Gallar á fæðingarorlofinu

Ýmsir gallar blasa við á núverandi fæðingarorlofskerfi. Má þar t.d. nefna að nú miðast greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði við tekjur síðustu tveggja almanaksára. Það getur því munað heilmiklu í tekjum eignist viðkomandi aðili barn t.d. í desember eða í byrjun janúar. Eignist maður barn 31. desember 2005 er miðað við tekjur ársins 2004 og 2003 en eignist viðkomandi barn 1. janúar 2006 er miðað við tekjur ársins 2005 og 2004. Fyrir þann sem eignast gamlársdagsbarnið er því ekki tekið tillit til þeirra tekna sem unnið var til á því ári. Í því tilviki er því litið til 36 mánaða aftur í tímann í stað 24 mánaða.
Þetta getur munað talsverðu í tekjum fyrir viðkomandi fjölskyldur enda getur margt gerst á einu ári svo sem stöðuhækkun, launahækkun, lok námsferils, atvinnuleysi á fyrri hluta tímabilsins o.s.frv. Mér er síðan sagt að þetta sé svona m.a. vegna tölvukerfis Tryggingastofnunar. En hvort er fæðingarorlofskerfið miðað við hagsmuni fjölskyldna eða hagsmuni tölvukerfis Tryggingastofnunar? Væri ekki réttlátara að miða við tekjur síðustu tveggja ára frá fæðingardegi barnsins í stað þess að taka tvö síðustu almanaksár fyrir fæðingarárið? Ég spurði félagsmálaráðherra nýverið á Alþingi um hvort honum finnst þetta fyrirkomulag vera eðlilegt en ráðherrann kaus að svara ekki þeirri spurningu.
Ég vakti einnig máls á þeirri stöðu þegar fólk eignast barn með stuttu millibili. Fólk getur nefnilega verið að eignast fleiri en eitt barn á þremur árum. En þar sem núverandi kerfi miðar við tekjur tveggja almanaksára geta fæðingarorlofsgreiðslur vegna seinna barns verið að miða við fæðingarorlofsgreiðslur vegna fyrra barns. Þá getur fólk verið að fá fæðingarorlofstekjur sem eru 80% af 80% tekjum. Þetta fer augljóslega gegn því markmiði að aðstoða við barnafjölskyldur við að taka sér fæðingarorlof. Hins vegar var fátt um svör frá félagsmálaráðherra þegar hann var inntur eftir þessu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 144237

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband