Mikilvægt skref tekið í velferðarmálum

Eins og ég hef ítrekað skrifað á þessa síðu hafa stjórnarflokkarnir, Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn, tekið mörg jákvæð skref í velferðarmálum. Og nú var síðan enn eitt skrefið tekið þegar lífeyrisþegum var tryggð ákveðin lágmarksframfærslu á mánuði. Hagsmunaaðilar hafa lengi beðið eftir slíkri tryggingu og Samfylkingin lagði slíkt ítrekað til þegar hún var í stjórnarandstöðu.

Kannski finnst mörgum að 150.000 kr. lágmarksfærsla ekki há upphæð en fólk verður að hafa í huga að hækkunin nemur um 19% á síðastliðnum 9 mánuðum. Og eftir breytinguna hafa lágmarkstekjur lífeyrisþega ekki verið hærri í 13 ár.  Lágmarksframfærslutrygging hjóna verður 256.000 krónur á mánuði í stað 224.000 króna áður.

Lágmarksframfærslutryggingin hækkar árlega á sama hátt og bætur almannatrygginga og verður næsta hækkun 1. janúar 2009. Skal hækkunin taka mið af launaþróun en jafnframt skal tryggt að hækkunin sé aldrei minni en nemur hækkun neysluvísitölu. Hún er sem sagt verðtryggð sem verður nú að teljast ansi mikilvægt á tímum verðbólgu.

Þeir sem njóta mests ávinnings af þessari breytingu eru öryrkjar sem hafa lága aldurstengda örorkuuppbót. Áætlað er að tekjur rúmlega 750 örorkulífeyrisþega muni hækka um 10.000 krónur eða meira á mánuði. Hækkun til þeirra getur að hámarki numið um 16.000 krónum á mánuði.


mbl.is Lágmarksframfærslutrygging hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Sæll!

Hugsunin á bak við lágmarksframfærsluviðmið er góð.En ég hefði búist við,að markið yrði sett hærra. Sú lágmarksframfærslutrygging sem

ákveðin var í gær hækkar ekki lifeyri verst stöddu  eldri  borgara um meira en  1484 kr. á mánuði! Ég hefði búist við stærra skrefi.Þingflokkur Samfylkingarinnar verður að gera betur.

Kveðja

Björgvin

Björgvin Guðmundsson, 17.9.2008 kl. 10:31

2 identicon

Sæll.

En hvað ég þoli illa þessa prósentureikninga og viðmið ykkar illa.

Getur þú fallist á það að 10% hækkun af 100.000.kr séu 110.000.kr og

                                 10% hækkunn af1.000.000.kr séu 1.100.000.kr

Láglaunamaðurinn fær 10.000.kr en

Hálaunamaðurinn  fær 100.000.kr.

Svo segir Hálaunamaðurinn við Láglaunamanninn

Þið eru búin að fá 9 % á meðan við fengum AÐEINS 6%.

Það eru svona viðmið sem heyra sögunni til. Alveg sama í hvaða orðskýringar þú ætlar að leita....þetta fellur um sjálft sig.

Góðar stundir og vonandi breytt raunsæismat.

Prósentudæmið hefur ekkert að segja þegar kemurað því að borga við kassa matvöruverslanna!

Það þekkjum við.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 06:11

3 identicon

Sæll Ágúst minn - Þórarinn hefur heilmikið til síns máls - en vonandi er þetta bara byrjunin til þeirra sem minna mega sín.

Ása (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 20:31

4 Smámynd: Helga Auðunsdóttir

Sæll Ágúst, ég vona bara að það breytist líka að öryrkjum sé ekki refsað fyrir að vinna sér inn smá aur. Margur getur unnið 1-3 tíma á dag en gerir ekki því að það er ekki hægt´, tekjumissirinn er svo mikill, skrítið en svona virkar þetta. Þeir sem eru öryrkjar þakka fyrir þessa hækkun en ef þú þyrftir að borga leigu eða af láni sem væri um 140.000 á mánuði og sjá fyrir 7 manna fjölskyldu hvernig færir þú að og gefum okkur að 3 af börnunum sé kominn yfir 18 ára aldurinn, og báðir foreldrar öryrkjar og hafa 256.000 í laun. Þessum foreldrum er refsað fyrir að vinna til að afla smá aukatekna til að geta veit börnun aðeins meira. Þetta er sorgasaga margra sem vilja svo gjarnan fara og vinna en geta það engan veginn vegna reglna sem eru bara hindranir á veginum.

Helga Auðunsdóttir, 28.9.2008 kl. 01:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband