Flokksmenn hittast

Ofsalega var gaman að koma í Mývatnssveitina en þar var haldinn um helgina aðalfundur kjördæmaráðs Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Þetta eru skemmtilegar samkomur en ég fór einnig á síðasta aðalfund kjördæmaráðsins sem haldinn var fyrir rúmu ári á Seyðisfirði. Að sjálfsögðu var tekist á á þessum fundi enda var verið að ræða tilhögun prófkjörs í kjördæminu. Sitt sýndist hverjum í þeim efnum en ég held að ágætis lending hafi náðst að lokum. Nú þegar hafa þó nokkrir boðað framboð sitt í þessu kjördæmi sem er hið besta mál. Mikill eindrægni er á meðal flokksmanna í Norðausturkjördæmi að vinna góðan kosningasigur í vor.
Lykillinn að sigri í kosningum
Ég er orðinn löngu sannfærður um að lykillinn að sigri Samfylkingarinnar í næstu Alþingiskosningum er góður sigur í landsbyggðarkjördæmunum. Þar eru ótrúleg sóknarfæri fyrir flokkinn. Flokkurinn er á góðri leið í þessum kjördæmum og skoðanankannanir sýna að við erum á uppleið þar.
Í kvöld verður svo haldinn fundur hjá kjördæmaráði Suðvesturkjördæmis og hef ég hug á því að heimsækja félaga mína þar. Svo stendur til að fara á kjördæmaþingið í Norðvesturkjördæmi um helgina en það verður haldið á Ísafirði. Ég átti þó í mesta basli við að redda mér gistingu á Ísafirði enda nóg að gera í bænum með allt þetta Samfylkingarfólk á staðnum en á sama tíma ku vera haldinn fundur Kiwanismanna sem án efa hefur sín áhrif.

Síðasti kjördæmafundurinn verður síðan haldinn í Suðurkjördæmi á sunnudaginn. Þessir fundir eru einstakt tækifæri til að hitta kjarna flokksmanna í viðkomandi kjördæmum.
Kaffi Bifröst
Í gærkvöldi fór ég annars ásamt Katrínu Júlíusdóttur alþingismanni á stjórnmálafund hjá Samfylkingunni á Bifröst og áttum við gott spjall við nemendur þar. Helstu umræðuefni kvöldins voru dagvistunarmál, menntamál, sjávarútvegsmál, skattamál og almenn velferðarmálefni. Seinna sama kvöld var haldinn spurningakeppni á Kaffi Bifröst þar sem Jón Baldvin var höfundur spurninga og spyrill. Fjöldinn allur af fólki var mættur og var þetta stórskemmtilegt. Ég og Kata vorum saman í liði og ég held að við höfum náð þriðja sætinu. En lið félaga okkar á Bifröst, Hólmfríðar Sveinsdóttur, tókst naumlega að ná sigrinum og er ástæða til að óska henni til hamingju.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 144254

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband