Beðið um fund

Málefni Barnahúss og framkvæmd skýrslutöku á börnum vegna meintra kynferðisafbrota hafa talsvert verið í umræðunni undanfarin misseri. Í fyrsta lagi hafa komið upp efasemdir um þá lagabreytingu sem hefur verið gerð að fyrsta skýrslutaka af barni fer fram sem dómsathöfn. Slíkt fyrirkomulag gerir að verkum að bæði verjandi og sá grunaði eiga rétt á að fylgjast með vitnisburði barnsins. Óhagræðið af því er m.a. að sakborningur getur hagrætt framburði sínum í samræmi við ásakanir barnsins og láti jafnvel sönnunargögn hverfa, eins og dæmi eru um.
Í öðru lagi kemur það kemur það einkennilega fyrir sjónir að stærsti héraðsdómstóll landsins, Héraðsdómur Reykjavíkur, neiti einn dómstóla að nota þá aðstöðu og sérfræðiþekkingu sem er til staðar í Barnahúsi. Barnahúsið hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar erlendra fagaðila og æ fleiri ríki hafa sýnt áhuga að taka upp það vinnulag sem tíðkast í Barnahúsi. Íslendingar standa í þessum efnum framar mörgum þjóðum og verður að teljast furðulegt að ekki standi vilji til þess að notfæra sér þá aðstöðu og þekkingu sem er til staðar í Barnahúsinu.
Af þessu tilefni hef ég og félagar mínir í Samfylkingunni í allsherjarnefnd óskað eftir fundi í allsherjarnefnd Alþingis til að ræða þessi mál. Óskað var eftir að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu og Helgi I. Jónsson, dómstjóri í Héraðsdómi Reykjavíkur, yrðu boðaðir á fundinn. Ég er að vonast til að þessi fundur verði haldinn í næstu viku þegar formaður nefndarinnar kemur heim.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband