Verkin tala

Ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks hefur ákveðið að tveir hópar skulu vera settir í forgang íslenskra stjórnmála. Sá fyrri eru börnin og sá seinni eru eldri borgararnir. Ef stjórnarsáttmálinn er lesinn kemur þetta skýrt í ljós. Eitt fyrsta verk þessa meirihluta var að samþykkja í sumar sérstaka aðgerðaráætlun fyrir börn. Þar er komið inn á mýmörg atriði, s.s. lengingu fæðingarorlofs, styttingu biðlista, hækkun barnabóta, frekari niðurgreiðslur á tannviðgerðum barna, stuðning við námsgagnakostnað o.s.frv.

Og síðan í fyrstu fjárlögum þessarar ríkisstjórnar sem voru samþykkt nýlega koma áherslurnar enn betur í ljós. Búið er að lögfesta gríðarlega kjarabætur fyrir eldri borgara og öryrkja. Má þar nefna afnám skerðingar bóta vegna tekna maka, hækkun frítekjumarks atvinnutekna hjá ellilífeyrisþegum, hækkun dagpeninga aldraðra og afnám á skerðingu lífeyrisgreiðslna vegna innlausnar séreignasparnaðar.

Þá hefur verið ákveðið að grípa til sérstakra aðgerða til að draga úr of- og vangreiðslum tryggingabóta en þær hafa komið mörgum afar illa þegar bakreikningurinn berst.

Af öðru sem hægt er að minnast á er að fjármagn til heimahjúkrunar mun þrefaldast á þremur árum. Fjárframlög til samkeppniseftirlitsins aukast um 30% á milli ára og yfir 60% á tveimur árum. Fjárveitingar til Fjármálaeftirlitsins aukast um 52% á milli ára og til Umboðsmanns Alþingis um meira en 20%. Fjárveitingar til þróunarmála, Mannréttindaskrifstofu, samgöngubóta og ýmissa félagasamtaka hafa sömuleiðis verið auknar talsvert.

En að þessu sögðu má ekki gleyma því að fjárlögin rekin með 40 milljarða króna afgangi og er árið í ár rekið með um 80 milljarða króna afgangi. Svona tölur hafa fyrri ríkisstjórnir ekki sýnt.

Ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks er því ríkisstjórn sem lætur verkin tala.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elías Theódórsson

Má eiga von að þið hugið að jafnræði barna varðandi uppeldisstyrki. Yfirvöld eru nú að greiða töluverða upphæð til uppeldis ungra barna sem vistuð eru á leiksskólum á meðan börn sem eru alin hjá heimavinnandi foreldri fær engan styrk. Það vill svo til að heimavinnandi foreldri er launalaus og án nokkurs lífeyrisjóðs. Algjörlega háð vinnandi maka.  Ráðstöfunartekjur á slíku heimili er öllu jöfnu mun minni þar sem aðeins ein er "fyrirvinnan". En þessi fjölskylda er að "spara" yfirvöldum stórfé með að ala upp sín börn sjálf. Er ekki komin tími til að starf heimavinnandi foreldris verði metin?

Elías Theódórsson, 14.12.2007 kl. 11:04

2 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Já það má vel vera að þið séuð að setja aukið fjármagn á ýmsum stöðum þar sem þörf er á en ég vil gjarna spyrja þig sem ert í forsvari fyrir jafnaðarmannaflokk Íslands: Ertu stoltur af því hvernig komið er fyrir heilbrigðiskerfi okkar Íslendinga? Er verið að setja aukið fé í heilbrgiðiskerfið þannig að hægt sé að bjóða viðunnandi þjónustu?

Ég fæ ekki betur séð en að engin breyting sé á því hvernig heilbrigðsimálum er háttað undir þessari stjórn og þeirri síðustu. Heilbrigðiskerfið er svelt og það er ekki gott. Heilbrigðiskerfi okkar er eins lélegt og hægt er að komast upp með - ekki eins gott og möguleiki er á. Ástæðan er fjársvelti. 

Þór Ludwig Stiefel TORA, 14.12.2007 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband