Frumkvæði ráðherra Samfylkingarinnar

Ég vil fagna sérstaklega frumkvæði tveggja ráðherra Samfylkingarinnar á þeirra málefnasviði sem birtist alþjóð í dag.

Í fyrsta lagi tilkynnti Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, í dag að nú verði ráðist í skipulagt átak gegn fyrirtækjum sem hafa óskráða starfsmenn á sínum snærum. Þetta er mikilvægt prinsipmál sem hefur talsverða þýðingu fyrir atvinnulífið og starfsfólk.

Í öðru ákvað Jóhanna og fjármálaráðherra að skipa þrjá starfshópa til að fylgja eftir markmiðum er fram koma í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Þar er megináhersla lögð á að unnið verði markvisst gegn kynbundnum launamun og að endurmat fari fram á kjörum kvenna hjá hinu opinbera. Þetta eru sömuleiðis gríðarlega mikilvæg markmið sem hafa verið rauður þráður í málflutningi okkar um árabil.

Í þriðja lagi hefur Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, ákveðið að skipa nefnd til að endurskoða lagaumhverfi erlendra fjárfestinga hér á landi. Að mínu mati er slíkt löngu tímabært enda margt sérkennilegt og forneskjulegt á þeim vettvangi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Trausti Rúnar Traustason

Það er bara gott eitt um frumkvæði ráðherra Samfylkingarinnar að segja, en mér finnst satt best að segja finnst mé að  ráðherrar og þá kannski helst félagsmálaráðherra eigi að sinna meir aðkallandi málum og er ég þá með eitt mál í huga, og mitt álit á félagsmálaráðherra mundi aukast til muna ef hún gerði eitthvað til að hjálpa fólki í þessari aðstöðu:

Hvað er að gerast, og í Hafnarfirði af öllum stöðum, Hafnarfjarðarbær er að bera út einstæða 6 barna móðir ásamt fjórum börnunum hennar og  af þeim er eitt barnið fatlað, og þetta á að gera eftir eina viku eða mánudaginn 10. September.  Ástæðan fyrir þessum útburði er sú að konan hefur ekki haft nógu há laun til að geta borgað bænum leiguna.

Þetta er vinkona mín og mér verður óglatt þegar ég hugsa um þessa ótrúlegu sögu og skil ekki kuldann í Hafnarfjarðarbæ, að fólk sem starfar þar skuli ekki reyna að finna aðra og betri lausn á málum þessarar fjölskyldu.   Auðvitað er búið að reyna að semja við bæinn en hún hefur ekki getað staðið við sitt og borgað bænum. Það er alveg augljóst að þegar launin duga ekki fyrir mat og leigu hljóta allir foreldrar að fæða börnin sín, og þegar ekki eru til peningar til að borga niðurgreidda leigu sveitarfélags er ósennilegt að þau geti farið að leigja á almennum markaði.

Þetta skítur skökku við nú þegar landsmenn eiga að hafa það svo gott og enginn talar um fátækt, en fátægt er vissulega til hvað sem ráðamenn segja, málið er að það er óþægilegt að tala um fátækt, ráðherrar vilja ekki tala um eða láta spyrja sig um fátækt, svona eins og Strútar stinga hausnum í

Hvað á að gera? Hvað á móðir fatlaðs barns, sem hefur ekki getið unnið nema hálfan daginn að gera? Hver er ábyrgð sveitarfélagsins? Hvað með ríkið, félagsmálaráðuneytið?

Finnst þér ekki skrítið að þegar bera á þessa fjölskyldu út eru laun einstakra manna hér á landi eru slík að með nokkurra tíma vinnu gætu þeir greitt fyrir leigu þessarar fjölskyldu í heilt ár?  Ekki skilja það svo að ég sé á móti því að fólk hafi mikil laun, því fleiri því betra, en eigum við sem þjóð á sama tíma ekki að hugsa betur um okkar minnstu bræður?

 Getur þú ímyndað þér skömmina, niðurlæginguna og sorgina sem þessi móðir er að upplifa NÚNA?   Á hún ekki skilið eitthvað betra frá okkur, eftir að hafa komið sex börnum á legg? 

Og börnin hvernig ætli að þeim líði NÚNA, á meðan að þau eru að pakka dótinu sínu og vita ekki hvar þau eiga heima eftir viku,  ætli að það sé hnútur í maganum og gallbragð í munninum?  Á barn að þurfa að upplifa þetta?

Trausti Rúnar Traustason, 12.9.2007 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband