Fimm sinnum fleiri

Embætti saksóknara efnahagsbrota er gríðarlega mikilvægt embætti. Öflugt eftirlit með viðskiptum er lykillinn að trausti og trúverðugleika. Og traust og trúverðugleiki er það sem skiptir máli í viðskiptum. Það er mjög áhugavert að vita til þess að fimm sinnum fleiri starfsmenn starfa á Fiskistofu en hjá embætti saksóknara efnahagsbrota. Og að það er svipaður starfsmannafjöldi hjá hinni ágætu Fiskistofu og er til samans hjá Fjármálaeftirlitinu, Samkeppniseftirlitinu og Skattrannsóknarstjóra.

Ég tel því að það þurfi svo sannarlega að efla embætti saksóknara efnahagsbrota. Þessi málaflokkur er sífellt að verða fyrirferðameiri og málin að verða flóknari. Þá er alveg ljóst að það þarf að gera embættinu kleift að auka málshraðann.

Við verðum að sýna það í verki að við meinum eitthvað með því þegar við segjum að við viljum hafa hér öflugt eftirlit, hvort sem litið er til efnahagsbrota, samkeppnisbrota eða annarra brota á markaðinum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Stjórnmálamenn þurfa að temja sér nýja siði varðandi afstöðu til rannsókna efnahagsbrotamála.

Hætta að kenna rannsóknir við skoðanir einstakra ráherra svo sem forsætis- og dómsmálaráðherra.

Ef mig brestur ekki minni hafa þingmenn Samfylkingarinnar verið iðnir við þann kola.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 19.6.2007 kl. 16:46

2 Smámynd: Elfur Logadóttir

Alveg er ég hjartanlega sammála þér Ágúst Ólafur, hins vegar þarf líka að styrkja betur stoðir þessara rannsóknarstofnana sem þú nefnir.

Sem dæmi, ef máli er vísað frá skattrannsóknarstjóra til ríkislögreglustjóra til opinberrar meðferðar, þá þarf ríkislögreglustjóri að hefja rannsókn frá grunni. Að mínu viti væri stjórnsýslan betri og samspil stjórnsýslunnar og dómskerfisins skilvirkari ef tryggt yrði að aðferðir rannsóknar- og/eða eftirlitsstofnana væri með þeim hætti að lögreglan gæti treyst og nýtt þá rannsóknarvinnu sem farið hefur fram hjá stofnununum.

Elfur Logadóttir, 20.6.2007 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband