Lækkum verðlag og kostnað

Það ætti að vera baráttumál allra að almenningur í landinu fái greidd mannsæmandi laun. En það er ekki síður mikilvægt að fólkið eigi kost á vörum og þjónustu á sanngjörnu verði. Það er hin hliðin á kjarabaráttunni og að mínu viti einn mikilvægasti þáttur kjarabaráttu nútímans.

Það gengur ekki að bjóða fólkinu í landinu eitt hæsta verð á matvælum, lyfjum, og bensíni í heimi og þá háu vexti sem allir þekkja. Við þurfum að ná íslensku verðlagi og ýmsum daglegum kostnaði almennings niður.

Við þurfum sömuleiðis að létta af þjóðinni úreltum gjöldum, s.s. vörugjöldum, tollum og stimpilgjaldi. Við þurfum einnig að auka niðurgreiðslur á nauðsynlegri þjónustu. Má þar nefna leikskólagjöld, tannlæknakostnað og námskostnað barna.

Þetta er verkefni margra aðila í samfélaginu. Hið opinbera, bæði ríki og sveitarfélög, gegna hér lykilhlutverki. Nýr ríkisstjórnarmeirihluti hefur nú þegar skuldbundið sig til lækka verð til neytenda og bæta kjör þeirra hópa sem standa höllum fæti.

Þessi ríkisstjórn mun einnig afnema stimpilgjöld og endurskoða vörugjöld og beita sér markvisst fyrir lægri verðbólgu og lægri vöxtum. Þá mun ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks bæta tannvernd barna með gjaldfrjálsu eftirliti og auknum niðurgreiðslum á tannviðgerðum barna ásamt því að tryggja að nemendur í framhaldsskólum fái stuðning til kaupa á námsgögnum.

Auðvitað getur ríkisvaldið gert enn meira í þessum efnum en ný ríkisstjórn mun þó að leggja talsvert að mörkum til að hægt sé gera lífið ódýrara á Íslandi. En eftir stendur að atvinnurekendur, verslunareigendur og innflytjendur átti sig á því að verkefnið í þessum efnum er ekki síður hjá þeim. Hér þurfa allir að leggjast á eitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þetta er góður pistill,og eg er alveg sammála þessu öll, það þarf duglega og krafmikkla menn i þetta eins og þig 'Agúst Ólafur,Vonandi að þetta gangi allt eftir/en mer finnst þú svolítið gleyma okkur Gamlingjunum þarna,auðvitað hefðirðu barist fyrir lækkun lyfja og það gott/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 23.8.2007 kl. 14:25

2 Smámynd: Þórbergur Torfason

Allir að leggjast á eitt og samtaka nú.

Afnemum stimpilgjöldin strax það er ekki eftir neinu að bíða.

Afnemum lögin umdeildu um sjálftöku eftirlauna æðstu embættismanna ríkisins.

Þórbergur Torfason, 23.8.2007 kl. 18:37

3 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Viltu kíkja á mitt blogg og hjálpa til! Please!!

Heiða B. Heiðars, 23.8.2007 kl. 20:46

4 identicon

Í sjálfu sér er þessi grein þín góð Ágúst minn - en ég myndi gjarnan vilja sjá markviss vinnubrögð - orð er alltaf hægt að tala út - mjög auðvelt að skrifa fallega - í þeirri von að fá meira fylgi - en slíkt gengur ekki til lengdar ef engin er framkvæmdin að skila alvöru árangri. Reyndar langar mig að benda þér á að lesa grein sem ég bloggaði (sjá link) - því mér finnst þessar breytingar sem farið hefur verið útí hingað til sjaldnast skila sér til hinna lægst launuðu.
http://asagreta.blog.is/blog/asagreta/entry/261138/

Ása (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 22:47

5 identicon

Og hvernig væri að þú Ágúst minn - tækir að þér málefnið sem hún Heiða er að berjast fyrir? Virkilega þarft að taka á því - hún er hetja að gefast ekki upp fyrir kerfinu eins og það er þungt í vöfum.

Ása (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 23:02

6 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Mig langar aðeins til að koma inn á vörugjöldin. Við sjáum að mjög margir hafa fengið sér stóra pickupp bíla í innanbljarskjökið. Þetta eru eyðslufrekir og í raun dýrir bílar. En þeir eru ekki með vörugjöldum eins og venjulegir fólksbílar og bíll með 2000 til 3000 kúbika vél er með 45% vörugjaldi.

Gjaldtakan á þungum pickup og meðastórum fólksbíl, nemur trúlega nokkuð á aðra milljón pickupnum í vil.

Mér finnst þetta umhugsunarvert. 

Jón Halldór Guðmundsson, 24.8.2007 kl. 19:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband