Hvernig er að vinna á Alþingi?

AlþingishusAlþingi hefur lengi þótt vera furðulegur vinnustaður. Störfin þar eru undir smásjá fjölmiðla og þjóðarinnar. Almenningsálitið er sveiflukennt og lýtur oft svipuðum lögmálum og kenningin um fiðrildið í Kína sem veldur stormi í Kansas. Einnig verður maður fljótt var við það að stór hluti af þessu lífi fyrir marga snýst um að komast í fjölmiðla þann daginn. Líf stjórnmálamannsins ræðst oft í fjölmiðlum og oft er þetta baráttan um mínúturnar fimmtán.

Sveigjanleiki 
Alþingi kemur þó fyrir mínar sjónir sem sveigjanlegur og skemmtilegur vinnustaður þar sem þú ert meira og minna þinn eigin húsbóndi. Þú ræður nokkurn veginn hvað þú gerir og hversu mikið af því. Sumir þingmenn eru nótt sem nýtan dag upp á skrifstofu að vinna að þingmálum, ræðum og greinum á meðan aðrir sjást ekki einu sinni í atkvæðagreiðslum. Alþingisalur

Annars má segja um störf þingsins að þau séu frekar í föstum skorðum en ólíkt mörgum öðrum þjóðþingum þá getur hvaða þingmaður sem er barið í borðið og fengið orðið. Slíkt fyrirkomulag er ekki hjá fjölmennari þjóðþingum, eins og gefur að skilja. Oft þurfa nýjir þingmenn erlendis að sitja nánast allt kjörtímabilið án þess að fá tækifæri til að fara upp í ræðustól.

Þessi réttur íslenskra þingmanna er því sérstakur og mikilvægur. Í 2. og 3. umræðu um hvert lagafrumvarp hefur hver þingmaður ótakmarkaðan ræðutíma sem getur boðið upp ótakmörkuð leiðindi.

Heimsins merkilegasta mál 
Þingmenn gleyma því við og við að venjulegt fólk hefur kannski um margt merkilegra að hugsa en rifrildi í þingsal. Stundum koma mál sem allur þingheimur stendur á öndinni yfir og manni sjálfum finnst það merkilegasta í heimi. Svo kemur í ljós að almenningur hefur e.t.v. engan áhuga á látalætunum.

Fundarformið á Alþingi er þó yfirleitt skemmtilegt og bíður upp á fjörugar umræður. Rétturinn til að veita ,,andsvör" við ræður annarra þingmanna er talsvert notaður en þá hefur maður tvisvar sinnum 2 mínútur til að hjóla í viðkomandi.

Þingmenn tappa af 
Einnig er liðurinn ,,um störf þingsins" eins og hann heitir í þingsköpum talsvert notaður en þá grípa þingmenn orðið áður en gengið er til dagskrár í upphafi dags og ræða um hvaðeina í 2 mínútur í senn og teknar eru max 20 mínútur í alla umræðuna. Þessi liður er alls ekki bundin við störf þingsins eins og mætti halda. Það hefur verið skilningur þingflokka og forseta Alþingis að þessi liður í þingsköpum skuli í raun vera notaður fyrir almennar stjórnmálaumræður. Svona til að tappa af þingmönnum.

Þá eru svokallaðar ,,utandagskrárumræður" talsvert notaður en þá er rætt um fyrirfram ákveðin efni og fá allir flokkar að senda tvo fulltrúa í umræðuna með tveggja mínúta ræðutíma hver.

Þeir fréttapunktar sem birtast iðulega í fjölmiðlum koma venjulega úr slíkum umræðum utandagsskrár eða umræðum um störf þingsins. Og þetta vita þingmenn og nota því þessi úrræði hvað mest.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Að minni hyggju væri virðing Alþingis meiri ef það væri háð fyrir luktum dyrum - ef almenningur fengi ekki að sjá og heyra þann fíflagang sem þar er hafður í frammi, leyfi ég mér að segja ...

Hlynur Þór Magnússon, 27.2.2007 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband