Dvölin á Flórída

Bandaríkin eru furðulegt land. Eins og klisjan segir þá er allt stórt í Bandaríkjunum. Fólkið, maturinn, bílarnir, búðirnar, rigningin, skordýrin. Allt í yfirstærð. XXL. Nú er fjölskyldan stödd á Flórída og unir sér bara vel.

Reyndar er ekki hægt að komast spönn frá rassi án þess að nota þarfasta þjóninn. Annars er merkilegt að keyra hér um. Alls staðar má finna veitingastaði og bílaumboð en hvergi fólk og íbúðahús. Kannski er það allt falið í frumskóginum sem liggur hér allt um kring.

Næturhljóðin hér eru ótrúleg. Þetta er hinn mesti hávaði og liggur við að börnin þurfi að hylja eyrun. Eflaust fengitími hjá froskunum eða einhvers konar partý.

Ok, við fáum þá Flórída 
Flórída er 150.000 km2 að stærð á meðan litla Ísland er 100.000 km2. Íbúar Flórída eru um 15 milljónir en Flórída fær þó svipaðan fjölda ferðamanna á hverju ári og New York og París fá samanlagt. Disney trekkir víst að.

Árið 1783 afhentu Englendingar Flórída til Spánverja en fengu í staðinn Bahamaeyjar. Verður nú að teljast vera frekar slappur díll fyrir Tjallana. En síðan var það árið 1821 sem Bandaríkin fengu Flórída frá Spáni vegna þess að Spánn skuldaði þeim pening. Strax þá voru Bandaríkjamenn orðnir að kapitílistum dauðans. Heilu fylkin gengu skiptum.

Kókaín og appelsínur 
En hér er ekki bara túrismi. 3/4 af appelsínu- og sítrónuframleiðslu Bandaríkjanna er í Flórída. Sömuleiðis er talið að fjórðungur af öllum kókaíninnflutningi til Bandaríkjanna fari í gegnum Miami. Sem sagt fjölbreytilegir atvinnuvegir.

Sá að íbúar Flórída borga engan tekuskatt. Las þetta reyndar í danskri ferðabók þannig hugsanlega hefur túlkun mín eitthvað misfarist. Líklega. Annars eru ferðabækurnar Turen gar til... bestu ferðabækur sem ég hef rekist á. Mæli með þeim.

5 plastpokar fundust 
Mér finnst Bandaríkin miklu hreinlegri en flest lönd í Evrópu. Allir vegakantar eru vel slegnir og ekkert fjúkandi rusl eða yfirkeyrð fauna.

Hér er vel hugsað um þá sem eiga peninga. En þótt neytandinn sé í draumaríkinu þá fékk maður reality sjokk í gær. Í fréttunum var sagt frá því að kona hefði fundist. Hún var reyndar í 5 mismunandi plastpokum. Fólkið í viðkomandi hverfi var afskaplega hissa á þessum fundi þar sem hér byggi svo gott fólk...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Í Flórída er það bara krókódíllinn sem hefur það gott. Honum er ekki of heitt né of kalt þar sem hann marir hálfur í kafi. Hann er friðaður þannig að enginn gerir honum mein en hann má éta alla hina.

Gunnar Skúli Ármannsson, 7.7.2007 kl. 12:28

2 identicon

Mmmmm.....hef 3x verið í Flórída og elska að vera þar. Á þar mína uppáhalds staði - búð sem selur föt sem eru eins og hönnuð fyrir Íslendinga - enda sagði afgreiðslukonan mér að íslenskar konur kæmu þangað mikið. Elska að koma á hlaðborðs veitingastaðina - sjá hvernig fólk velur sér mismunandi tegundir á diskana - elska að fygljast með hvað flóra mannlífs er mikil - elska að fara í skemmtigarðana og þá sérstaklega nýja garðinn sem Universal studios hefur hannað sérstaklega með börn í huga - þar sem korkur er í gólfum á leiksvæðum svo börnin meiði sig ekki - og litadýrðin maður - og svo er svo auðvelt að keyra þarna - þó ég hafi ekki farið síðan árið 2000 hef ég leiðirnar í huganum ennþá - mér fannst ekkert mál að skutlast þarna um alla Orlando. Svo er svo auðvelt að vera með börnin sín inná vernduðu svæðunum - leigja sér hús þar - allt við hendina - sundlaugin - veitingastaðurinn - golfið - jamm ég er Flórídafíkill.......!!!! Verst að tengdaforeldrarnir mínir eru búin að selja húsið sitt þar!!!!

Ása (IP-tala skráð) 8.7.2007 kl. 18:05

3 identicon

Ps. Maðurinn minn skilar kveðju til þín Ágúst og stingur uppá að þú keyrir niður á Miami South Beach og eyða þar einu kvöldi og sjá mannlífið - ógleymanlega upplifun - keyrir bara highway 95 niðureftir - leigir eina nótt á hóteli - auðvelt að labba þarna um með börnin og skoða flóruna - tilbreyting frá skemmtigörðum!  Einnig sniðugt að fara niður á Coco Beach (sennilega highway 127east, beint austur af Orlando) og taka Disney skipið og sigla útá Disney Island - ekta fyrir börnin!!! Kemt þá til Nasa í leiðinni útá Canaveral höfða - þar er hægt að fara í þrívíddarbíó með börnin, söfn ofl. og sjá hvernig þetta hefur verið gegnum árin.

Við sjáumst hress vinur!!!!!! Knús á fjölskylduna þína frá okkur!!!!

Ása (IP-tala skráð) 8.7.2007 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband