 28.2.2007 kl. 01:28

2 Smámynd: Haukur Kristinsson

fyndið að lesa þetta, ef ríkið ákveður að lækka allan vask þá komið þið vinstra fólk og segið að ekki eigi að lækka vask af sikruðu dóti eða óhollum mat, held við þurfum að ráða góðan slatta af fólki til að skilgreina hvað ef gott eða vont og ákveða síðan hvað má og hvað má ekki 

Haukur Kristinsson, 28.2.2007 kl. 03:27

3 Smámynd: Haukur Kristinsson

það er auðvelt að lækka matvöruverð, bara að leyfa frjálsan innfluttning á keti, og enga tolla á það, en þetta er engin töfralausn sem allir gleypa eins og þið samfylkingarfólk haldið, við erum lítið land og viljum vera sjálfbjarga ef allt fer í kalda kol í hinni frábæru evrópu þinni, en er hlyntur bændastéttinni, kaupum íslenskt

Haukur Kristinsson, 28.2.2007 kl. 03:46

4 identicon

Fínt að takmarka sykur. En það sem ég vildi enn frekar sjá væri að þú, hæstvirti þingmaður, lærðir að leggja bílnum þínum almennilega í stæði á Framnesveginum. Við sem búum á svæðinu erum orðin langþreytt á að troðast með bílana okkar á þessari þröngu götu vegna þess að afturendinn á þínum bíl skarar langt út á götuna. Svo ég tali nú ekki um þegar honum er lagt þvert yfir gangstéttina. Lærðu að sýna lágmarks tillitssemi!

pirraður nágranni (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 12:09

5 Smámynd: Ágúst Ólafur Ágústsson

Að sjálfsögðu bið ég hinn pirraða nágranna afsökunar á mínu háttarlagi í götunni og mun ég bæði bæta aksturseiginleika mína og hvernig ég legg bílnum. Það er auðvitað skelfilegt að leggja bílum í þessari götu eins og þú þekkir og margir nota sérhvert pláss sem þeir finna. En þetta mun batna hjá mér.

Bestu kveðjur,
Ágúst Ólafur

Ágúst Ólafur Ágústsson, 28.2.2007 kl. 12:23

6 identicon

Neyslustýringin verður að eiga sér stað innan veggja heimilisins,foreldrar verða að sýna gott fordæmi,hærra verð á gosi dregur varla úr neyslu barna og unglinga,þau verða bara blankari fyrir vikið.

dodds (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 12:52

7 identicon

Neyslustýring er hálf sovjésk hugmynd að mínu mati og það gleður mig að þú Ágúst sért frjálslyndari í þessum efnum en sumir félaga þinna.

Pjetur (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 13:06

8 identicon

Águst, hatturinn af fyrir þér. Ánægjulegt að svona hugsjónir séu ekki bundnar við einn flokk

Gunnar Dofri Ólafsson (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 23:25

9 identicon

Þú átt heiður skilinn fyrir þessi viðbrögð. Batnandi manni er best að lifa! ;)

ánægður nágranni (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband