Raunveruleg forgangsröðun ríkisstjórnarinnar

Nú í dag voru fjárlögin samþykkt á Alþingi. Samkvæmt lögunum verður 19,6 milljarða króna tekjuafgangur á rekstri ríkissjóðs á næsta ári. Það hefur að vísu ekki vantað að fjárlög ríkisstjórnarinnar boði ríflegan tekjuafgang. Reyndin hefur hins vegar verið sú að afgangurinn er ekki fyrir hendi þegar reikningurinn er gerður endanlega upp. Þá er myndin önnur og ekki jafn glæsileg. Ef skoðuð eru árin 2000-2004 þá var þar gert ráð fyrir um 82 milljarða króna afgangi í fjárlögum, en niðurstaðan varð aftur á móti 8 milljarða króna halli.

Það er sömuleiðis venjan að allar breytingartillögur stjórnarandstöðunnar, hver og ein einasta, séu felldar. Gildir þá einu hvers efnis tillögurnar eru. Ríkisstjórnin sá ekki ástæðu til að bæta ráð sitt í ár og öðru sinni gerðist það að Mannréttindaskrifstofa Íslands fékk ekki neina eyrnamerkta upphæð til þess að halda rekstri skrifstofunnar áfram. Felld var tillaga stjórnarandstöðunnar um að leggja Mannréttindaskrifstofu Íslands sambærilegt fé og hún hafði áður en hún fór að gagnrýna ríkisstjórnina fyrir vafasöm frumvörp s.s útlendingafrumvarpið og hlerunarfrumvarpið.

Skref tilbaka í fjárframlögum til Háskóla Íslands
Sömuleiðis felldu stjórnarliðar viðbótarfjárframlag til háskólanna en skólunum hefur sárlega vantað aukið fjármagn. Samkvæmt blaðagrein menntamálaráðherra hefur það viðbótarfjármagn sem hefur runnið til Háskóla Íslands ekki einu sinni dugað fyrir þeirri fjölgun sem hefur orðið á nemendum á sama tíma. Samkvæmt nýjustu skýrslu OECD er Ísland í 17.-21. sæti af 30 ríkjum OECD þegar útgjöld til háskólana er skoðað. Engu að síður var samstaða um það meðal ríkisstjórnarflokkanna að fella tillögu stjórnarandstöðunnar um nauðsynlegt viðbótarframlag til háskóla landsins.

Háskólinn á Akureyri hefur neyðst til að loka deildum hjá sér í vetur vegna fjárskorts. Bjargvættur Háskólans á Akureyri, Birkir Jón Jónsson, fór mikinn í fjölmiðlum í síðustu viku þegar hann sagðist ætla að redda Háskólanum á Akureyri fjármagni. Í dag greiddi hann svo atkvæði gegn auknum fjárframlögum til Háskólans á Akureyri.

Ekki vilji til að setja fjármagn í fleiri hjúkrunarrými
Það hefur varla farið framhjá mönnum að málefni aldraða eru því miður í miklum ólestri. Þriðji hver eldri borgari í landinu lifir á 110.000 krónum á mánuði eða minna. Aðbúnaður eldri borgara er víða óásættanlegur. Á fjórða hundrað einstaklinga eru í brýnni þörf eftir hjúkrunarrýmum. Þrátt fyrir þessa stöðu greiddu Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn atkvæði gegn tillögu stjórnarandstöðunnar um aukið fjármagn til að fjölga hjúkrunarrýmum. Þessi afstaða kristillar að mínu mati afstöðu ríkisstjórnarinnar til þessa málaflokks. Velferðarmálin eru svo sannarlega ekki ofarlega á lista, eins og dæmin sanna því miður aftur og aftur.

Ábyrgar og ígrundaðar tillögur Samfylkingar
Samfylkingin hefur farið þá leið að setja fram tekju – eða niðurskurðartillögur fram með öllum tillögum sem hafa í för með sér útgjaldaaukningu. Tillögur Samfylkingarinnar eru í senn ábyrgar og raunsæjar, þar sem farið er ígrundað yfir málin. Tillögur okkar gera jafnvel ráð fyrir meiri afgangi af fjárlögum en samkvæmt fjárlögum ríkisstjórnarinnar. Það sýnir að vel er hægt að sinna t.d. mennta- og velferðarmálum á sómasamlegan hátt án þess að það þurfi að hafa í för með sér versnandi stöðu ríkissjóðs. Það er forgangsröðun ríkisstjórnarinnar sem er röng. Það sést glögglega á því að meirihlutinn fellir ábyrgar tillögur Samfylkingarinnar í velferðar – og menntamálum kinnroðalaust.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 144237

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband