Frumvarp um afnám fyrningarfresta

Ég hef nú lagt fram á Alþingi lagafrumvarp um afnám fyrningarfresta vegna kynferðisafbrota gegn börnum undir 14 ára aldri. Meðflutningsmenn eru níu aðrir þingmenn Samfylkingarinnar.

Með frumvarpinu er tekið tillit til sérstöðu kynferðisafbrota gegn börnum. Börn eru sérlega viðkvæmur hópur. Barn sem verður fyrir kynferðisofbeldi áttar sig oft ekki á að brotið hafi verið gegn því fyrr en mörgum árum síðar eða bælir minninguna um ofbeldið og telur sig jafnvel sjálft bera sök. Kynferðisbrot gegn börnum koma því oft ekki fram í dagsljósið fyrr en mörgum árum eða áratugum eftir að þau voru framin, þegar þau eru fyrnd að lögum. Flutningsmenn telja að gerandi eigi ekki að hagnast á þeim mikla aðstöðumun sem er á honum og brotaþola.

Fyrningarfrestir vegna kynferðisafbrota gegn börnum er núna allt frá 5 árum upp í 15 ár og byrja þeir að telja frá 14 ára aldri brotaþola. Núgildandi fyrningarfrestir eru í mörgum tilfellum of skammir fyrir stóran hóp brotaþola. Dómar þar sem menn hafa verið sýknaðir fyrir kynferðisbrot gegn börnum, jafnvel þótt sekt hafi verið sönnuð, staðfesta þetta.

Flutningsmenn álíta að rangt sé að kynferðisbrot gegn börnum geti fyrnst. Vegna eðli og sérstöðu þessara brota er börnum ekki tryggð nægjanleg réttarvernd og réttlæti samkvæmt núgildandi lögum.
Frumvarpið í heild sinni má finna á vef Alþingis.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband