Góð stemmning við opnun kosningaskrifstofunnar

Á föstudaginn opnaði ég formlega kosningaskrifstofu mína, sem er til húsa að Síðumúla 13. Ég var mjög ánægður með þann fjölda sem mætti - en þarna voru samakomin vel á annað hundrað manns - og ekki síður þá góðu stemmningu sem myndaðist. Ég er afskaplega þakklátur fyrir þann stuðning sem þarna birtist og held bjartsýnn af stað í kosningabaráttuna sem framundan er. Margrét Frímannsdóttir, sem réttilega er nefnd ljósmóðir Samfylkingarinnar, og Jón Baldvin Hannibalsson fluttu tölu. Það er auðvitað ekki ónýtt að láta þessa tvo miklu stjórnmálaforingja lesa manni pistilinn. Bæði tvö eru góðir ræðumenn og undantekningarlaust ánægjulegt og fróðlegt að hlusta á þau. Mér þótti mjög vænt um þeirra orð í minn garð. Við nutum þess síðan að fá að hlusta á skemmtilegan söng Margrétar Sigurðardóttur söngkonu við undirleik Björns Thoroddsen. Hægt er að sjá myndir af opnunni hér í hliðardálki.
Nú er kosningabaráttan komin á fullt skrið og frambjóðendur allir búnir að gefa upp í hvaða sæti þeir stefna. Ég býð mig fram í 4. sæti, sem er 2. sætið í öðru hvoru kjördæminu. Ég er svo lánsamur að njóta liðsinnis breiðs hóps í þessari vinnu og það gerir kosningabaráttuna vitaskuld enn skemmtilegri. Við verðum í kosningamiðstöðinni öll kvöld næstu vikurnar og þangað eru stuðningsmenn auðvitað hjartanlega velkomnir til þess að hitta okkur og leggja hönd á plóg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 144256

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband